Vigdís Hauks: „Mikið að á Alþingi Íslendinga“ Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 4. júlí 2016 19:02 Það er eitthvað mikið að Alþingi Íslendinga og ég sem lögfræðingur get ekki boðið sjálfri mér upp á þetta. Þetta segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, en hún tilkynnti í dag að hún muni láta af þingmennsku í haust. Vigdís var kjörin á þing árið 2009 sem þingmaður í Reykjavíkurkjördæmi suður og hefur frá árinu 2013 verið formaður fjárlaganefndar. Hún segist hafa viljað breyta til og hafi þegar klárað þau stóru verkefni sem hennar hugsjónir ganga út á og nefnir Icesave, ESB umsóknina og aðförina að stjórnarskránni í því samhengi. „Ég er afar stolt af því hvernig ég gat beitt mér í þeim málum. Sem sýnir það að einstakir þingmenn geta haft áhrif,“ segir Vigdís.Stórar upplýsingar í sumarlok Hún segir sitt síðasta stóra verkefni áður en hún lætur af þingmennsku verða að leiða fram staðreyndir um afhendingu stóru bankanna til kröfuhafa. Þau gögn liggi nú fyrir og upplýst verði um þau í sumarlok. „Svo stórar upplýsingar hafa ekki komið fram áður, myndi ég halda, er snúa að ríkinu og undanlátssemi við erlenda aðila, og þá er ég að vísa í kröfuhafanna þegar þeim voru færðir bankarnir gefins á einni nóttu.“Skammast sín fyrir að vera þingmaður Hún segir þá staðreynd að hafa ekki verið skipuð ráðherra ekki hafa nein áhrif á þessa ákvörðun. Hún muni ekki sakna þess sérstaklega að vera alþingismaður.Mælir þú með Alþingi sem vinnustað?„Ekki eins og staðan er núna. Það er eitthvað mikið að í þinginu sem að ég á eftir að tjá mig um eftir næstu alþingiskosningar. En við þetta verður ekki búið lengur.“Hvað áttu við, hvað er að Alþingi? „Ég meina, ég get kannski ekkert sagt það akkúrat núna, borgar sig ekki að vera að tjá sig mikið um það fyrir kosningar, en það er mikið að á Alþingi sem að þarf að laga,“ segir Vigdís. Alþingi sé komið í miklar ógöngur og hún hafi mörgum sinnum skammast sín fyrir að vera þingmaður. „Því að svona náttúrulega, þetta er orðið svo mikil vitleysa. Ég er búinn að læra lögfræði, ég get ekki boðið sjálfri mér upp á þetta.“ Hún kveðst ekki vita hvað tekur við hjá sér. Segir að þegar einar dyr lokast opnist 20 aðrar.Fyrst og fremst að lækka flugiðKemur til greina að fara aftur í pólitík?„Það veit ég ekkert. Núna er ég bara, eins og ég segi, að fagna þessum fyrsta sumardegi hérna í Reykjavík og bara, er að njóta þess að vera frjáls. Ég er fyrst og fremst að lækka flugið, eins og er,“ segir Vigdís. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Það er eitthvað mikið að Alþingi Íslendinga og ég sem lögfræðingur get ekki boðið sjálfri mér upp á þetta. Þetta segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, en hún tilkynnti í dag að hún muni láta af þingmennsku í haust. Vigdís var kjörin á þing árið 2009 sem þingmaður í Reykjavíkurkjördæmi suður og hefur frá árinu 2013 verið formaður fjárlaganefndar. Hún segist hafa viljað breyta til og hafi þegar klárað þau stóru verkefni sem hennar hugsjónir ganga út á og nefnir Icesave, ESB umsóknina og aðförina að stjórnarskránni í því samhengi. „Ég er afar stolt af því hvernig ég gat beitt mér í þeim málum. Sem sýnir það að einstakir þingmenn geta haft áhrif,“ segir Vigdís.Stórar upplýsingar í sumarlok Hún segir sitt síðasta stóra verkefni áður en hún lætur af þingmennsku verða að leiða fram staðreyndir um afhendingu stóru bankanna til kröfuhafa. Þau gögn liggi nú fyrir og upplýst verði um þau í sumarlok. „Svo stórar upplýsingar hafa ekki komið fram áður, myndi ég halda, er snúa að ríkinu og undanlátssemi við erlenda aðila, og þá er ég að vísa í kröfuhafanna þegar þeim voru færðir bankarnir gefins á einni nóttu.“Skammast sín fyrir að vera þingmaður Hún segir þá staðreynd að hafa ekki verið skipuð ráðherra ekki hafa nein áhrif á þessa ákvörðun. Hún muni ekki sakna þess sérstaklega að vera alþingismaður.Mælir þú með Alþingi sem vinnustað?„Ekki eins og staðan er núna. Það er eitthvað mikið að í þinginu sem að ég á eftir að tjá mig um eftir næstu alþingiskosningar. En við þetta verður ekki búið lengur.“Hvað áttu við, hvað er að Alþingi? „Ég meina, ég get kannski ekkert sagt það akkúrat núna, borgar sig ekki að vera að tjá sig mikið um það fyrir kosningar, en það er mikið að á Alþingi sem að þarf að laga,“ segir Vigdís. Alþingi sé komið í miklar ógöngur og hún hafi mörgum sinnum skammast sín fyrir að vera þingmaður. „Því að svona náttúrulega, þetta er orðið svo mikil vitleysa. Ég er búinn að læra lögfræði, ég get ekki boðið sjálfri mér upp á þetta.“ Hún kveðst ekki vita hvað tekur við hjá sér. Segir að þegar einar dyr lokast opnist 20 aðrar.Fyrst og fremst að lækka flugiðKemur til greina að fara aftur í pólitík?„Það veit ég ekkert. Núna er ég bara, eins og ég segi, að fagna þessum fyrsta sumardegi hérna í Reykjavík og bara, er að njóta þess að vera frjáls. Ég er fyrst og fremst að lækka flugið, eins og er,“ segir Vigdís.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira