Blaðamaður The New Yorker: Andri Snær eins og ungur Woody Allen og Halla holdgervingur einlægninnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. júlí 2016 16:45 Andri Snær Magnason og Halla Tómasdóttir sem bæði voru í framboði til forseta Íslands. vísir/hanna Andri Snær Magnason rithöfundur og fyrrverandi forsetaframbjóðandi minnir Adam Gopnik, einn reyndasta blaðamann tímaritsins The New Yorker, á ungan Woody Allen. Þá segir Gopnik að Halla Tómasdóttir rekstrarhagfræðingur og fyrrverandi forsetaframbjóðandi sé einlægasta manneskja sem hann hafi séð. Hún sé eins og lifandi emoji-karl sem táknar einlægni, og þar með eins konar holdgervingur einlægninnar. Gopnik kom hingað til lands í tengslum við forsetakosningarnar í júní og skrifar afar áhugaverða grein um ferðina sem lesa má á vefsíðu The New Yorker. Eitt af því skemmtilegasta við greinina eru mannlýsingar Gopnik enda hefur hann ef til vill nokkuð aðra sýn á frambjóðendur heldur en hinn venjulegi Íslendingur.Hæð Guðna áhrifameiri í sjónvarpi Þannig nefnir Gopnik að honum þykja sérstaklega athyglisvert að fræðimaður á borð við sagnfræðinginn Guðna Th. Jóhannesson, sem hafi haft það að atvinnu að afbyggja ýmsar viðteknar hugmyndir um sögu þjóðarinnar, hafi átt möguleika á sigri í forsetakosningum, og á endanum unnið. Gopnik er tíðrætt um hversu hávaxinn Guðni er en blaðamaðurinn horfði á kappræður RÚV að kvöldi kjördags: „Hæð Guðna er jafnvel áhrifameiri í sjónvarpi en þegar maður hittir hann í eigin persónu, þó að þetta stöðuga augnaráð sem gerir hann svo traustvekjandi virðist fast á honum núna,“ segir Gopnik í grein sinni.Davíð Oddson eins og norskt 19. aldar ljóðskáld Yfir kappræðunum upplifir hann líka Höllu sem þessa ofureinlægu manneskju: „Halla var einlægasta manneskja sem ég hef séð, lifandi emoji-karl sem táknar einlægni: hún hallaði höfðinu aðeins til hliðar og andlitið fullkomin jafna af hlýju brosi og áhyggjufullum en umhyggjusömum svip. Hún útskýrði að hún væri bara dóttir pípara að bjóða sig fram til forseta. Mér leið pínu óþægilega.“ Þá segir Gopnik að í sjónvarpinu hafi Davíð Oddsson minnt sig á norskt 19. aldar leikskáld með grátt hárið greitt aftur og dapran svip. Gopnik lýsir síðan heimsókn sinni heim til Andra Snæs sem býr í Vogahverfinu í Reykjavík og tekur fram að þetta hafi verið eini staðurinn þar sem honum var ekki boðið kaffi. Gopnik rekur spjall þeirra: „„Forsetinn gæti verið hlutverk fyrir einhvern sem er skapandi,“ sagði Andri Snær hlæjandi. Hann er venjulega með lymskulegan, afsakaðu-mig svip á andlitinu, eins og ungur Woody Allen,““ segir Gopnik um Andra Snæ.Grein Gopnik má lesa í heild sinni hér. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanir Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti lýðveldisins Íslands. Hann og kona hans hyggjast vinna náið saman á meðan embættistíð hans stendur. Fjögur börn flytja með þeim hjónum á Bessastaði eftir rúman mánuð. 27. júní 2016 07:00 Halla Tómasdóttir: Við getum ekki annað en fagnað Elísabet Jökulsdóttir segist líða eins og regnboga eftir forsetakosningarnar á laugardag. Andri Snær Magnason ætlar að pakka jakkafötunum en Davíð Oddsson hefur engar áhyggjur af því að hafa skaðast í kosningunum. 27. júní 2016 07:00 "Ég mætti vera kona“ Andri Snær Magnason segir að hann hefði getað gert ýmislegt öðruvísi. 26. júní 2016 00:54 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skortir samkennd Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt hversu mörg börn skortir samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Sjá meira
Andri Snær Magnason rithöfundur og fyrrverandi forsetaframbjóðandi minnir Adam Gopnik, einn reyndasta blaðamann tímaritsins The New Yorker, á ungan Woody Allen. Þá segir Gopnik að Halla Tómasdóttir rekstrarhagfræðingur og fyrrverandi forsetaframbjóðandi sé einlægasta manneskja sem hann hafi séð. Hún sé eins og lifandi emoji-karl sem táknar einlægni, og þar með eins konar holdgervingur einlægninnar. Gopnik kom hingað til lands í tengslum við forsetakosningarnar í júní og skrifar afar áhugaverða grein um ferðina sem lesa má á vefsíðu The New Yorker. Eitt af því skemmtilegasta við greinina eru mannlýsingar Gopnik enda hefur hann ef til vill nokkuð aðra sýn á frambjóðendur heldur en hinn venjulegi Íslendingur.Hæð Guðna áhrifameiri í sjónvarpi Þannig nefnir Gopnik að honum þykja sérstaklega athyglisvert að fræðimaður á borð við sagnfræðinginn Guðna Th. Jóhannesson, sem hafi haft það að atvinnu að afbyggja ýmsar viðteknar hugmyndir um sögu þjóðarinnar, hafi átt möguleika á sigri í forsetakosningum, og á endanum unnið. Gopnik er tíðrætt um hversu hávaxinn Guðni er en blaðamaðurinn horfði á kappræður RÚV að kvöldi kjördags: „Hæð Guðna er jafnvel áhrifameiri í sjónvarpi en þegar maður hittir hann í eigin persónu, þó að þetta stöðuga augnaráð sem gerir hann svo traustvekjandi virðist fast á honum núna,“ segir Gopnik í grein sinni.Davíð Oddson eins og norskt 19. aldar ljóðskáld Yfir kappræðunum upplifir hann líka Höllu sem þessa ofureinlægu manneskju: „Halla var einlægasta manneskja sem ég hef séð, lifandi emoji-karl sem táknar einlægni: hún hallaði höfðinu aðeins til hliðar og andlitið fullkomin jafna af hlýju brosi og áhyggjufullum en umhyggjusömum svip. Hún útskýrði að hún væri bara dóttir pípara að bjóða sig fram til forseta. Mér leið pínu óþægilega.“ Þá segir Gopnik að í sjónvarpinu hafi Davíð Oddsson minnt sig á norskt 19. aldar leikskáld með grátt hárið greitt aftur og dapran svip. Gopnik lýsir síðan heimsókn sinni heim til Andra Snæs sem býr í Vogahverfinu í Reykjavík og tekur fram að þetta hafi verið eini staðurinn þar sem honum var ekki boðið kaffi. Gopnik rekur spjall þeirra: „„Forsetinn gæti verið hlutverk fyrir einhvern sem er skapandi,“ sagði Andri Snær hlæjandi. Hann er venjulega með lymskulegan, afsakaðu-mig svip á andlitinu, eins og ungur Woody Allen,““ segir Gopnik um Andra Snæ.Grein Gopnik má lesa í heild sinni hér.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanir Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti lýðveldisins Íslands. Hann og kona hans hyggjast vinna náið saman á meðan embættistíð hans stendur. Fjögur börn flytja með þeim hjónum á Bessastaði eftir rúman mánuð. 27. júní 2016 07:00 Halla Tómasdóttir: Við getum ekki annað en fagnað Elísabet Jökulsdóttir segist líða eins og regnboga eftir forsetakosningarnar á laugardag. Andri Snær Magnason ætlar að pakka jakkafötunum en Davíð Oddsson hefur engar áhyggjur af því að hafa skaðast í kosningunum. 27. júní 2016 07:00 "Ég mætti vera kona“ Andri Snær Magnason segir að hann hefði getað gert ýmislegt öðruvísi. 26. júní 2016 00:54 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skortir samkennd Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt hversu mörg börn skortir samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Sjá meira
Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanir Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti lýðveldisins Íslands. Hann og kona hans hyggjast vinna náið saman á meðan embættistíð hans stendur. Fjögur börn flytja með þeim hjónum á Bessastaði eftir rúman mánuð. 27. júní 2016 07:00
Halla Tómasdóttir: Við getum ekki annað en fagnað Elísabet Jökulsdóttir segist líða eins og regnboga eftir forsetakosningarnar á laugardag. Andri Snær Magnason ætlar að pakka jakkafötunum en Davíð Oddsson hefur engar áhyggjur af því að hafa skaðast í kosningunum. 27. júní 2016 07:00
"Ég mætti vera kona“ Andri Snær Magnason segir að hann hefði getað gert ýmislegt öðruvísi. 26. júní 2016 00:54