Fótbolti

Myndaveisla: 2.000 stelpur keppa á Símamótinu

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
vísir/vilhelm
Keppni á árlegu Símamóti Breiðabliks hófst í morgun. Mótið er fyrir yngstu flokka kvenna, það er 5.-7. flokk, og verður leikið alla helgina. Mótinu verður slitið á sunnudag.

Um tvöþúsund stelpur, í um þrjúhundruð liðum og frá fjörutíu félögum, eru skráðar til leiks og er mótið því það stærsta til þessu og um leið stærsta knattspyrnumót landsins.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, kíkti í Kópavoginn í dag og smellti nokkrum myndum af keppendum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×