Benedikt Jóhannesson fer sjálfur fram í komandi kosningum Jakob Bjarnar skrifar 18. júlí 2016 11:23 Benedikt hefur hvorki rætt við Höllu né Pál um hugsanlegt framboð þeirra tveggja. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, hefur ekkert rætt við Höllu Tómasdóttur né Pál Magnússon um hugsanlegt sæti á lista. Eins og fullyrt hefur verið. „Já, ég las það á Eyjunni,“ segir Benedikt um að Halla Tómasdóttir, athafnakona og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, ætli að taka taka við forystu í flokknum og verða forsætisráðherraefni Viðreisnar. Þetta hefur Eyjan eftir öruggum heimildum, og að til umræðu sé að Páll Magnússon útvarpsmaður verði í framboði fyrir Viðreisn á Suðurlandi.Ekkert rætt um hugsanleg framboðsmál Höllu og Páls Allt þetta hefur þá verið ákveðið án samráðs við formanninn sem veltir því nú fyrir sér, meira í gamni en alvöru, að um sé að ræða valdaránstilraun. „Ég hef ekkert við hana rætt. Né hún við mig. Ég hef rætt við Pál Magnússon. Ræddi við hann í viðtali á Bylgjunni, þá spurði hann mig um ýmis mál en hann ræddi ekkert sín framboðsmál.“ Benedikt segir að ágætlega gangi saman að setja saman lista fyrir komandi alþingiskosningar. En, þetta sé ferli, uppstillingarnefndir setja saman listana og segir Benedikt að ekki sé einu sinni búið að skipa þær allar, og hann telur rétt að ganga frá því áður en listarnir eru settir saman. „Það fer líka eftir því hvenær kosningar verða. Ef þær verða 20. október þyrfti þetta væntanlega að vera tilbúið í byrjun september. En, fólk er að melda sig þessa dagana, og reyndar talsvert.Ragnheiður í uppreisn en ekki Viðreisn Melda sig, segir formaðurinn og þá verður ekki komist hjá því að spyrja hann út í þá sem nefndir hafa verið sem hugsanlegir frambjóðendur Viðreisnar í komandi kosningum, svo sem Vilhjálm Bjarnason og Ragnheiði Ríkarðsdóttir? „Við Vilhjálmur tölum mjög oft saman, en aldrei um pólitík. Ragnheiður er fín manneskja. En, hún segist vera í uppreisn en ekki Viðreisn.“Nú getur ekki talist óeðlilegt að horft sé til einstaklinga innan Sjálfstæðisflokksins, þeirra sem ekki þramma flokkslínuna og eru kannski ekkert mjög ánægðir með þróun mála? „Jájá, en þetta er nú ekki Sjálfstæðisflokkurinn, þetta er Viðreisn. En, þú mátt greina frá því að mjög líklegt er að ég verði í framboði. Þar er þá komið eitt nafn sem hægt er að staðfesta.“ Kosningar 2016 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, hefur ekkert rætt við Höllu Tómasdóttur né Pál Magnússon um hugsanlegt sæti á lista. Eins og fullyrt hefur verið. „Já, ég las það á Eyjunni,“ segir Benedikt um að Halla Tómasdóttir, athafnakona og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, ætli að taka taka við forystu í flokknum og verða forsætisráðherraefni Viðreisnar. Þetta hefur Eyjan eftir öruggum heimildum, og að til umræðu sé að Páll Magnússon útvarpsmaður verði í framboði fyrir Viðreisn á Suðurlandi.Ekkert rætt um hugsanleg framboðsmál Höllu og Páls Allt þetta hefur þá verið ákveðið án samráðs við formanninn sem veltir því nú fyrir sér, meira í gamni en alvöru, að um sé að ræða valdaránstilraun. „Ég hef ekkert við hana rætt. Né hún við mig. Ég hef rætt við Pál Magnússon. Ræddi við hann í viðtali á Bylgjunni, þá spurði hann mig um ýmis mál en hann ræddi ekkert sín framboðsmál.“ Benedikt segir að ágætlega gangi saman að setja saman lista fyrir komandi alþingiskosningar. En, þetta sé ferli, uppstillingarnefndir setja saman listana og segir Benedikt að ekki sé einu sinni búið að skipa þær allar, og hann telur rétt að ganga frá því áður en listarnir eru settir saman. „Það fer líka eftir því hvenær kosningar verða. Ef þær verða 20. október þyrfti þetta væntanlega að vera tilbúið í byrjun september. En, fólk er að melda sig þessa dagana, og reyndar talsvert.Ragnheiður í uppreisn en ekki Viðreisn Melda sig, segir formaðurinn og þá verður ekki komist hjá því að spyrja hann út í þá sem nefndir hafa verið sem hugsanlegir frambjóðendur Viðreisnar í komandi kosningum, svo sem Vilhjálm Bjarnason og Ragnheiði Ríkarðsdóttir? „Við Vilhjálmur tölum mjög oft saman, en aldrei um pólitík. Ragnheiður er fín manneskja. En, hún segist vera í uppreisn en ekki Viðreisn.“Nú getur ekki talist óeðlilegt að horft sé til einstaklinga innan Sjálfstæðisflokksins, þeirra sem ekki þramma flokkslínuna og eru kannski ekkert mjög ánægðir með þróun mála? „Jájá, en þetta er nú ekki Sjálfstæðisflokkurinn, þetta er Viðreisn. En, þú mátt greina frá því að mjög líklegt er að ég verði í framboði. Þar er þá komið eitt nafn sem hægt er að staðfesta.“
Kosningar 2016 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira