Benedikt Jóhannesson fer sjálfur fram í komandi kosningum Jakob Bjarnar skrifar 18. júlí 2016 11:23 Benedikt hefur hvorki rætt við Höllu né Pál um hugsanlegt framboð þeirra tveggja. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, hefur ekkert rætt við Höllu Tómasdóttur né Pál Magnússon um hugsanlegt sæti á lista. Eins og fullyrt hefur verið. „Já, ég las það á Eyjunni,“ segir Benedikt um að Halla Tómasdóttir, athafnakona og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, ætli að taka taka við forystu í flokknum og verða forsætisráðherraefni Viðreisnar. Þetta hefur Eyjan eftir öruggum heimildum, og að til umræðu sé að Páll Magnússon útvarpsmaður verði í framboði fyrir Viðreisn á Suðurlandi.Ekkert rætt um hugsanleg framboðsmál Höllu og Páls Allt þetta hefur þá verið ákveðið án samráðs við formanninn sem veltir því nú fyrir sér, meira í gamni en alvöru, að um sé að ræða valdaránstilraun. „Ég hef ekkert við hana rætt. Né hún við mig. Ég hef rætt við Pál Magnússon. Ræddi við hann í viðtali á Bylgjunni, þá spurði hann mig um ýmis mál en hann ræddi ekkert sín framboðsmál.“ Benedikt segir að ágætlega gangi saman að setja saman lista fyrir komandi alþingiskosningar. En, þetta sé ferli, uppstillingarnefndir setja saman listana og segir Benedikt að ekki sé einu sinni búið að skipa þær allar, og hann telur rétt að ganga frá því áður en listarnir eru settir saman. „Það fer líka eftir því hvenær kosningar verða. Ef þær verða 20. október þyrfti þetta væntanlega að vera tilbúið í byrjun september. En, fólk er að melda sig þessa dagana, og reyndar talsvert.Ragnheiður í uppreisn en ekki Viðreisn Melda sig, segir formaðurinn og þá verður ekki komist hjá því að spyrja hann út í þá sem nefndir hafa verið sem hugsanlegir frambjóðendur Viðreisnar í komandi kosningum, svo sem Vilhjálm Bjarnason og Ragnheiði Ríkarðsdóttir? „Við Vilhjálmur tölum mjög oft saman, en aldrei um pólitík. Ragnheiður er fín manneskja. En, hún segist vera í uppreisn en ekki Viðreisn.“Nú getur ekki talist óeðlilegt að horft sé til einstaklinga innan Sjálfstæðisflokksins, þeirra sem ekki þramma flokkslínuna og eru kannski ekkert mjög ánægðir með þróun mála? „Jájá, en þetta er nú ekki Sjálfstæðisflokkurinn, þetta er Viðreisn. En, þú mátt greina frá því að mjög líklegt er að ég verði í framboði. Þar er þá komið eitt nafn sem hægt er að staðfesta.“ Kosningar 2016 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, hefur ekkert rætt við Höllu Tómasdóttur né Pál Magnússon um hugsanlegt sæti á lista. Eins og fullyrt hefur verið. „Já, ég las það á Eyjunni,“ segir Benedikt um að Halla Tómasdóttir, athafnakona og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, ætli að taka taka við forystu í flokknum og verða forsætisráðherraefni Viðreisnar. Þetta hefur Eyjan eftir öruggum heimildum, og að til umræðu sé að Páll Magnússon útvarpsmaður verði í framboði fyrir Viðreisn á Suðurlandi.Ekkert rætt um hugsanleg framboðsmál Höllu og Páls Allt þetta hefur þá verið ákveðið án samráðs við formanninn sem veltir því nú fyrir sér, meira í gamni en alvöru, að um sé að ræða valdaránstilraun. „Ég hef ekkert við hana rætt. Né hún við mig. Ég hef rætt við Pál Magnússon. Ræddi við hann í viðtali á Bylgjunni, þá spurði hann mig um ýmis mál en hann ræddi ekkert sín framboðsmál.“ Benedikt segir að ágætlega gangi saman að setja saman lista fyrir komandi alþingiskosningar. En, þetta sé ferli, uppstillingarnefndir setja saman listana og segir Benedikt að ekki sé einu sinni búið að skipa þær allar, og hann telur rétt að ganga frá því áður en listarnir eru settir saman. „Það fer líka eftir því hvenær kosningar verða. Ef þær verða 20. október þyrfti þetta væntanlega að vera tilbúið í byrjun september. En, fólk er að melda sig þessa dagana, og reyndar talsvert.Ragnheiður í uppreisn en ekki Viðreisn Melda sig, segir formaðurinn og þá verður ekki komist hjá því að spyrja hann út í þá sem nefndir hafa verið sem hugsanlegir frambjóðendur Viðreisnar í komandi kosningum, svo sem Vilhjálm Bjarnason og Ragnheiði Ríkarðsdóttir? „Við Vilhjálmur tölum mjög oft saman, en aldrei um pólitík. Ragnheiður er fín manneskja. En, hún segist vera í uppreisn en ekki Viðreisn.“Nú getur ekki talist óeðlilegt að horft sé til einstaklinga innan Sjálfstæðisflokksins, þeirra sem ekki þramma flokkslínuna og eru kannski ekkert mjög ánægðir með þróun mála? „Jájá, en þetta er nú ekki Sjálfstæðisflokkurinn, þetta er Viðreisn. En, þú mátt greina frá því að mjög líklegt er að ég verði í framboði. Þar er þá komið eitt nafn sem hægt er að staðfesta.“
Kosningar 2016 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Sjá meira