Pepsi-mörkin: Hvað er í gangi hjá Val? | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. júlí 2016 15:26 Gengi Vals í Pepsi-deildinni í sumar hefur verið langt undir væntingum.Bikarmeistararnir töpuðu 2-1 fyrir ÍA á sunnudaginn og eru aðeins með 14 stig og í 8. sæti eftir fyrri umferðina. Hörður Magnússon, Hjörvar Hafliðason og Logi Ólafsson fóru ofan í saumana á málefnum Vals í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi. „Mér finnst þetta svolítið ólíkt Ólafi Jóhannessyni, að halda ekki dampi þegar liðið vinnur leik,“ sagði Logi en Ólafur gerði nokkrar breytingar á liði Vals fyrir leikinn gegn ÍA, þrátt fyrir að leikurinn á undan hafi unnist.Valsmenn fengu tvo Dani í félagaskiptaglugganum en þeir voru báðir í byrjunarliðinu gegn Skagamönnum. Sveinn Aron Guðjohnsen, sem kom frá HK, var aftur á móti ekki í hóp. Strákarnir í Pepsi-mörkunum eru efins um að það hafi verið rétt skref fyrir Svein Aron, sem var búinn að skora fimm mörk í 10 deildarleikjum fyrir HK, að fara til Vals. „Við þekkjum auðvitað sorgarsögu ungra leikmanna sem hafa farið í Val eins og Daða Bergssonar og Sindra Björnssonar,“ sagði Hjörvar „Kallinn var á leik HK og Hugins um daginn og leist ekki alveg á þessa deild. En auðvitað á strákurinn bara að spila með fullorðnum karlmönnum. Þarna verður hann bara á bekknum og fær kannski smá tíma í einhverjum ruslleikjum undir lok móts.“ Hjörvar segir að staða Vals í Pepsi-deildinni sé engan veginn ásættanleg. „Valsmenn hafa ekki unnið leik á útivelli eftir að þeir urðu gervigraslið. Gengið er langt undir pari, þeir eru í 8. sæti með 14 stig eftir alla þessa leikmannaveltu og allt sem átti að gera þarna. Þeir enduðu síðasta tímabil ömurlega og þetta hefur verið sjálfstætt framhald af þeim erfiðleikum,“ sagði Hjörvar.Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Hjörvar hermdi eftir Rúnari Páli og Logi sprakk úr hlátri | Myndband Skemmtilegt atriði úr Pepsi-mörkunum í gær. 19. júlí 2016 11:30 Uppbótartíminn: Allt opið á toppnum | Myndbönd Alls voru 20 mörk skoruð í leikjunum sex í 11. umferð Pepsi-deildar karla. 19. júlí 2016 10:00 Reynir hættur hjá HK Reynir Leósson er hættur þjálfun 1. deildarliðs HK eftir nokkurra mánaða starf. 18. júlí 2016 12:03 Pepsi-mörkin: Sjáðu pirraða Fjölnismanninn | "Hann gleymdi að taka gleðipilluna" Danski miðvörðurinn Tobias Salquist átti afar erfitt uppdráttar þegar Fjölni steinlá, 0-3, fyrir Breiðabliki í 11. umferð Pepsi-deildar karla á sunnudagskvöldið. 19. júlí 2016 12:52 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira
Gengi Vals í Pepsi-deildinni í sumar hefur verið langt undir væntingum.Bikarmeistararnir töpuðu 2-1 fyrir ÍA á sunnudaginn og eru aðeins með 14 stig og í 8. sæti eftir fyrri umferðina. Hörður Magnússon, Hjörvar Hafliðason og Logi Ólafsson fóru ofan í saumana á málefnum Vals í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi. „Mér finnst þetta svolítið ólíkt Ólafi Jóhannessyni, að halda ekki dampi þegar liðið vinnur leik,“ sagði Logi en Ólafur gerði nokkrar breytingar á liði Vals fyrir leikinn gegn ÍA, þrátt fyrir að leikurinn á undan hafi unnist.Valsmenn fengu tvo Dani í félagaskiptaglugganum en þeir voru báðir í byrjunarliðinu gegn Skagamönnum. Sveinn Aron Guðjohnsen, sem kom frá HK, var aftur á móti ekki í hóp. Strákarnir í Pepsi-mörkunum eru efins um að það hafi verið rétt skref fyrir Svein Aron, sem var búinn að skora fimm mörk í 10 deildarleikjum fyrir HK, að fara til Vals. „Við þekkjum auðvitað sorgarsögu ungra leikmanna sem hafa farið í Val eins og Daða Bergssonar og Sindra Björnssonar,“ sagði Hjörvar „Kallinn var á leik HK og Hugins um daginn og leist ekki alveg á þessa deild. En auðvitað á strákurinn bara að spila með fullorðnum karlmönnum. Þarna verður hann bara á bekknum og fær kannski smá tíma í einhverjum ruslleikjum undir lok móts.“ Hjörvar segir að staða Vals í Pepsi-deildinni sé engan veginn ásættanleg. „Valsmenn hafa ekki unnið leik á útivelli eftir að þeir urðu gervigraslið. Gengið er langt undir pari, þeir eru í 8. sæti með 14 stig eftir alla þessa leikmannaveltu og allt sem átti að gera þarna. Þeir enduðu síðasta tímabil ömurlega og þetta hefur verið sjálfstætt framhald af þeim erfiðleikum,“ sagði Hjörvar.Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Hjörvar hermdi eftir Rúnari Páli og Logi sprakk úr hlátri | Myndband Skemmtilegt atriði úr Pepsi-mörkunum í gær. 19. júlí 2016 11:30 Uppbótartíminn: Allt opið á toppnum | Myndbönd Alls voru 20 mörk skoruð í leikjunum sex í 11. umferð Pepsi-deildar karla. 19. júlí 2016 10:00 Reynir hættur hjá HK Reynir Leósson er hættur þjálfun 1. deildarliðs HK eftir nokkurra mánaða starf. 18. júlí 2016 12:03 Pepsi-mörkin: Sjáðu pirraða Fjölnismanninn | "Hann gleymdi að taka gleðipilluna" Danski miðvörðurinn Tobias Salquist átti afar erfitt uppdráttar þegar Fjölni steinlá, 0-3, fyrir Breiðabliki í 11. umferð Pepsi-deildar karla á sunnudagskvöldið. 19. júlí 2016 12:52 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira
Hjörvar hermdi eftir Rúnari Páli og Logi sprakk úr hlátri | Myndband Skemmtilegt atriði úr Pepsi-mörkunum í gær. 19. júlí 2016 11:30
Uppbótartíminn: Allt opið á toppnum | Myndbönd Alls voru 20 mörk skoruð í leikjunum sex í 11. umferð Pepsi-deildar karla. 19. júlí 2016 10:00
Reynir hættur hjá HK Reynir Leósson er hættur þjálfun 1. deildarliðs HK eftir nokkurra mánaða starf. 18. júlí 2016 12:03
Pepsi-mörkin: Sjáðu pirraða Fjölnismanninn | "Hann gleymdi að taka gleðipilluna" Danski miðvörðurinn Tobias Salquist átti afar erfitt uppdráttar þegar Fjölni steinlá, 0-3, fyrir Breiðabliki í 11. umferð Pepsi-deildar karla á sunnudagskvöldið. 19. júlí 2016 12:52