Jöfn kjör kynjanna Anna Kolbrún Árnadóttir og Sunna Gunnars Marteinsdóttir skrifar 1. júlí 2016 08:00 Núna er til umsagnar á heimasíðu velferðarráðuneytisins drög að frumvarpi félags- og húsnæðismálaráðherra um breytingar á almannatryggingum. Frumvarpið er liður í heildarendurskoðun laga um almannatryggingar sem unnið hefur verið að um árabil. Áhugavert er að skoða áhrif frumvarpsins á kynin en undirritaðar vilja benda sérstaklega á jafnréttismarkmið frumvarpsins sem miða að því að jafna stöðu kynjanna og tækifæri með auknu efnahagslegu jafnræði. Það þýðir að markmiðin ná til efnahagslegs jafnræðis kynjanna, jafnrar félagslegrar virkni og sjálfstæðis ásamt jöfnum tækifærum til góðrar heilsu. Ein af þeim áskorunum sem samfélagið stendur frammi fyrir er að stærra hlutfall þjóðarinnar mun eiga rétt á lífeyrisgreiðslum. Því er nauðsynlegt að hækka lífeyristökualdurinn í áföngum í 70 ár. Í þessum drögum er tekið á því en meðfram þessari breytingu verður sveigjanleiki við starfslok aukinn og hvati skapaður til þess að einstaklingar geti haldið áfram á vinnumarkaði allt eftir getu hvers og eins. Einnig er ætlunin að einfalda kerfið; sameina bótaflokka og fækka, afnema frítekjumörk og einfalda útreikninga. Þessar breytingar snerta sérstaklega konur þar sem bæta á kjör þeirra sem hafa áunnið sér lítinn eða engan rétt í lögbundna lífeyrissjóðakerfinu og þurfa því að reiða sig á almannatryggingakerfið hvað varðar framfærslu á efri árum. Með þessari breytingu verður fest í sessi lágmarksfjárhæð sem uppbótin tryggir þeim sem lægstar tekjur hafa og bætir þar með kjör þeirra. Það er nefnilega þannig að þetta snertir konur sem eru nú 56% ellilífeyrisþega og því er ánægjulegt að í frumvarpinu eru breytingar sem ætlað er að auka réttindi þeirra þar sem staðreyndin hefur lengi verið að konur hafa lakari rétt til framfærslu en karlar. Að þessu sögðu er rétt að benda á að karlar í sömu stöðu munu njóta sambærilegra breytinga en þar sem konur eiga almennt minni rétt í lífeyrissjóðakerfinu má ætla að breytingarnar komi þeim til góða í meiri mæli og dragi úr mun á kjörum kynjanna. Það er því með sanni hægt að segja að með þessu frumvarpi félags- og húsnæðismálaráðherra til breytinga á lögum um almannatryggingar, sé stigið ákveðið og mikilvægt skref í þá átt að jafna stöðu kynjanna, í því felast möguleikar til félagslegrar virkni, sjálfstæði og góðrar heilsu og vert er að þakka fyrir það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Mest lesið Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Núna er til umsagnar á heimasíðu velferðarráðuneytisins drög að frumvarpi félags- og húsnæðismálaráðherra um breytingar á almannatryggingum. Frumvarpið er liður í heildarendurskoðun laga um almannatryggingar sem unnið hefur verið að um árabil. Áhugavert er að skoða áhrif frumvarpsins á kynin en undirritaðar vilja benda sérstaklega á jafnréttismarkmið frumvarpsins sem miða að því að jafna stöðu kynjanna og tækifæri með auknu efnahagslegu jafnræði. Það þýðir að markmiðin ná til efnahagslegs jafnræðis kynjanna, jafnrar félagslegrar virkni og sjálfstæðis ásamt jöfnum tækifærum til góðrar heilsu. Ein af þeim áskorunum sem samfélagið stendur frammi fyrir er að stærra hlutfall þjóðarinnar mun eiga rétt á lífeyrisgreiðslum. Því er nauðsynlegt að hækka lífeyristökualdurinn í áföngum í 70 ár. Í þessum drögum er tekið á því en meðfram þessari breytingu verður sveigjanleiki við starfslok aukinn og hvati skapaður til þess að einstaklingar geti haldið áfram á vinnumarkaði allt eftir getu hvers og eins. Einnig er ætlunin að einfalda kerfið; sameina bótaflokka og fækka, afnema frítekjumörk og einfalda útreikninga. Þessar breytingar snerta sérstaklega konur þar sem bæta á kjör þeirra sem hafa áunnið sér lítinn eða engan rétt í lögbundna lífeyrissjóðakerfinu og þurfa því að reiða sig á almannatryggingakerfið hvað varðar framfærslu á efri árum. Með þessari breytingu verður fest í sessi lágmarksfjárhæð sem uppbótin tryggir þeim sem lægstar tekjur hafa og bætir þar með kjör þeirra. Það er nefnilega þannig að þetta snertir konur sem eru nú 56% ellilífeyrisþega og því er ánægjulegt að í frumvarpinu eru breytingar sem ætlað er að auka réttindi þeirra þar sem staðreyndin hefur lengi verið að konur hafa lakari rétt til framfærslu en karlar. Að þessu sögðu er rétt að benda á að karlar í sömu stöðu munu njóta sambærilegra breytinga en þar sem konur eiga almennt minni rétt í lífeyrissjóðakerfinu má ætla að breytingarnar komi þeim til góða í meiri mæli og dragi úr mun á kjörum kynjanna. Það er því með sanni hægt að segja að með þessu frumvarpi félags- og húsnæðismálaráðherra til breytinga á lögum um almannatryggingar, sé stigið ákveðið og mikilvægt skref í þá átt að jafna stöðu kynjanna, í því felast möguleikar til félagslegrar virkni, sjálfstæði og góðrar heilsu og vert er að þakka fyrir það.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun