Helgi Hrafn ætlar ekki að bjóða sig fram í næstu kosningum Gunnar Reynir Valþórsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 1. júlí 2016 06:54 Helgi Hrafn Jónsson og Birgitta Jónsdóttir eru tveir af þremur þingmönnum Pírata. Vísir/Vilhelm Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram í komandi Alþingiskosningum í haust. Þetta segir Helgi í myndbandi sem birt var á heimasíðu Pírata nú í morgunsárið. Helgi segist þó ekki hættur í pólitík heldur ætli hann að helga sig grasrótarstarfi innan flokksins á næsta kjörtímabili. „Okkur langaði til þess að tengja almennilega og betur við Alþingi og grasrót Pírata og Pírata sem flokk. Búa til einhvers konar brú, milli þings og þjóðar, í lýðræðisskyni. Og eftir þessi þrjú ár þá hefur það gerst að flokkurinn, Píratar, hefur margfaldast, bæði í félagatali og sömuleiðis í fylgi,“ segir Helgi Hrafn sem telur að þekking sín á Alþingi muni nýtast vel til þess að þess að byggja slíka brú. Það sé það sem hann bjóði sig fram í nú. Hann segir ennfremur að með þessari ákvörðun vilji hann sýna í verki þá hugsjón sína að byggja brú milli þings og þjóðar. Eins og til að undirstrika að hann sé ekki hættur í pólitík greinir Helgi síðan frá því að hann hafi fullan hug á að bjóða fram í næstu kosningum þar á eftir, árið 2020. „Það er þannig að ég hyggst bjóða mig fram til Alþingis fyrir Pírata árið 2020, eða fyrr ef stjórnarskármálið krefst þess,“ segir í yfirlýsingu Helga sem bætir því að hann sé ekki að yfirgefa stjórnmálin. „Ég er ekki að fara neitt, þvert á móti, ég er að koma til baka. Inn í Pírata og vil gera Pírata að því sem Píratar vilja verða. Sem er lýðræðisafl, ekki bara þingflokkur og ekki bara kjörnir fulltrúar.“Að neðan má sjá tilkynninguna frá Helga Hrafni. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram í komandi Alþingiskosningum í haust. Þetta segir Helgi í myndbandi sem birt var á heimasíðu Pírata nú í morgunsárið. Helgi segist þó ekki hættur í pólitík heldur ætli hann að helga sig grasrótarstarfi innan flokksins á næsta kjörtímabili. „Okkur langaði til þess að tengja almennilega og betur við Alþingi og grasrót Pírata og Pírata sem flokk. Búa til einhvers konar brú, milli þings og þjóðar, í lýðræðisskyni. Og eftir þessi þrjú ár þá hefur það gerst að flokkurinn, Píratar, hefur margfaldast, bæði í félagatali og sömuleiðis í fylgi,“ segir Helgi Hrafn sem telur að þekking sín á Alþingi muni nýtast vel til þess að þess að byggja slíka brú. Það sé það sem hann bjóði sig fram í nú. Hann segir ennfremur að með þessari ákvörðun vilji hann sýna í verki þá hugsjón sína að byggja brú milli þings og þjóðar. Eins og til að undirstrika að hann sé ekki hættur í pólitík greinir Helgi síðan frá því að hann hafi fullan hug á að bjóða fram í næstu kosningum þar á eftir, árið 2020. „Það er þannig að ég hyggst bjóða mig fram til Alþingis fyrir Pírata árið 2020, eða fyrr ef stjórnarskármálið krefst þess,“ segir í yfirlýsingu Helga sem bætir því að hann sé ekki að yfirgefa stjórnmálin. „Ég er ekki að fara neitt, þvert á móti, ég er að koma til baka. Inn í Pírata og vil gera Pírata að því sem Píratar vilja verða. Sem er lýðræðisafl, ekki bara þingflokkur og ekki bara kjörnir fulltrúar.“Að neðan má sjá tilkynninguna frá Helga Hrafni.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira