Vigdís Hauks: „Mikið að á Alþingi Íslendinga“ Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 4. júlí 2016 19:02 Það er eitthvað mikið að Alþingi Íslendinga og ég sem lögfræðingur get ekki boðið sjálfri mér upp á þetta. Þetta segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, en hún tilkynnti í dag að hún muni láta af þingmennsku í haust. Vigdís var kjörin á þing árið 2009 sem þingmaður í Reykjavíkurkjördæmi suður og hefur frá árinu 2013 verið formaður fjárlaganefndar. Hún segist hafa viljað breyta til og hafi þegar klárað þau stóru verkefni sem hennar hugsjónir ganga út á og nefnir Icesave, ESB umsóknina og aðförina að stjórnarskránni í því samhengi. „Ég er afar stolt af því hvernig ég gat beitt mér í þeim málum. Sem sýnir það að einstakir þingmenn geta haft áhrif,“ segir Vigdís.Stórar upplýsingar í sumarlok Hún segir sitt síðasta stóra verkefni áður en hún lætur af þingmennsku verða að leiða fram staðreyndir um afhendingu stóru bankanna til kröfuhafa. Þau gögn liggi nú fyrir og upplýst verði um þau í sumarlok. „Svo stórar upplýsingar hafa ekki komið fram áður, myndi ég halda, er snúa að ríkinu og undanlátssemi við erlenda aðila, og þá er ég að vísa í kröfuhafanna þegar þeim voru færðir bankarnir gefins á einni nóttu.“Skammast sín fyrir að vera þingmaður Hún segir þá staðreynd að hafa ekki verið skipuð ráðherra ekki hafa nein áhrif á þessa ákvörðun. Hún muni ekki sakna þess sérstaklega að vera alþingismaður.Mælir þú með Alþingi sem vinnustað?„Ekki eins og staðan er núna. Það er eitthvað mikið að í þinginu sem að ég á eftir að tjá mig um eftir næstu alþingiskosningar. En við þetta verður ekki búið lengur.“Hvað áttu við, hvað er að Alþingi? „Ég meina, ég get kannski ekkert sagt það akkúrat núna, borgar sig ekki að vera að tjá sig mikið um það fyrir kosningar, en það er mikið að á Alþingi sem að þarf að laga,“ segir Vigdís. Alþingi sé komið í miklar ógöngur og hún hafi mörgum sinnum skammast sín fyrir að vera þingmaður. „Því að svona náttúrulega, þetta er orðið svo mikil vitleysa. Ég er búinn að læra lögfræði, ég get ekki boðið sjálfri mér upp á þetta.“ Hún kveðst ekki vita hvað tekur við hjá sér. Segir að þegar einar dyr lokast opnist 20 aðrar.Fyrst og fremst að lækka flugiðKemur til greina að fara aftur í pólitík?„Það veit ég ekkert. Núna er ég bara, eins og ég segi, að fagna þessum fyrsta sumardegi hérna í Reykjavík og bara, er að njóta þess að vera frjáls. Ég er fyrst og fremst að lækka flugið, eins og er,“ segir Vigdís. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Fleiri fréttir Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Sjá meira
Það er eitthvað mikið að Alþingi Íslendinga og ég sem lögfræðingur get ekki boðið sjálfri mér upp á þetta. Þetta segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, en hún tilkynnti í dag að hún muni láta af þingmennsku í haust. Vigdís var kjörin á þing árið 2009 sem þingmaður í Reykjavíkurkjördæmi suður og hefur frá árinu 2013 verið formaður fjárlaganefndar. Hún segist hafa viljað breyta til og hafi þegar klárað þau stóru verkefni sem hennar hugsjónir ganga út á og nefnir Icesave, ESB umsóknina og aðförina að stjórnarskránni í því samhengi. „Ég er afar stolt af því hvernig ég gat beitt mér í þeim málum. Sem sýnir það að einstakir þingmenn geta haft áhrif,“ segir Vigdís.Stórar upplýsingar í sumarlok Hún segir sitt síðasta stóra verkefni áður en hún lætur af þingmennsku verða að leiða fram staðreyndir um afhendingu stóru bankanna til kröfuhafa. Þau gögn liggi nú fyrir og upplýst verði um þau í sumarlok. „Svo stórar upplýsingar hafa ekki komið fram áður, myndi ég halda, er snúa að ríkinu og undanlátssemi við erlenda aðila, og þá er ég að vísa í kröfuhafanna þegar þeim voru færðir bankarnir gefins á einni nóttu.“Skammast sín fyrir að vera þingmaður Hún segir þá staðreynd að hafa ekki verið skipuð ráðherra ekki hafa nein áhrif á þessa ákvörðun. Hún muni ekki sakna þess sérstaklega að vera alþingismaður.Mælir þú með Alþingi sem vinnustað?„Ekki eins og staðan er núna. Það er eitthvað mikið að í þinginu sem að ég á eftir að tjá mig um eftir næstu alþingiskosningar. En við þetta verður ekki búið lengur.“Hvað áttu við, hvað er að Alþingi? „Ég meina, ég get kannski ekkert sagt það akkúrat núna, borgar sig ekki að vera að tjá sig mikið um það fyrir kosningar, en það er mikið að á Alþingi sem að þarf að laga,“ segir Vigdís. Alþingi sé komið í miklar ógöngur og hún hafi mörgum sinnum skammast sín fyrir að vera þingmaður. „Því að svona náttúrulega, þetta er orðið svo mikil vitleysa. Ég er búinn að læra lögfræði, ég get ekki boðið sjálfri mér upp á þetta.“ Hún kveðst ekki vita hvað tekur við hjá sér. Segir að þegar einar dyr lokast opnist 20 aðrar.Fyrst og fremst að lækka flugiðKemur til greina að fara aftur í pólitík?„Það veit ég ekkert. Núna er ég bara, eins og ég segi, að fagna þessum fyrsta sumardegi hérna í Reykjavík og bara, er að njóta þess að vera frjáls. Ég er fyrst og fremst að lækka flugið, eins og er,“ segir Vigdís.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Fleiri fréttir Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Sjá meira