Sturlun í Nice Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 16. júlí 2016 13:14 Það eru engar varnir til sem geta komið í veg fyrir að sturlaður maður á 25 tonna trukki vinni grimmdarverk eins og það sem átti sér stað í Nice á Bastilludaginn. Það gefur bara falskar vonir að reyna að draga upp þá mynd að nokkur mannlegur máttur geti hindrað verknað af þessu tagi. Þetta var hörmulegur atburður og íbúar Nice, sem blásaklausir fögnuðu þjóðhátíð sinni á götum úti undir kjörorðunum frelsi, jafnrétti og bræðralag þegar brjálæðinginn bar að, eiga skilið allan þann stuðning sem umheimurinn getur veitt. En fátt virðist til ráða annað en samúðin. Það er þyngra en tárum taki að tugir saklausra borgara og meira að segja börn liggi í valnum eftir svona trylling. Þrátt fyrir góðan vilja og hástemmdar yfirlýsingar leiðtoga heimsins um að grípa til þeirra varna sem duga eru svona voðaverk unnin. Viðbrögð ráðamanna í okkar heimshluta, sem helsjúkir ofbeldisseggir með ranghugmyndir telja táknmynd hins illa, gætu kynt undir brjálæðinu. Hollande, forseti Frakklands, hefur bætt þremur mánuðum við yfirlýst neyðarástand, sem kynnt var í framhaldi af Charlie Hebdo morðunum í janúar í fyrra og voðaverkunum í París í nóvember. Hann hefur enn og aftur lýst yfir einhvers konar stríði við ógn frá íslam. Brjálæðingunum, sem málið snýst um, er gert alltof hátt undir höfði. Það er tvíeggjað sverð. Ráðgert er að bæta tíu þúsund hermönnum í herinn. Boðaðar eru hertar aðgerðir í Írak og Sýrlandi. Í London og Washington hafa stofnanir sem vinna gegn hryðjuverkum hækkað viðbúnaðarstig og Obama, forseti Bandaríkjanna, ráðfærir sig við þjóðaröryggissveitir. Það er erfitt að sjá hverju svona viðbrögð þjóna. Ofbeldismenn hafa alltaf misnotað tól og tæki. Bílasprengjur sprungu í Wall Street fyrir hundrað árum og mótorhjól voru notuð til að ráðast á fólk á götum úti seint á nítjándu öld. Ekki er hægt að banna stóra trukka af því að vitstola fólk getur breytt þeim í manndrápstæki. Við verðum að lifa með hættunum sem eru í umhverfinu. Við þurfum að horfast í augu við það. Kannski ætti Hollande frekar að verja þeim fjármunum sem fara í að bæta 10.000 varaliðsmönnum í herinn í að leita leiða til að uppræta hatrið sem fest hefur rætur í ógæfufólki í hans samfélagi. Hugsanlega væri heillavænlegra fyrir hann að draga úr afskiptum af hildarleiknum sem á sér stað í Sýrlandi og Írak. Þau afskipti eru átyllur brjálæðinganna sem drepa saklaust fólk í Frakklandi. Að trúa því að stjórnmálamenn á æðstu stöðum geti komið í veg fyrir svona ódæði með auknum vígbúnaði er óraunsæi, sem kemur í veg fyrir að málin séu reifuð af nauðsynlegri yfirvegun. Nær væri að fjárfesta í nýjum aðferðum í löggæslu – eða leita leiða til að hjálpa afvegaleiddum ungmennum, sem bera haturshug til samborgara sinna, leiða þeim fyrir sjónir að hatrið muni ekki sigra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Það eru engar varnir til sem geta komið í veg fyrir að sturlaður maður á 25 tonna trukki vinni grimmdarverk eins og það sem átti sér stað í Nice á Bastilludaginn. Það gefur bara falskar vonir að reyna að draga upp þá mynd að nokkur mannlegur máttur geti hindrað verknað af þessu tagi. Þetta var hörmulegur atburður og íbúar Nice, sem blásaklausir fögnuðu þjóðhátíð sinni á götum úti undir kjörorðunum frelsi, jafnrétti og bræðralag þegar brjálæðinginn bar að, eiga skilið allan þann stuðning sem umheimurinn getur veitt. En fátt virðist til ráða annað en samúðin. Það er þyngra en tárum taki að tugir saklausra borgara og meira að segja börn liggi í valnum eftir svona trylling. Þrátt fyrir góðan vilja og hástemmdar yfirlýsingar leiðtoga heimsins um að grípa til þeirra varna sem duga eru svona voðaverk unnin. Viðbrögð ráðamanna í okkar heimshluta, sem helsjúkir ofbeldisseggir með ranghugmyndir telja táknmynd hins illa, gætu kynt undir brjálæðinu. Hollande, forseti Frakklands, hefur bætt þremur mánuðum við yfirlýst neyðarástand, sem kynnt var í framhaldi af Charlie Hebdo morðunum í janúar í fyrra og voðaverkunum í París í nóvember. Hann hefur enn og aftur lýst yfir einhvers konar stríði við ógn frá íslam. Brjálæðingunum, sem málið snýst um, er gert alltof hátt undir höfði. Það er tvíeggjað sverð. Ráðgert er að bæta tíu þúsund hermönnum í herinn. Boðaðar eru hertar aðgerðir í Írak og Sýrlandi. Í London og Washington hafa stofnanir sem vinna gegn hryðjuverkum hækkað viðbúnaðarstig og Obama, forseti Bandaríkjanna, ráðfærir sig við þjóðaröryggissveitir. Það er erfitt að sjá hverju svona viðbrögð þjóna. Ofbeldismenn hafa alltaf misnotað tól og tæki. Bílasprengjur sprungu í Wall Street fyrir hundrað árum og mótorhjól voru notuð til að ráðast á fólk á götum úti seint á nítjándu öld. Ekki er hægt að banna stóra trukka af því að vitstola fólk getur breytt þeim í manndrápstæki. Við verðum að lifa með hættunum sem eru í umhverfinu. Við þurfum að horfast í augu við það. Kannski ætti Hollande frekar að verja þeim fjármunum sem fara í að bæta 10.000 varaliðsmönnum í herinn í að leita leiða til að uppræta hatrið sem fest hefur rætur í ógæfufólki í hans samfélagi. Hugsanlega væri heillavænlegra fyrir hann að draga úr afskiptum af hildarleiknum sem á sér stað í Sýrlandi og Írak. Þau afskipti eru átyllur brjálæðinganna sem drepa saklaust fólk í Frakklandi. Að trúa því að stjórnmálamenn á æðstu stöðum geti komið í veg fyrir svona ódæði með auknum vígbúnaði er óraunsæi, sem kemur í veg fyrir að málin séu reifuð af nauðsynlegri yfirvegun. Nær væri að fjárfesta í nýjum aðferðum í löggæslu – eða leita leiða til að hjálpa afvegaleiddum ungmennum, sem bera haturshug til samborgara sinna, leiða þeim fyrir sjónir að hatrið muni ekki sigra.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun