Sturlun í Nice Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 16. júlí 2016 13:14 Það eru engar varnir til sem geta komið í veg fyrir að sturlaður maður á 25 tonna trukki vinni grimmdarverk eins og það sem átti sér stað í Nice á Bastilludaginn. Það gefur bara falskar vonir að reyna að draga upp þá mynd að nokkur mannlegur máttur geti hindrað verknað af þessu tagi. Þetta var hörmulegur atburður og íbúar Nice, sem blásaklausir fögnuðu þjóðhátíð sinni á götum úti undir kjörorðunum frelsi, jafnrétti og bræðralag þegar brjálæðinginn bar að, eiga skilið allan þann stuðning sem umheimurinn getur veitt. En fátt virðist til ráða annað en samúðin. Það er þyngra en tárum taki að tugir saklausra borgara og meira að segja börn liggi í valnum eftir svona trylling. Þrátt fyrir góðan vilja og hástemmdar yfirlýsingar leiðtoga heimsins um að grípa til þeirra varna sem duga eru svona voðaverk unnin. Viðbrögð ráðamanna í okkar heimshluta, sem helsjúkir ofbeldisseggir með ranghugmyndir telja táknmynd hins illa, gætu kynt undir brjálæðinu. Hollande, forseti Frakklands, hefur bætt þremur mánuðum við yfirlýst neyðarástand, sem kynnt var í framhaldi af Charlie Hebdo morðunum í janúar í fyrra og voðaverkunum í París í nóvember. Hann hefur enn og aftur lýst yfir einhvers konar stríði við ógn frá íslam. Brjálæðingunum, sem málið snýst um, er gert alltof hátt undir höfði. Það er tvíeggjað sverð. Ráðgert er að bæta tíu þúsund hermönnum í herinn. Boðaðar eru hertar aðgerðir í Írak og Sýrlandi. Í London og Washington hafa stofnanir sem vinna gegn hryðjuverkum hækkað viðbúnaðarstig og Obama, forseti Bandaríkjanna, ráðfærir sig við þjóðaröryggissveitir. Það er erfitt að sjá hverju svona viðbrögð þjóna. Ofbeldismenn hafa alltaf misnotað tól og tæki. Bílasprengjur sprungu í Wall Street fyrir hundrað árum og mótorhjól voru notuð til að ráðast á fólk á götum úti seint á nítjándu öld. Ekki er hægt að banna stóra trukka af því að vitstola fólk getur breytt þeim í manndrápstæki. Við verðum að lifa með hættunum sem eru í umhverfinu. Við þurfum að horfast í augu við það. Kannski ætti Hollande frekar að verja þeim fjármunum sem fara í að bæta 10.000 varaliðsmönnum í herinn í að leita leiða til að uppræta hatrið sem fest hefur rætur í ógæfufólki í hans samfélagi. Hugsanlega væri heillavænlegra fyrir hann að draga úr afskiptum af hildarleiknum sem á sér stað í Sýrlandi og Írak. Þau afskipti eru átyllur brjálæðinganna sem drepa saklaust fólk í Frakklandi. Að trúa því að stjórnmálamenn á æðstu stöðum geti komið í veg fyrir svona ódæði með auknum vígbúnaði er óraunsæi, sem kemur í veg fyrir að málin séu reifuð af nauðsynlegri yfirvegun. Nær væri að fjárfesta í nýjum aðferðum í löggæslu – eða leita leiða til að hjálpa afvegaleiddum ungmennum, sem bera haturshug til samborgara sinna, leiða þeim fyrir sjónir að hatrið muni ekki sigra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Það eru engar varnir til sem geta komið í veg fyrir að sturlaður maður á 25 tonna trukki vinni grimmdarverk eins og það sem átti sér stað í Nice á Bastilludaginn. Það gefur bara falskar vonir að reyna að draga upp þá mynd að nokkur mannlegur máttur geti hindrað verknað af þessu tagi. Þetta var hörmulegur atburður og íbúar Nice, sem blásaklausir fögnuðu þjóðhátíð sinni á götum úti undir kjörorðunum frelsi, jafnrétti og bræðralag þegar brjálæðinginn bar að, eiga skilið allan þann stuðning sem umheimurinn getur veitt. En fátt virðist til ráða annað en samúðin. Það er þyngra en tárum taki að tugir saklausra borgara og meira að segja börn liggi í valnum eftir svona trylling. Þrátt fyrir góðan vilja og hástemmdar yfirlýsingar leiðtoga heimsins um að grípa til þeirra varna sem duga eru svona voðaverk unnin. Viðbrögð ráðamanna í okkar heimshluta, sem helsjúkir ofbeldisseggir með ranghugmyndir telja táknmynd hins illa, gætu kynt undir brjálæðinu. Hollande, forseti Frakklands, hefur bætt þremur mánuðum við yfirlýst neyðarástand, sem kynnt var í framhaldi af Charlie Hebdo morðunum í janúar í fyrra og voðaverkunum í París í nóvember. Hann hefur enn og aftur lýst yfir einhvers konar stríði við ógn frá íslam. Brjálæðingunum, sem málið snýst um, er gert alltof hátt undir höfði. Það er tvíeggjað sverð. Ráðgert er að bæta tíu þúsund hermönnum í herinn. Boðaðar eru hertar aðgerðir í Írak og Sýrlandi. Í London og Washington hafa stofnanir sem vinna gegn hryðjuverkum hækkað viðbúnaðarstig og Obama, forseti Bandaríkjanna, ráðfærir sig við þjóðaröryggissveitir. Það er erfitt að sjá hverju svona viðbrögð þjóna. Ofbeldismenn hafa alltaf misnotað tól og tæki. Bílasprengjur sprungu í Wall Street fyrir hundrað árum og mótorhjól voru notuð til að ráðast á fólk á götum úti seint á nítjándu öld. Ekki er hægt að banna stóra trukka af því að vitstola fólk getur breytt þeim í manndrápstæki. Við verðum að lifa með hættunum sem eru í umhverfinu. Við þurfum að horfast í augu við það. Kannski ætti Hollande frekar að verja þeim fjármunum sem fara í að bæta 10.000 varaliðsmönnum í herinn í að leita leiða til að uppræta hatrið sem fest hefur rætur í ógæfufólki í hans samfélagi. Hugsanlega væri heillavænlegra fyrir hann að draga úr afskiptum af hildarleiknum sem á sér stað í Sýrlandi og Írak. Þau afskipti eru átyllur brjálæðinganna sem drepa saklaust fólk í Frakklandi. Að trúa því að stjórnmálamenn á æðstu stöðum geti komið í veg fyrir svona ódæði með auknum vígbúnaði er óraunsæi, sem kemur í veg fyrir að málin séu reifuð af nauðsynlegri yfirvegun. Nær væri að fjárfesta í nýjum aðferðum í löggæslu – eða leita leiða til að hjálpa afvegaleiddum ungmennum, sem bera haturshug til samborgara sinna, leiða þeim fyrir sjónir að hatrið muni ekki sigra.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun