Benedikt Jóhannesson fer sjálfur fram í komandi kosningum Jakob Bjarnar skrifar 18. júlí 2016 11:23 Benedikt hefur hvorki rætt við Höllu né Pál um hugsanlegt framboð þeirra tveggja. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, hefur ekkert rætt við Höllu Tómasdóttur né Pál Magnússon um hugsanlegt sæti á lista. Eins og fullyrt hefur verið. „Já, ég las það á Eyjunni,“ segir Benedikt um að Halla Tómasdóttir, athafnakona og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, ætli að taka taka við forystu í flokknum og verða forsætisráðherraefni Viðreisnar. Þetta hefur Eyjan eftir öruggum heimildum, og að til umræðu sé að Páll Magnússon útvarpsmaður verði í framboði fyrir Viðreisn á Suðurlandi.Ekkert rætt um hugsanleg framboðsmál Höllu og Páls Allt þetta hefur þá verið ákveðið án samráðs við formanninn sem veltir því nú fyrir sér, meira í gamni en alvöru, að um sé að ræða valdaránstilraun. „Ég hef ekkert við hana rætt. Né hún við mig. Ég hef rætt við Pál Magnússon. Ræddi við hann í viðtali á Bylgjunni, þá spurði hann mig um ýmis mál en hann ræddi ekkert sín framboðsmál.“ Benedikt segir að ágætlega gangi saman að setja saman lista fyrir komandi alþingiskosningar. En, þetta sé ferli, uppstillingarnefndir setja saman listana og segir Benedikt að ekki sé einu sinni búið að skipa þær allar, og hann telur rétt að ganga frá því áður en listarnir eru settir saman. „Það fer líka eftir því hvenær kosningar verða. Ef þær verða 20. október þyrfti þetta væntanlega að vera tilbúið í byrjun september. En, fólk er að melda sig þessa dagana, og reyndar talsvert.Ragnheiður í uppreisn en ekki Viðreisn Melda sig, segir formaðurinn og þá verður ekki komist hjá því að spyrja hann út í þá sem nefndir hafa verið sem hugsanlegir frambjóðendur Viðreisnar í komandi kosningum, svo sem Vilhjálm Bjarnason og Ragnheiði Ríkarðsdóttir? „Við Vilhjálmur tölum mjög oft saman, en aldrei um pólitík. Ragnheiður er fín manneskja. En, hún segist vera í uppreisn en ekki Viðreisn.“Nú getur ekki talist óeðlilegt að horft sé til einstaklinga innan Sjálfstæðisflokksins, þeirra sem ekki þramma flokkslínuna og eru kannski ekkert mjög ánægðir með þróun mála? „Jájá, en þetta er nú ekki Sjálfstæðisflokkurinn, þetta er Viðreisn. En, þú mátt greina frá því að mjög líklegt er að ég verði í framboði. Þar er þá komið eitt nafn sem hægt er að staðfesta.“ Kosningar 2016 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, hefur ekkert rætt við Höllu Tómasdóttur né Pál Magnússon um hugsanlegt sæti á lista. Eins og fullyrt hefur verið. „Já, ég las það á Eyjunni,“ segir Benedikt um að Halla Tómasdóttir, athafnakona og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, ætli að taka taka við forystu í flokknum og verða forsætisráðherraefni Viðreisnar. Þetta hefur Eyjan eftir öruggum heimildum, og að til umræðu sé að Páll Magnússon útvarpsmaður verði í framboði fyrir Viðreisn á Suðurlandi.Ekkert rætt um hugsanleg framboðsmál Höllu og Páls Allt þetta hefur þá verið ákveðið án samráðs við formanninn sem veltir því nú fyrir sér, meira í gamni en alvöru, að um sé að ræða valdaránstilraun. „Ég hef ekkert við hana rætt. Né hún við mig. Ég hef rætt við Pál Magnússon. Ræddi við hann í viðtali á Bylgjunni, þá spurði hann mig um ýmis mál en hann ræddi ekkert sín framboðsmál.“ Benedikt segir að ágætlega gangi saman að setja saman lista fyrir komandi alþingiskosningar. En, þetta sé ferli, uppstillingarnefndir setja saman listana og segir Benedikt að ekki sé einu sinni búið að skipa þær allar, og hann telur rétt að ganga frá því áður en listarnir eru settir saman. „Það fer líka eftir því hvenær kosningar verða. Ef þær verða 20. október þyrfti þetta væntanlega að vera tilbúið í byrjun september. En, fólk er að melda sig þessa dagana, og reyndar talsvert.Ragnheiður í uppreisn en ekki Viðreisn Melda sig, segir formaðurinn og þá verður ekki komist hjá því að spyrja hann út í þá sem nefndir hafa verið sem hugsanlegir frambjóðendur Viðreisnar í komandi kosningum, svo sem Vilhjálm Bjarnason og Ragnheiði Ríkarðsdóttir? „Við Vilhjálmur tölum mjög oft saman, en aldrei um pólitík. Ragnheiður er fín manneskja. En, hún segist vera í uppreisn en ekki Viðreisn.“Nú getur ekki talist óeðlilegt að horft sé til einstaklinga innan Sjálfstæðisflokksins, þeirra sem ekki þramma flokkslínuna og eru kannski ekkert mjög ánægðir með þróun mála? „Jájá, en þetta er nú ekki Sjálfstæðisflokkurinn, þetta er Viðreisn. En, þú mátt greina frá því að mjög líklegt er að ég verði í framboði. Þar er þá komið eitt nafn sem hægt er að staðfesta.“
Kosningar 2016 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira