„Bestu stuðningsmönnum í heimi“ þakkað sérstaklega á Arnarhóli Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 4. júlí 2016 20:27 Geir, Aron og Heimir þökkuðu allir kærlega fyrir þann ótrúlega stuðning sem íslenska þjóðin hefur sýnt landsliðinu. Vísir Stuðningsmönnum íslenska landsliðsins, semsagt í raun þjóðinni allri, var sérstaklega þakkað á Arnarhóli í dag þar sem tugþúsundir voru samankomnir til þess að hylla íslenska landsliðið og bjóða það velkomið heim. Landsliðið og þjálfararnir klöppuðu fyrir öllum þeim sem studdu þá á vegferðinni fyrir framan troðfullan Arnarhól. „Ég vil þakka ykkur sérstaklega fyrir að koma hingað og taka á móti landsliðinu,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, eftir að hann þakkaði forseta Íslands, forsætisráðherra og samstarfsaðilum KSÍ fyrir að skipuleggja móttökuna á Arnarhóli. Landsliðið lenti í Keflavík síðdegis í dag eftir ótrúlega framgöngu á Evrópumótinu í knattspyrnu en liðið datt úr leik í gær eftir tap á móti feiknasterku liði Frakka. Þeir voru fluttir með rútu í miðbæ Reykjavíkur þar sem gríðarlegur fólksfjöldi tók á móti þeim. „Liðið tók ekki bara þátt svo eftir verði munað. Stuðningur þjóðarinnar var algjör,“ sagði Geir. Íslenskir stuðningsmenn slógu í gegn um heim allan fyrir jákvæðni og gleði sína og síðast en síst, hið nú heimsfræga, víkingaklapp.Downtown RVK crowded with people, receiving the Icelandic National Team in Football. Endless goosbumps. Pics:@RUVohf pic.twitter.com/NXhwEzK80X— Terrordisco (@terrordisco) July 4, 2016 „Þið eruð bestu stuðningsmenn í heimi. Takk landsmenn allir fyrir að sameinast í stuðningi við strákana okkar. Þessi stuðningur og sú samkennd sem honum fylgdi snart alla. Strákarnir unnu ekki mótið. En þeir unnu hug og hjörtu milljóna manna um heim allan.“ Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari ávarpaði einnig samkomuna og þjálfararnir og landsliðið klöppuðu fyrir stuðningsmönnum sínum. „Þetta hefur sýnt okkur hvað við getum verið sterk þegar við stöndum saman og þegar gleðin er við völd þá er alveg magnað að vera íslenskur. Við erum alveg virkilega stoltir af því að vera Íslendingar í dag.“ Þá þakkaði Heimir Lars fyrir árin fjögur sem hann hefur verið með landsliðinu. „Hann verður í hjarta okkar áfram alveg eins og hann hefur sagt að við verðum í hjarta hans.“ Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði landsliðsins, þakkaði ótrúlegan stuðning íslensku þjóðarinnar. „Þetta er ótrúlegt. Þetta hefur verið heiður. Það hefur verið frábært að taka þátt í þessu og þessi stuðningur sem við höfum fengið er ólýsanlegur. Frá strákunum og staffinu viljum við segja takk.“Átti móment með strákunum. Elska þá. #takkstrákar #emísland pic.twitter.com/qQirgFgErG— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) July 4, 2016 EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Viðrar vel til hátíðahalda í miðbæ Reykjavíkur Tekið verður á móti strákunum okkar á Arnarhóli í kvöld. 4. júlí 2016 14:56 Sögulok á Stade de France Ævintýri íslenska landsliðsins lauk á troðfullum Stade de France í gærkvöldi þar sem heimamenn í gríðarsterku frönsku landsliðið unnu 5-2 sigur á baráttuglöðu íslensku liði. Enginn gafst upp fyrr en í fulla hnefana, hvorki leikmenn 4. júlí 2016 06:00 Tólf Tólfur dreifðar, sárar og svekktar fyrir innan og utan Stade de France Hörðustu stuðningsmenn Íslands eru búnir að jafna sig á tapinu en svíður framkoma vegna miðasölu á Frakkaleikinn. 4. júlí 2016 13:32 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Fleiri fréttir Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Sjá meira
Stuðningsmönnum íslenska landsliðsins, semsagt í raun þjóðinni allri, var sérstaklega þakkað á Arnarhóli í dag þar sem tugþúsundir voru samankomnir til þess að hylla íslenska landsliðið og bjóða það velkomið heim. Landsliðið og þjálfararnir klöppuðu fyrir öllum þeim sem studdu þá á vegferðinni fyrir framan troðfullan Arnarhól. „Ég vil þakka ykkur sérstaklega fyrir að koma hingað og taka á móti landsliðinu,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, eftir að hann þakkaði forseta Íslands, forsætisráðherra og samstarfsaðilum KSÍ fyrir að skipuleggja móttökuna á Arnarhóli. Landsliðið lenti í Keflavík síðdegis í dag eftir ótrúlega framgöngu á Evrópumótinu í knattspyrnu en liðið datt úr leik í gær eftir tap á móti feiknasterku liði Frakka. Þeir voru fluttir með rútu í miðbæ Reykjavíkur þar sem gríðarlegur fólksfjöldi tók á móti þeim. „Liðið tók ekki bara þátt svo eftir verði munað. Stuðningur þjóðarinnar var algjör,“ sagði Geir. Íslenskir stuðningsmenn slógu í gegn um heim allan fyrir jákvæðni og gleði sína og síðast en síst, hið nú heimsfræga, víkingaklapp.Downtown RVK crowded with people, receiving the Icelandic National Team in Football. Endless goosbumps. Pics:@RUVohf pic.twitter.com/NXhwEzK80X— Terrordisco (@terrordisco) July 4, 2016 „Þið eruð bestu stuðningsmenn í heimi. Takk landsmenn allir fyrir að sameinast í stuðningi við strákana okkar. Þessi stuðningur og sú samkennd sem honum fylgdi snart alla. Strákarnir unnu ekki mótið. En þeir unnu hug og hjörtu milljóna manna um heim allan.“ Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari ávarpaði einnig samkomuna og þjálfararnir og landsliðið klöppuðu fyrir stuðningsmönnum sínum. „Þetta hefur sýnt okkur hvað við getum verið sterk þegar við stöndum saman og þegar gleðin er við völd þá er alveg magnað að vera íslenskur. Við erum alveg virkilega stoltir af því að vera Íslendingar í dag.“ Þá þakkaði Heimir Lars fyrir árin fjögur sem hann hefur verið með landsliðinu. „Hann verður í hjarta okkar áfram alveg eins og hann hefur sagt að við verðum í hjarta hans.“ Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði landsliðsins, þakkaði ótrúlegan stuðning íslensku þjóðarinnar. „Þetta er ótrúlegt. Þetta hefur verið heiður. Það hefur verið frábært að taka þátt í þessu og þessi stuðningur sem við höfum fengið er ólýsanlegur. Frá strákunum og staffinu viljum við segja takk.“Átti móment með strákunum. Elska þá. #takkstrákar #emísland pic.twitter.com/qQirgFgErG— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) July 4, 2016
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Viðrar vel til hátíðahalda í miðbæ Reykjavíkur Tekið verður á móti strákunum okkar á Arnarhóli í kvöld. 4. júlí 2016 14:56 Sögulok á Stade de France Ævintýri íslenska landsliðsins lauk á troðfullum Stade de France í gærkvöldi þar sem heimamenn í gríðarsterku frönsku landsliðið unnu 5-2 sigur á baráttuglöðu íslensku liði. Enginn gafst upp fyrr en í fulla hnefana, hvorki leikmenn 4. júlí 2016 06:00 Tólf Tólfur dreifðar, sárar og svekktar fyrir innan og utan Stade de France Hörðustu stuðningsmenn Íslands eru búnir að jafna sig á tapinu en svíður framkoma vegna miðasölu á Frakkaleikinn. 4. júlí 2016 13:32 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Fleiri fréttir Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Sjá meira
Viðrar vel til hátíðahalda í miðbæ Reykjavíkur Tekið verður á móti strákunum okkar á Arnarhóli í kvöld. 4. júlí 2016 14:56
Sögulok á Stade de France Ævintýri íslenska landsliðsins lauk á troðfullum Stade de France í gærkvöldi þar sem heimamenn í gríðarsterku frönsku landsliðið unnu 5-2 sigur á baráttuglöðu íslensku liði. Enginn gafst upp fyrr en í fulla hnefana, hvorki leikmenn 4. júlí 2016 06:00
Tólf Tólfur dreifðar, sárar og svekktar fyrir innan og utan Stade de France Hörðustu stuðningsmenn Íslands eru búnir að jafna sig á tapinu en svíður framkoma vegna miðasölu á Frakkaleikinn. 4. júlí 2016 13:32