Gæti orðið fjárhagslegur baggi ef kaupa þarf nýtt hlaupabretti eftir hvern sprett Birkis Más Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júlí 2016 13:45 Gunnar Hallsson, forstöðumaður Musteris vatns og vellíðunar, við hlaupabrettið sem kom í stað þess sem Birkir Már pakkaði saman. Gunnar Hallsson, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar Árbæjar í Bolungarvík, betur þekkt sem Musteri vatns og vellíðunar, segir að það gæti reynst fjárhagslegur baggi fyrir sveitarfélag á stærð við Bolungarvík þurfi að kaupa nýtt hlaupabretti í hvert skipti sem Birkir Már Sævarsson komi í heimsókn. Eins og Vísir greindi frá í morgun vann Birkir Már fullnaðarsigur á hlaupabretti í Bolungarvík fyrir nokkrum árum þegar hann var að halda sér í formi í jólafríi heima á Íslandi. Eiginkona hans, Stebba Sigurðardóttir, er frá víkinni fögru. Birkir sagðist vel muna eftir því þegar hann tók á mikinn sprett á hlaupabrettinu sem endaði á því að það gaf sig. Hann hafi þó ekki vitað hvort því hafi verið komið í stand aftur eða ekki. Gunnar svarar þeirri spurningu.Að neðan má sjá Birki Má ræða hlaupabrettið og ást sína á Bolungarvík. Birkir svarar spurningu sem undirritaður þurfti reyndar að bera tvisvar upp sökum svefnleysis. Spurningunni er svarað eftir sex mínútur. „Hlaupabrettinu var ekki bjargað og það lagt til hinstu hvílu í samræmi við lög og reglur þar um,“ segir Gunnar. Það hafi þó verið rætt, af fólkinu í Musteri vatns og vellíðunar að efna til minningarstundar um hlaupabrettið. „Ef Frakkarnir verða að lúta í gras fyrir drengjunum okkar, þá er borðleggjandi að setja verður upp einhvern minningarreit til minjar um þolraun og þau örlög brettisins sem hafði ekki verið spretti kappans,“ segir Gunnar. Sundlaugin í Bolungarvík er ein af fjölmörgum perlum Vestfjarða. Á meðfylgjandi mynd að ofan má sjá Gunnar og hlaupabrettið sem kaupa þurfti í stað þess sem laut í lægra haldi fyrir Birki. „Þrátt fyrir tjónið síðast var ákveðið, hér í Musterinu, að bjóða Birki að taka sprettinn á þessum grip næst þegar hann kemur í Víkina,“ segir Gunnar. „Það getur að vísu verið nokkur fjárhagslegur baggi fyrir lítið sveitarfélag ef kaupa þarf nýtt hlaupabretti í hvert sinn sem Birkir tekur hér sprettinn. En hvað erum við ekki tilbúin að leggja á okkur til að styðja og efla íþróttahetjurnar okkar.“ Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook , Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Birkir Már man vel eftir því þegar hann sigraði hlaupabrettið í Bolungarvík Bakvörðurinn eldfljóti tók vel á því í jólafríi vestur á fjörðum. 1. júlí 2016 08:49 Birkir Már vill frekar að Payet skjóti með vinstri en þá getur þetta gerst | Myndband Dimitri Payet er búinn að vera einn besti leikmaður franska liðsins á EM en Ísland mætir gestgjöfunum á sunnudaginn. 1. júlí 2016 12:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Gunnar Hallsson, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar Árbæjar í Bolungarvík, betur þekkt sem Musteri vatns og vellíðunar, segir að það gæti reynst fjárhagslegur baggi fyrir sveitarfélag á stærð við Bolungarvík þurfi að kaupa nýtt hlaupabretti í hvert skipti sem Birkir Már Sævarsson komi í heimsókn. Eins og Vísir greindi frá í morgun vann Birkir Már fullnaðarsigur á hlaupabretti í Bolungarvík fyrir nokkrum árum þegar hann var að halda sér í formi í jólafríi heima á Íslandi. Eiginkona hans, Stebba Sigurðardóttir, er frá víkinni fögru. Birkir sagðist vel muna eftir því þegar hann tók á mikinn sprett á hlaupabrettinu sem endaði á því að það gaf sig. Hann hafi þó ekki vitað hvort því hafi verið komið í stand aftur eða ekki. Gunnar svarar þeirri spurningu.Að neðan má sjá Birki Má ræða hlaupabrettið og ást sína á Bolungarvík. Birkir svarar spurningu sem undirritaður þurfti reyndar að bera tvisvar upp sökum svefnleysis. Spurningunni er svarað eftir sex mínútur. „Hlaupabrettinu var ekki bjargað og það lagt til hinstu hvílu í samræmi við lög og reglur þar um,“ segir Gunnar. Það hafi þó verið rætt, af fólkinu í Musteri vatns og vellíðunar að efna til minningarstundar um hlaupabrettið. „Ef Frakkarnir verða að lúta í gras fyrir drengjunum okkar, þá er borðleggjandi að setja verður upp einhvern minningarreit til minjar um þolraun og þau örlög brettisins sem hafði ekki verið spretti kappans,“ segir Gunnar. Sundlaugin í Bolungarvík er ein af fjölmörgum perlum Vestfjarða. Á meðfylgjandi mynd að ofan má sjá Gunnar og hlaupabrettið sem kaupa þurfti í stað þess sem laut í lægra haldi fyrir Birki. „Þrátt fyrir tjónið síðast var ákveðið, hér í Musterinu, að bjóða Birki að taka sprettinn á þessum grip næst þegar hann kemur í Víkina,“ segir Gunnar. „Það getur að vísu verið nokkur fjárhagslegur baggi fyrir lítið sveitarfélag ef kaupa þarf nýtt hlaupabretti í hvert sinn sem Birkir tekur hér sprettinn. En hvað erum við ekki tilbúin að leggja á okkur til að styðja og efla íþróttahetjurnar okkar.“ Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook , Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Birkir Már man vel eftir því þegar hann sigraði hlaupabrettið í Bolungarvík Bakvörðurinn eldfljóti tók vel á því í jólafríi vestur á fjörðum. 1. júlí 2016 08:49 Birkir Már vill frekar að Payet skjóti með vinstri en þá getur þetta gerst | Myndband Dimitri Payet er búinn að vera einn besti leikmaður franska liðsins á EM en Ísland mætir gestgjöfunum á sunnudaginn. 1. júlí 2016 12:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Birkir Már man vel eftir því þegar hann sigraði hlaupabrettið í Bolungarvík Bakvörðurinn eldfljóti tók vel á því í jólafríi vestur á fjörðum. 1. júlí 2016 08:49
Birkir Már vill frekar að Payet skjóti með vinstri en þá getur þetta gerst | Myndband Dimitri Payet er búinn að vera einn besti leikmaður franska liðsins á EM en Ísland mætir gestgjöfunum á sunnudaginn. 1. júlí 2016 12:00