Pepsi-deildarliðin í startblokkunum | Félagaskiptaglugginn opnar á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2016 12:00 Valur og ÍBV gætu bæði bætt við sig leikmönnum. Vísir/Anton Íslensku knattspyrnufélögin geta farið að styrkja sig með nýjum leikmönnum frá og með morgundeginum því þá opnar félagaskiptaglugginn og verður opinn til mánaðarloka. Það má búast við því að eitthvað af leikmönnum komi inn í Pepsi-deildina sem og að einhverjir skipti um lið innan hennar. Félögin í neðri hlutanum eru líkleg til að reyna að styrkja sig fyrir baráttuna um að halda sér í deildinni og þá er allt eins líklegt að toppbaráttuliðin reyni að finna mann sem getur gert útslagið á lokasprettinum. Félagaskiptaglugginn hefur verið lokaður síðan 15. maí en föstudaginn 15. júlí opnar hann að nýju fyrir leikmenn meistaraflokka og samningsbundna leikmenn yngri flokka. Glugginn er opinn til 31. júlí en eftir þann tíma eru engin félagaskipti leyfð innanlands, hvort sem um er að ræða leikmenn meistaraflokka eða leikmenn yngri flokka.Knattspyrnusambandið fer yfir reglur þessu tengdu á heimasíðu sinni. Minnt er á grein 15.4 í reglugerð um félagaskipti en þar segir meðal annars: „Berist tilkynning um félagaskipti undirrituð af leikmanni og félagi sem gengið er í, fyrir miðnætti á lokadegi félagaskiptatímabils skal íslensku félagi sem gengið er úr gefinn einn virkur dagur til að ganga frá félagaskiptunum með undirritun. Keppnisleyfi með nýju félagi getur því tekið gildi í slíkum tilfellum nokkrum dögum eftir að félagaskiptatímabili lýkur en við útgáfu slíks keppnisleyfis ber að gæta þess að a.m.k. tveir dagar líði á milli leikja hjá leikmanninum. Þegar félagið sem gengið er úr er erlent skulu reglur FIFA gilda og getur keppnisleyfi verið gefið út allt að 7 dögum frá lokadegi félagaskiptatímabils."Félagaskipti erlendis frá Forráðamönnum félaga er sérstaklega bent á að vera vel tímanlega í því ef reyna á að fá félagaskipti erlendis frá. Búast má við að þau félagaskipti taki töluverðan tíma að ganga í gegn og því fyrr sem er farið af stað með þau, því líklegra er að þau gangi í gegn fyrir lokun félagaskiptagluggans, sunnudagsins 31. júlí.Félagaskipti í gegnum FIFA TMS Samningsbundnir leikmenn sem koma til íslenskra liða erlendis frá, þurfa að fara í gegnum félagaskiptakerfi FIFA (TMS).Tímabundin félagaskipti Þá er minnt á reglur um tímabundin félagaskipti sem þýðir að ef leikmaður er lánaður í þessum glugga, fær hann ekki keppnisleyfi að nýju með móðurfélagi fyrr en 16. október. Minnt á breytingar á reglum um félagaskipti, félagaskiptagjald og uppeldisbætur Minnt er á að þann 16. maí síðastliðinn tók gildi breytt reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga. Félög eru beðin um að kynna sér þessar breytingar vel. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira
Íslensku knattspyrnufélögin geta farið að styrkja sig með nýjum leikmönnum frá og með morgundeginum því þá opnar félagaskiptaglugginn og verður opinn til mánaðarloka. Það má búast við því að eitthvað af leikmönnum komi inn í Pepsi-deildina sem og að einhverjir skipti um lið innan hennar. Félögin í neðri hlutanum eru líkleg til að reyna að styrkja sig fyrir baráttuna um að halda sér í deildinni og þá er allt eins líklegt að toppbaráttuliðin reyni að finna mann sem getur gert útslagið á lokasprettinum. Félagaskiptaglugginn hefur verið lokaður síðan 15. maí en föstudaginn 15. júlí opnar hann að nýju fyrir leikmenn meistaraflokka og samningsbundna leikmenn yngri flokka. Glugginn er opinn til 31. júlí en eftir þann tíma eru engin félagaskipti leyfð innanlands, hvort sem um er að ræða leikmenn meistaraflokka eða leikmenn yngri flokka.Knattspyrnusambandið fer yfir reglur þessu tengdu á heimasíðu sinni. Minnt er á grein 15.4 í reglugerð um félagaskipti en þar segir meðal annars: „Berist tilkynning um félagaskipti undirrituð af leikmanni og félagi sem gengið er í, fyrir miðnætti á lokadegi félagaskiptatímabils skal íslensku félagi sem gengið er úr gefinn einn virkur dagur til að ganga frá félagaskiptunum með undirritun. Keppnisleyfi með nýju félagi getur því tekið gildi í slíkum tilfellum nokkrum dögum eftir að félagaskiptatímabili lýkur en við útgáfu slíks keppnisleyfis ber að gæta þess að a.m.k. tveir dagar líði á milli leikja hjá leikmanninum. Þegar félagið sem gengið er úr er erlent skulu reglur FIFA gilda og getur keppnisleyfi verið gefið út allt að 7 dögum frá lokadegi félagaskiptatímabils."Félagaskipti erlendis frá Forráðamönnum félaga er sérstaklega bent á að vera vel tímanlega í því ef reyna á að fá félagaskipti erlendis frá. Búast má við að þau félagaskipti taki töluverðan tíma að ganga í gegn og því fyrr sem er farið af stað með þau, því líklegra er að þau gangi í gegn fyrir lokun félagaskiptagluggans, sunnudagsins 31. júlí.Félagaskipti í gegnum FIFA TMS Samningsbundnir leikmenn sem koma til íslenskra liða erlendis frá, þurfa að fara í gegnum félagaskiptakerfi FIFA (TMS).Tímabundin félagaskipti Þá er minnt á reglur um tímabundin félagaskipti sem þýðir að ef leikmaður er lánaður í þessum glugga, fær hann ekki keppnisleyfi að nýju með móðurfélagi fyrr en 16. október. Minnt á breytingar á reglum um félagaskipti, félagaskiptagjald og uppeldisbætur Minnt er á að þann 16. maí síðastliðinn tók gildi breytt reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga. Félög eru beðin um að kynna sér þessar breytingar vel.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira