Vigdís Hauks: „Mikið að á Alþingi Íslendinga“ Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 4. júlí 2016 19:02 Það er eitthvað mikið að Alþingi Íslendinga og ég sem lögfræðingur get ekki boðið sjálfri mér upp á þetta. Þetta segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, en hún tilkynnti í dag að hún muni láta af þingmennsku í haust. Vigdís var kjörin á þing árið 2009 sem þingmaður í Reykjavíkurkjördæmi suður og hefur frá árinu 2013 verið formaður fjárlaganefndar. Hún segist hafa viljað breyta til og hafi þegar klárað þau stóru verkefni sem hennar hugsjónir ganga út á og nefnir Icesave, ESB umsóknina og aðförina að stjórnarskránni í því samhengi. „Ég er afar stolt af því hvernig ég gat beitt mér í þeim málum. Sem sýnir það að einstakir þingmenn geta haft áhrif,“ segir Vigdís.Stórar upplýsingar í sumarlok Hún segir sitt síðasta stóra verkefni áður en hún lætur af þingmennsku verða að leiða fram staðreyndir um afhendingu stóru bankanna til kröfuhafa. Þau gögn liggi nú fyrir og upplýst verði um þau í sumarlok. „Svo stórar upplýsingar hafa ekki komið fram áður, myndi ég halda, er snúa að ríkinu og undanlátssemi við erlenda aðila, og þá er ég að vísa í kröfuhafanna þegar þeim voru færðir bankarnir gefins á einni nóttu.“Skammast sín fyrir að vera þingmaður Hún segir þá staðreynd að hafa ekki verið skipuð ráðherra ekki hafa nein áhrif á þessa ákvörðun. Hún muni ekki sakna þess sérstaklega að vera alþingismaður.Mælir þú með Alþingi sem vinnustað?„Ekki eins og staðan er núna. Það er eitthvað mikið að í þinginu sem að ég á eftir að tjá mig um eftir næstu alþingiskosningar. En við þetta verður ekki búið lengur.“Hvað áttu við, hvað er að Alþingi? „Ég meina, ég get kannski ekkert sagt það akkúrat núna, borgar sig ekki að vera að tjá sig mikið um það fyrir kosningar, en það er mikið að á Alþingi sem að þarf að laga,“ segir Vigdís. Alþingi sé komið í miklar ógöngur og hún hafi mörgum sinnum skammast sín fyrir að vera þingmaður. „Því að svona náttúrulega, þetta er orðið svo mikil vitleysa. Ég er búinn að læra lögfræði, ég get ekki boðið sjálfri mér upp á þetta.“ Hún kveðst ekki vita hvað tekur við hjá sér. Segir að þegar einar dyr lokast opnist 20 aðrar.Fyrst og fremst að lækka flugiðKemur til greina að fara aftur í pólitík?„Það veit ég ekkert. Núna er ég bara, eins og ég segi, að fagna þessum fyrsta sumardegi hérna í Reykjavík og bara, er að njóta þess að vera frjáls. Ég er fyrst og fremst að lækka flugið, eins og er,“ segir Vigdís. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Fleiri fréttir Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Sjá meira
Það er eitthvað mikið að Alþingi Íslendinga og ég sem lögfræðingur get ekki boðið sjálfri mér upp á þetta. Þetta segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, en hún tilkynnti í dag að hún muni láta af þingmennsku í haust. Vigdís var kjörin á þing árið 2009 sem þingmaður í Reykjavíkurkjördæmi suður og hefur frá árinu 2013 verið formaður fjárlaganefndar. Hún segist hafa viljað breyta til og hafi þegar klárað þau stóru verkefni sem hennar hugsjónir ganga út á og nefnir Icesave, ESB umsóknina og aðförina að stjórnarskránni í því samhengi. „Ég er afar stolt af því hvernig ég gat beitt mér í þeim málum. Sem sýnir það að einstakir þingmenn geta haft áhrif,“ segir Vigdís.Stórar upplýsingar í sumarlok Hún segir sitt síðasta stóra verkefni áður en hún lætur af þingmennsku verða að leiða fram staðreyndir um afhendingu stóru bankanna til kröfuhafa. Þau gögn liggi nú fyrir og upplýst verði um þau í sumarlok. „Svo stórar upplýsingar hafa ekki komið fram áður, myndi ég halda, er snúa að ríkinu og undanlátssemi við erlenda aðila, og þá er ég að vísa í kröfuhafanna þegar þeim voru færðir bankarnir gefins á einni nóttu.“Skammast sín fyrir að vera þingmaður Hún segir þá staðreynd að hafa ekki verið skipuð ráðherra ekki hafa nein áhrif á þessa ákvörðun. Hún muni ekki sakna þess sérstaklega að vera alþingismaður.Mælir þú með Alþingi sem vinnustað?„Ekki eins og staðan er núna. Það er eitthvað mikið að í þinginu sem að ég á eftir að tjá mig um eftir næstu alþingiskosningar. En við þetta verður ekki búið lengur.“Hvað áttu við, hvað er að Alþingi? „Ég meina, ég get kannski ekkert sagt það akkúrat núna, borgar sig ekki að vera að tjá sig mikið um það fyrir kosningar, en það er mikið að á Alþingi sem að þarf að laga,“ segir Vigdís. Alþingi sé komið í miklar ógöngur og hún hafi mörgum sinnum skammast sín fyrir að vera þingmaður. „Því að svona náttúrulega, þetta er orðið svo mikil vitleysa. Ég er búinn að læra lögfræði, ég get ekki boðið sjálfri mér upp á þetta.“ Hún kveðst ekki vita hvað tekur við hjá sér. Segir að þegar einar dyr lokast opnist 20 aðrar.Fyrst og fremst að lækka flugiðKemur til greina að fara aftur í pólitík?„Það veit ég ekkert. Núna er ég bara, eins og ég segi, að fagna þessum fyrsta sumardegi hérna í Reykjavík og bara, er að njóta þess að vera frjáls. Ég er fyrst og fremst að lækka flugið, eins og er,“ segir Vigdís.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Fleiri fréttir Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Sjá meira