„Við bara hlupum og hlupum og hlupum“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júlí 2016 11:15 Feðginin Gísli Gíslason og Hallbera Guðný Gísladóttir í París í morgun. Vísir/Vilhelm Hallbera Guðný Gísladóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir voru á meðal fjölmargra Íslendinga sem horfðu á viðureign Ítalíu og Þýskalands á stuðningsmannasvæðinu við Eiffel-turninn í París í gærkvöldi. Hallbera lýsir því hvernig þær voru fjórar saman að horfa á leikinn þegar þær sáu mikinn fjölda fólks koma á harðahlaupum í áttina til sín og eitthvað mikið að. Eins og Vísir greindi frá í gær greip um sig mikil hræðsla meðal áhorfenda þegar sprenging varð á stuðningsmannasvæðinu. Sprengingin var ekki það hávær að allir yrðu hennar varir en þeir sem voru nærri hlupu í burtu, hræðslan magnaðist og hundruð ef ekki þúsundir flýðu svæðið. Þeirra á meðal voru fyrrnefndar landsliðskonur Íslands. Í ljós kom að líklegast var um flugelda að ræða en þeir eru stranglega bannaðir á svæðinu. Hallbera var að að fá sér morgunhressingu með föður sínum Gísla Gíslasyni í hverfinu nærri Moulin Rouge þegar blaðamaður hitti á hana. Hún var hin hressasta en greinilegt á frásögn hennar að upplifunin í gærkvöldi var mikil lífsreynsla.Hefðu annars orðið undir „Við bara hlupum og hlupum og hlupum,“ segir Hallbera en eftir töluverð hlaup stoppuðu þær aðeins. Fjöldinn hins vegar hélt áfram að hlaupa og segir Hallbera litlu hafa munað að þær yrðu hreinlega undir. Það hafi ekkert annað verið í stöðunni að halda áfram að hlaupa. Og stelpurnar hlupu allt þar til þær voru komnar upp á hótel. „Þá vissum við enn ekki hvað hefði gerst,“ segir Hallbera. Gísli faðir hennar og Skagamaður með meiru sat á veitingahúsi í borginni og horfði á leikinn þar. Hann þurfti því ekki að hlaupa en grínaðist með það að landsliðsstelpurnar héldu sér í formi. „Ég fór með þær í æfingar í tröppunum í Sigurboganum í gær og svo fengu þær þessa hlaupaæfingu í gær,“ sagði Gísli. Feðginin ætluðu að skoða Sacré Coeur basilikuna í dag og verða svo eflaust meðal þúsunda Íslendinga í upphitunarveislunni fyrir framan O’Sullivans bar við Moulin Rouge síðdegis. Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ekki bara Frakkar sem eiga yndislegar minningar frá Stade de France heldur við líka Í kvöld mæta strákarnir okkar heimamönnum í átta liða úrslitum á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi. 3. júlí 2016 11:30 Löw: Sé til hvernig við spilum gegn Frakklandi ... eða Íslandi Áhugaverð uppákoma á blaðamannafundi þýska liðsins eftir sigurinn á Ítalíu í 8-liða úrslitum í gær. 3. júlí 2016 10:45 EM í dag: Heilagur leikdagur í París - amen Tómas Þór Þórðarson og Kolbeinn Tumi Daðason sóttu innblástur til æðri máttarvalda fyrir stórleik strákanna okkar gegn Frakklandi í kvöld. 3. júlí 2016 11:00 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Hallbera Guðný Gísladóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir voru á meðal fjölmargra Íslendinga sem horfðu á viðureign Ítalíu og Þýskalands á stuðningsmannasvæðinu við Eiffel-turninn í París í gærkvöldi. Hallbera lýsir því hvernig þær voru fjórar saman að horfa á leikinn þegar þær sáu mikinn fjölda fólks koma á harðahlaupum í áttina til sín og eitthvað mikið að. Eins og Vísir greindi frá í gær greip um sig mikil hræðsla meðal áhorfenda þegar sprenging varð á stuðningsmannasvæðinu. Sprengingin var ekki það hávær að allir yrðu hennar varir en þeir sem voru nærri hlupu í burtu, hræðslan magnaðist og hundruð ef ekki þúsundir flýðu svæðið. Þeirra á meðal voru fyrrnefndar landsliðskonur Íslands. Í ljós kom að líklegast var um flugelda að ræða en þeir eru stranglega bannaðir á svæðinu. Hallbera var að að fá sér morgunhressingu með föður sínum Gísla Gíslasyni í hverfinu nærri Moulin Rouge þegar blaðamaður hitti á hana. Hún var hin hressasta en greinilegt á frásögn hennar að upplifunin í gærkvöldi var mikil lífsreynsla.Hefðu annars orðið undir „Við bara hlupum og hlupum og hlupum,“ segir Hallbera en eftir töluverð hlaup stoppuðu þær aðeins. Fjöldinn hins vegar hélt áfram að hlaupa og segir Hallbera litlu hafa munað að þær yrðu hreinlega undir. Það hafi ekkert annað verið í stöðunni að halda áfram að hlaupa. Og stelpurnar hlupu allt þar til þær voru komnar upp á hótel. „Þá vissum við enn ekki hvað hefði gerst,“ segir Hallbera. Gísli faðir hennar og Skagamaður með meiru sat á veitingahúsi í borginni og horfði á leikinn þar. Hann þurfti því ekki að hlaupa en grínaðist með það að landsliðsstelpurnar héldu sér í formi. „Ég fór með þær í æfingar í tröppunum í Sigurboganum í gær og svo fengu þær þessa hlaupaæfingu í gær,“ sagði Gísli. Feðginin ætluðu að skoða Sacré Coeur basilikuna í dag og verða svo eflaust meðal þúsunda Íslendinga í upphitunarveislunni fyrir framan O’Sullivans bar við Moulin Rouge síðdegis. Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ekki bara Frakkar sem eiga yndislegar minningar frá Stade de France heldur við líka Í kvöld mæta strákarnir okkar heimamönnum í átta liða úrslitum á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi. 3. júlí 2016 11:30 Löw: Sé til hvernig við spilum gegn Frakklandi ... eða Íslandi Áhugaverð uppákoma á blaðamannafundi þýska liðsins eftir sigurinn á Ítalíu í 8-liða úrslitum í gær. 3. júlí 2016 10:45 EM í dag: Heilagur leikdagur í París - amen Tómas Þór Þórðarson og Kolbeinn Tumi Daðason sóttu innblástur til æðri máttarvalda fyrir stórleik strákanna okkar gegn Frakklandi í kvöld. 3. júlí 2016 11:00 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Ekki bara Frakkar sem eiga yndislegar minningar frá Stade de France heldur við líka Í kvöld mæta strákarnir okkar heimamönnum í átta liða úrslitum á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi. 3. júlí 2016 11:30
Löw: Sé til hvernig við spilum gegn Frakklandi ... eða Íslandi Áhugaverð uppákoma á blaðamannafundi þýska liðsins eftir sigurinn á Ítalíu í 8-liða úrslitum í gær. 3. júlí 2016 10:45
EM í dag: Heilagur leikdagur í París - amen Tómas Þór Þórðarson og Kolbeinn Tumi Daðason sóttu innblástur til æðri máttarvalda fyrir stórleik strákanna okkar gegn Frakklandi í kvöld. 3. júlí 2016 11:00