„Við bara hlupum og hlupum og hlupum“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júlí 2016 11:15 Feðginin Gísli Gíslason og Hallbera Guðný Gísladóttir í París í morgun. Vísir/Vilhelm Hallbera Guðný Gísladóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir voru á meðal fjölmargra Íslendinga sem horfðu á viðureign Ítalíu og Þýskalands á stuðningsmannasvæðinu við Eiffel-turninn í París í gærkvöldi. Hallbera lýsir því hvernig þær voru fjórar saman að horfa á leikinn þegar þær sáu mikinn fjölda fólks koma á harðahlaupum í áttina til sín og eitthvað mikið að. Eins og Vísir greindi frá í gær greip um sig mikil hræðsla meðal áhorfenda þegar sprenging varð á stuðningsmannasvæðinu. Sprengingin var ekki það hávær að allir yrðu hennar varir en þeir sem voru nærri hlupu í burtu, hræðslan magnaðist og hundruð ef ekki þúsundir flýðu svæðið. Þeirra á meðal voru fyrrnefndar landsliðskonur Íslands. Í ljós kom að líklegast var um flugelda að ræða en þeir eru stranglega bannaðir á svæðinu. Hallbera var að að fá sér morgunhressingu með föður sínum Gísla Gíslasyni í hverfinu nærri Moulin Rouge þegar blaðamaður hitti á hana. Hún var hin hressasta en greinilegt á frásögn hennar að upplifunin í gærkvöldi var mikil lífsreynsla.Hefðu annars orðið undir „Við bara hlupum og hlupum og hlupum,“ segir Hallbera en eftir töluverð hlaup stoppuðu þær aðeins. Fjöldinn hins vegar hélt áfram að hlaupa og segir Hallbera litlu hafa munað að þær yrðu hreinlega undir. Það hafi ekkert annað verið í stöðunni að halda áfram að hlaupa. Og stelpurnar hlupu allt þar til þær voru komnar upp á hótel. „Þá vissum við enn ekki hvað hefði gerst,“ segir Hallbera. Gísli faðir hennar og Skagamaður með meiru sat á veitingahúsi í borginni og horfði á leikinn þar. Hann þurfti því ekki að hlaupa en grínaðist með það að landsliðsstelpurnar héldu sér í formi. „Ég fór með þær í æfingar í tröppunum í Sigurboganum í gær og svo fengu þær þessa hlaupaæfingu í gær,“ sagði Gísli. Feðginin ætluðu að skoða Sacré Coeur basilikuna í dag og verða svo eflaust meðal þúsunda Íslendinga í upphitunarveislunni fyrir framan O’Sullivans bar við Moulin Rouge síðdegis. Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ekki bara Frakkar sem eiga yndislegar minningar frá Stade de France heldur við líka Í kvöld mæta strákarnir okkar heimamönnum í átta liða úrslitum á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi. 3. júlí 2016 11:30 Löw: Sé til hvernig við spilum gegn Frakklandi ... eða Íslandi Áhugaverð uppákoma á blaðamannafundi þýska liðsins eftir sigurinn á Ítalíu í 8-liða úrslitum í gær. 3. júlí 2016 10:45 EM í dag: Heilagur leikdagur í París - amen Tómas Þór Þórðarson og Kolbeinn Tumi Daðason sóttu innblástur til æðri máttarvalda fyrir stórleik strákanna okkar gegn Frakklandi í kvöld. 3. júlí 2016 11:00 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Hallbera Guðný Gísladóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir voru á meðal fjölmargra Íslendinga sem horfðu á viðureign Ítalíu og Þýskalands á stuðningsmannasvæðinu við Eiffel-turninn í París í gærkvöldi. Hallbera lýsir því hvernig þær voru fjórar saman að horfa á leikinn þegar þær sáu mikinn fjölda fólks koma á harðahlaupum í áttina til sín og eitthvað mikið að. Eins og Vísir greindi frá í gær greip um sig mikil hræðsla meðal áhorfenda þegar sprenging varð á stuðningsmannasvæðinu. Sprengingin var ekki það hávær að allir yrðu hennar varir en þeir sem voru nærri hlupu í burtu, hræðslan magnaðist og hundruð ef ekki þúsundir flýðu svæðið. Þeirra á meðal voru fyrrnefndar landsliðskonur Íslands. Í ljós kom að líklegast var um flugelda að ræða en þeir eru stranglega bannaðir á svæðinu. Hallbera var að að fá sér morgunhressingu með föður sínum Gísla Gíslasyni í hverfinu nærri Moulin Rouge þegar blaðamaður hitti á hana. Hún var hin hressasta en greinilegt á frásögn hennar að upplifunin í gærkvöldi var mikil lífsreynsla.Hefðu annars orðið undir „Við bara hlupum og hlupum og hlupum,“ segir Hallbera en eftir töluverð hlaup stoppuðu þær aðeins. Fjöldinn hins vegar hélt áfram að hlaupa og segir Hallbera litlu hafa munað að þær yrðu hreinlega undir. Það hafi ekkert annað verið í stöðunni að halda áfram að hlaupa. Og stelpurnar hlupu allt þar til þær voru komnar upp á hótel. „Þá vissum við enn ekki hvað hefði gerst,“ segir Hallbera. Gísli faðir hennar og Skagamaður með meiru sat á veitingahúsi í borginni og horfði á leikinn þar. Hann þurfti því ekki að hlaupa en grínaðist með það að landsliðsstelpurnar héldu sér í formi. „Ég fór með þær í æfingar í tröppunum í Sigurboganum í gær og svo fengu þær þessa hlaupaæfingu í gær,“ sagði Gísli. Feðginin ætluðu að skoða Sacré Coeur basilikuna í dag og verða svo eflaust meðal þúsunda Íslendinga í upphitunarveislunni fyrir framan O’Sullivans bar við Moulin Rouge síðdegis. Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ekki bara Frakkar sem eiga yndislegar minningar frá Stade de France heldur við líka Í kvöld mæta strákarnir okkar heimamönnum í átta liða úrslitum á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi. 3. júlí 2016 11:30 Löw: Sé til hvernig við spilum gegn Frakklandi ... eða Íslandi Áhugaverð uppákoma á blaðamannafundi þýska liðsins eftir sigurinn á Ítalíu í 8-liða úrslitum í gær. 3. júlí 2016 10:45 EM í dag: Heilagur leikdagur í París - amen Tómas Þór Þórðarson og Kolbeinn Tumi Daðason sóttu innblástur til æðri máttarvalda fyrir stórleik strákanna okkar gegn Frakklandi í kvöld. 3. júlí 2016 11:00 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Ekki bara Frakkar sem eiga yndislegar minningar frá Stade de France heldur við líka Í kvöld mæta strákarnir okkar heimamönnum í átta liða úrslitum á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi. 3. júlí 2016 11:30
Löw: Sé til hvernig við spilum gegn Frakklandi ... eða Íslandi Áhugaverð uppákoma á blaðamannafundi þýska liðsins eftir sigurinn á Ítalíu í 8-liða úrslitum í gær. 3. júlí 2016 10:45
EM í dag: Heilagur leikdagur í París - amen Tómas Þór Þórðarson og Kolbeinn Tumi Daðason sóttu innblástur til æðri máttarvalda fyrir stórleik strákanna okkar gegn Frakklandi í kvöld. 3. júlí 2016 11:00
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum