Kína gæti leyft ráðandi eignarhald bílaframleiðenda Finnur Thorlacius skrifar 6. júlí 2016 09:45 BMW bíll settur saman í Kína. Því hefur verið hreyft í Kína að hömlur á meirihlutaeignarhald erlendra bílaframleiðenda í bílaverksmiðjum í Kína verði aflétt. Hún er nú takmörkuð við minna en 50% eignarhald þeirra. Með því mættu erlendir bílaframleiðendur eiga meirihluta eða að fullu bílaverksmiðjur í Kína. Þessi breyting er af mörgum talin auka heilbrigða samkeppni á bílamarkaði í Kína og það myndi gagnast kaupendum bíla þar. Á hinn bóginn óttast forsvarsmenn China Association of Automobile Manufacturers að þessi breyting gæti leitt til hruns innlendra bílaframleiðenda og að þeir erlendu, sem eru enn stærri bílaframleiðendur, gætu stefnd framtíð þeirra innlendu í hættu. Kína er stærsti bílamarkaður í heimi og sá mikilvægasti fyrir langflesta bílaframleiðendur um heim allan. Margir bílaframleiðendur hafa stofnað til sameiginlegrar eigu kínverskra bílaverksmiðja og þar eru gjarnan framleiddir einstaka gerðir þeirra til sölu í Kína. Þær yrðu vafalaust fleiri ef erlendum bílaframleiðendum myndi leyfast að eiga verksmiðjur sínar einir. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent
Því hefur verið hreyft í Kína að hömlur á meirihlutaeignarhald erlendra bílaframleiðenda í bílaverksmiðjum í Kína verði aflétt. Hún er nú takmörkuð við minna en 50% eignarhald þeirra. Með því mættu erlendir bílaframleiðendur eiga meirihluta eða að fullu bílaverksmiðjur í Kína. Þessi breyting er af mörgum talin auka heilbrigða samkeppni á bílamarkaði í Kína og það myndi gagnast kaupendum bíla þar. Á hinn bóginn óttast forsvarsmenn China Association of Automobile Manufacturers að þessi breyting gæti leitt til hruns innlendra bílaframleiðenda og að þeir erlendu, sem eru enn stærri bílaframleiðendur, gætu stefnd framtíð þeirra innlendu í hættu. Kína er stærsti bílamarkaður í heimi og sá mikilvægasti fyrir langflesta bílaframleiðendur um heim allan. Margir bílaframleiðendur hafa stofnað til sameiginlegrar eigu kínverskra bílaverksmiðja og þar eru gjarnan framleiddir einstaka gerðir þeirra til sölu í Kína. Þær yrðu vafalaust fleiri ef erlendum bílaframleiðendum myndi leyfast að eiga verksmiðjur sínar einir.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent