Sumarpest fyllir Læknavaktina Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 7. júlí 2016 18:30 Óvenju annasamt hefur verið á Læknavaktinni í Kópavogi síðustu daga miðað við árstíma. Fleiri lækna hefur þurft á vakt og sjúklingarnir hafa verið hátt í tvöfalt fleiri en venja er. Sumartíminn er oftast rólegri á Læknavaktinni en vetrartíminn. Jafnan er minnst að gera frá lokum júní og fram í ágúst. Það sem af er þessum mánuði hafa hins vegar heimsóknir sjúklinga á Læknavaktina verið margar. „Í þessari viku hafa verið um og yfir 200 á dag,“ segir Gunnlaugur Sigurjónsson framkvæmdastjóri lækninga á Læknavaktinni. Hann segir þetta sérstaklega merkilegt þar sem veðrið hafi verið einstaklega gott en yfirleitt sé meira að gera þegar það rignir. „Þetta er mjög óvenjulegt miðað við byrjun júlí,“ segir Gunnlaugur. Yfirleitt á þessum árstíma hafi heimsóknirnar ekki verið nema 120 á dag. Gunnlaugur segir að jafnan á þessum tíma hafi verið nóg að hafa tvo eða þrjá lækna á vakt. Núna hafi þurft fjóra sem staðið hafi vaktina fram undir miðnætti. Hann segir ástæðuna pest sem sé að ganga. „Það er að ganga leiðindarkvefpest og hún er svolítið langvinn. Fólk er jafnvel með slappleika, hósta, hitavellu í eina, tvær, þrjár vikur og verður þreytt og leitt á þeim einkennum og kemur,“ segir Gunnlaugur og að frekar sjaldgæft sé að svona sumarpestir séu í gangi. Gunnlaugur segir það hafa færst í vöxt á síðustu árum að erlendir ferðamenn leiti á Læknavaktina en það skýri þó ekki aukninguna núna. „Við finnum fyrir verulegri aukningu koma bara eins og fjölgun ferðamanna á landinu hefur verið. Ég gæti trúað að ef maður horfir svona fimm ár aftur í tímann þá sé svona fimmföldun á fjölda þeirra sem að koma til okkar,“ segir Gunnlaugur. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Handtekinn í Dölunum Eldur í ökutæki í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sjá meira
Óvenju annasamt hefur verið á Læknavaktinni í Kópavogi síðustu daga miðað við árstíma. Fleiri lækna hefur þurft á vakt og sjúklingarnir hafa verið hátt í tvöfalt fleiri en venja er. Sumartíminn er oftast rólegri á Læknavaktinni en vetrartíminn. Jafnan er minnst að gera frá lokum júní og fram í ágúst. Það sem af er þessum mánuði hafa hins vegar heimsóknir sjúklinga á Læknavaktina verið margar. „Í þessari viku hafa verið um og yfir 200 á dag,“ segir Gunnlaugur Sigurjónsson framkvæmdastjóri lækninga á Læknavaktinni. Hann segir þetta sérstaklega merkilegt þar sem veðrið hafi verið einstaklega gott en yfirleitt sé meira að gera þegar það rignir. „Þetta er mjög óvenjulegt miðað við byrjun júlí,“ segir Gunnlaugur. Yfirleitt á þessum árstíma hafi heimsóknirnar ekki verið nema 120 á dag. Gunnlaugur segir að jafnan á þessum tíma hafi verið nóg að hafa tvo eða þrjá lækna á vakt. Núna hafi þurft fjóra sem staðið hafi vaktina fram undir miðnætti. Hann segir ástæðuna pest sem sé að ganga. „Það er að ganga leiðindarkvefpest og hún er svolítið langvinn. Fólk er jafnvel með slappleika, hósta, hitavellu í eina, tvær, þrjár vikur og verður þreytt og leitt á þeim einkennum og kemur,“ segir Gunnlaugur og að frekar sjaldgæft sé að svona sumarpestir séu í gangi. Gunnlaugur segir það hafa færst í vöxt á síðustu árum að erlendir ferðamenn leiti á Læknavaktina en það skýri þó ekki aukninguna núna. „Við finnum fyrir verulegri aukningu koma bara eins og fjölgun ferðamanna á landinu hefur verið. Ég gæti trúað að ef maður horfir svona fimm ár aftur í tímann þá sé svona fimmföldun á fjölda þeirra sem að koma til okkar,“ segir Gunnlaugur.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Handtekinn í Dölunum Eldur í ökutæki í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sjá meira