Lars þjálfaði liðið sem skoraði síðast fjögur á Ísland í fyrri hálfleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2016 20:18 Zlatan Ibrahimovic í baráttu við Hermann Hreiðarsson í leiknum á Laugardalsvellinum í október 2004. Vísir/AFP Íslenska fótboltalandsliðið gróf sig djúpa holu í fyrri hálfleik í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta með því að fá á sig fjögur mörk. Frakkar sýndu snilli sínum í sóknarleiknum og þeir Olivier Giroud, Paul Pogba, Dimitri Payet og Antoine Griezmann komu franska liðinu í 4-0 á fyrstu 45 mínútum leiksins. Þetta er í fyrsta sinn í tæp tólf ár sem íslenska landsliðið fær á sig fjögur mörk í fyrri hálfleik en það hafði ekki gerst síðan 13. október 2004. Íslenska liðið tapaði þá 4-1 á móti Svíum á Laugardalsvellinum í undankeppni HM í Þýskalandi sem fór síðan fram sumarið 2006. Svíar komust í 4-0 í fyrri hálfleiknum í þessum leik með mörkum þeirra Henrik Larsson (2 mörk), Marcus Allbäck og Christian Wilhelmsson. Henrik Larsson skoraði fyrsta markið á 23. mínútu en fyrsta mark Frakka í dag skoraði Olivier Giroud strax á 12. mínútu. Paul Pogba var búinn að skora annað mark á 19. mínútu en í þessum Svíaleik fyrir tólf árum skoraði Marcus Allbäck á 25. mínútu. Lars Lagerbäck, annar þjálfara íslenska liðsins í dag, kom heldur við sögu þegar íslenska landsliðið fékk síðast á sig fjögur mörk í fyrri hálfleik. Lagerbäck var nefnilega þjálfari þessa sænska liðs sem fór svona illa með það íslenska í fyrri hálfleik í umræddum leik á Laugardalsvellinum í október 2004. Eiður Smári Guðjohnsen var fyrirliði íslenska liðsins í leiknum og skoraði eina mark síðari hálfleiks á 66. mínútu.#OJOALDATO - Es la peor derrota de Islandia al descanso en los últimos 12 años (desde un 0-4 contra Suecia el 13.10.2004 que terminó 1-4).— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) July 3, 2016 EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leikmaður FH ánægður með yfirburði Frakka gegn Íslandi Skotinn Steven Lennon, leikmaður FH, er að fá það óþvegið á Twitter frá reiðum Íslendingum. 3. júlí 2016 19:58 Fyrstir í sögu EM til að fá á sig fjögur mörk í fyrri hálfleik Íslenska fótboltalandsliðið átti fá svör á móti frábæru frönsku liði í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. 3. júlí 2016 20:02 Ísland slær met með sama byrjunarliðinu fimmta leikinn í röð Ísland verður með sama byrjunarliðið fimmta leikinn í röð í kvöld þegar liðið mætir Frakklandi í 8-liða úrslitum á Evrópumótinu. 3. júlí 2016 18:42 Umfjöllun: Frakkland - Ísland 5-2 | Ævintýrinu lokið í Frakklandi Ísland tapaði 5-2 fyrir Frakklandi og er úr leik á Evrópumótinu í fótbolta. 3. júlí 2016 20:45 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Íslenska fótboltalandsliðið gróf sig djúpa holu í fyrri hálfleik í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta með því að fá á sig fjögur mörk. Frakkar sýndu snilli sínum í sóknarleiknum og þeir Olivier Giroud, Paul Pogba, Dimitri Payet og Antoine Griezmann komu franska liðinu í 4-0 á fyrstu 45 mínútum leiksins. Þetta er í fyrsta sinn í tæp tólf ár sem íslenska landsliðið fær á sig fjögur mörk í fyrri hálfleik en það hafði ekki gerst síðan 13. október 2004. Íslenska liðið tapaði þá 4-1 á móti Svíum á Laugardalsvellinum í undankeppni HM í Þýskalandi sem fór síðan fram sumarið 2006. Svíar komust í 4-0 í fyrri hálfleiknum í þessum leik með mörkum þeirra Henrik Larsson (2 mörk), Marcus Allbäck og Christian Wilhelmsson. Henrik Larsson skoraði fyrsta markið á 23. mínútu en fyrsta mark Frakka í dag skoraði Olivier Giroud strax á 12. mínútu. Paul Pogba var búinn að skora annað mark á 19. mínútu en í þessum Svíaleik fyrir tólf árum skoraði Marcus Allbäck á 25. mínútu. Lars Lagerbäck, annar þjálfara íslenska liðsins í dag, kom heldur við sögu þegar íslenska landsliðið fékk síðast á sig fjögur mörk í fyrri hálfleik. Lagerbäck var nefnilega þjálfari þessa sænska liðs sem fór svona illa með það íslenska í fyrri hálfleik í umræddum leik á Laugardalsvellinum í október 2004. Eiður Smári Guðjohnsen var fyrirliði íslenska liðsins í leiknum og skoraði eina mark síðari hálfleiks á 66. mínútu.#OJOALDATO - Es la peor derrota de Islandia al descanso en los últimos 12 años (desde un 0-4 contra Suecia el 13.10.2004 que terminó 1-4).— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) July 3, 2016
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leikmaður FH ánægður með yfirburði Frakka gegn Íslandi Skotinn Steven Lennon, leikmaður FH, er að fá það óþvegið á Twitter frá reiðum Íslendingum. 3. júlí 2016 19:58 Fyrstir í sögu EM til að fá á sig fjögur mörk í fyrri hálfleik Íslenska fótboltalandsliðið átti fá svör á móti frábæru frönsku liði í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. 3. júlí 2016 20:02 Ísland slær met með sama byrjunarliðinu fimmta leikinn í röð Ísland verður með sama byrjunarliðið fimmta leikinn í röð í kvöld þegar liðið mætir Frakklandi í 8-liða úrslitum á Evrópumótinu. 3. júlí 2016 18:42 Umfjöllun: Frakkland - Ísland 5-2 | Ævintýrinu lokið í Frakklandi Ísland tapaði 5-2 fyrir Frakklandi og er úr leik á Evrópumótinu í fótbolta. 3. júlí 2016 20:45 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Leikmaður FH ánægður með yfirburði Frakka gegn Íslandi Skotinn Steven Lennon, leikmaður FH, er að fá það óþvegið á Twitter frá reiðum Íslendingum. 3. júlí 2016 19:58
Fyrstir í sögu EM til að fá á sig fjögur mörk í fyrri hálfleik Íslenska fótboltalandsliðið átti fá svör á móti frábæru frönsku liði í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. 3. júlí 2016 20:02
Ísland slær met með sama byrjunarliðinu fimmta leikinn í röð Ísland verður með sama byrjunarliðið fimmta leikinn í röð í kvöld þegar liðið mætir Frakklandi í 8-liða úrslitum á Evrópumótinu. 3. júlí 2016 18:42
Umfjöllun: Frakkland - Ísland 5-2 | Ævintýrinu lokið í Frakklandi Ísland tapaði 5-2 fyrir Frakklandi og er úr leik á Evrópumótinu í fótbolta. 3. júlí 2016 20:45