Segir kirkjuna hafa haft frumkvæði að komu hælisleitenda Jakob Bjarnar skrifar 7. júlí 2016 16:33 Helgi Magnús segir prestana hafa haft frumkvæði að komu hælisleitenda og því sé ekki um það að ræða að þeir hafi leitað þangað í nauðum sínum. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segist hafa fyrir því áreiðanlegar heimildir að prestar Laugarneskirkju hafi haft frumkvæði að því að hælisleitendur komu til kirkju. Það sé því ekki um það að ræða að þeir hafi leitað þangað í nauðum. Atvikið í Laugarneskirkju, þegar lögreglan kom og handtók tvo hælisleitendur sem þar voru, hefur vakið mikla athygli og virðist ætla að draga dilk á eftir sér. Eins og Vísir fjallaði ítarlega um fyrr í dag. Mennirnir voru ekki að leita til kirkjunnar heldur svara kalli Helgi Magnús hefur gagnrýnt þjóðkirkjuna mjög vegna málsins og afstöðu hennar til málsins. Hann hefur talað um að þetta sé PR-stönt. Og hefur sitthvað til síns máls ef marka má eftirfarandi orð hans: „Ég hef fengið áreiðanlegar upplýsingar sem ég treysti um að annar mannanna hafi gefið þá skýringu við lögreglu eftir handtökuna að þetta hafi ekki verið þeirra hugmynd heldur hafi umræddir prestar hringt í þá og boðið þeim að koma í kirkjuna. Hvort þar réði mestu umhyggja fyrir mönnunum eða áhugi á að setja upp sýningu fyrir No Border kverúlantaklúbbinn veit ég ekki. Mennirnir voru því ekki samkvæmt þessu að leita til kirkjunnar á örlagatíma í lífi sínu heldur að svara kalli kirkjunnar. Ég tel þetta enn fráleitara en það leit út við fyrstu sýn,“ segir Helgi Magnús. Séra Kristín telur þetta ekki breyta eðli máls Vísir bar þessi orð undir Séra Kristínu Þórunni Tómasdóttur en hún segist ekki hafa verið í sambandi við mennina heldur hafi það Séra Toshiki Toma. „Hann sagði að þeir hefðu viljað leita til kirkjunnar og ég hef gengið út frá því. Þannig að ég get ekki staðfest eða hrakið þetta.“ Vísir reyndi að ná í Séra Toshiki Toma en hann tók ekki símann við það tækifæri. Séra Kristínu finnst þetta ekki breyta eðli málsins, þá í tengslum við þann þátt málsins að um hafi verið að ræða PR-stönt. „Nei, ég get ekki sagt það. PR-stönt eða ekki PR-stönt, það eiga sér ótal brottvísanir stað og flestar fá enga athygli. Svo hefur það sýnt sig í þeim málum þar sem athygli almennings hefur verið fönguð, það hefur haft heilmikið að segja. Þannig að það var náttúrlega, þvert á að reyna að fela þá eða stinga lögguna af var þetta galopið til að fólk gæti fylgst með.“ Vill þrauka áfram í þjóðkirkjunni Helgi Magnús vararíkissaksóknari segist hafa fengið afar jákvæð viðbrögð við orðum sínum um þetta atvik. „En einhverjir halda áfram að ræða málið á þeim nótum að það eigi ekki að virða ákvarðanir útlendingastofnunar af því að þeir viti betur og þær séu rangar, lögin ólög. Sömu efast um lagaheimildir og virðast telja að þeir eigi bara að virða þær ákvarðanir og þau lög sem þeim líkar. Þá vaða uppi fullyrðingar þessara sömu sem telja sig geta fullyrt að ekki sé forsvaranlegt að senda menn til baka til Íraks og svo framvegis, allt án sýnilegra raka. Yfir það heila held ég að þjóðkirkjan okkar, þessir prestar og biskup séu búin að koma sér í vandræði með þessu.“ Vísir greindi frá því að Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum sé búinn að segja sig úr þjóðkirkjunni og spurði Helga Magnús hvort hann hafi hugleitt það sjálfur? „Já, ég hef íhugað að segja mig úr þjóðkirkjunni en ég vil þrauka. Komi upp svona atvik aftur mun ég ekki hika og ég ætlast til þess að biskup sjái til þess að þetta komi ekki fyrir aftur eða eitthvað svipað.“ Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Ólafur Helgi lögreglustjóri hefur sagt sig úr þjóðkirkjunni Kirkjan í úlfakreppu vegna atviksins í Laugarneskirkju. 7. júlí 2016 11:17 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segist hafa fyrir því áreiðanlegar heimildir að prestar Laugarneskirkju hafi haft frumkvæði að því að hælisleitendur komu til kirkju. Það sé því ekki um það að ræða að þeir hafi leitað þangað í nauðum. Atvikið í Laugarneskirkju, þegar lögreglan kom og handtók tvo hælisleitendur sem þar voru, hefur vakið mikla athygli og virðist ætla að draga dilk á eftir sér. Eins og Vísir fjallaði ítarlega um fyrr í dag. Mennirnir voru ekki að leita til kirkjunnar heldur svara kalli Helgi Magnús hefur gagnrýnt þjóðkirkjuna mjög vegna málsins og afstöðu hennar til málsins. Hann hefur talað um að þetta sé PR-stönt. Og hefur sitthvað til síns máls ef marka má eftirfarandi orð hans: „Ég hef fengið áreiðanlegar upplýsingar sem ég treysti um að annar mannanna hafi gefið þá skýringu við lögreglu eftir handtökuna að þetta hafi ekki verið þeirra hugmynd heldur hafi umræddir prestar hringt í þá og boðið þeim að koma í kirkjuna. Hvort þar réði mestu umhyggja fyrir mönnunum eða áhugi á að setja upp sýningu fyrir No Border kverúlantaklúbbinn veit ég ekki. Mennirnir voru því ekki samkvæmt þessu að leita til kirkjunnar á örlagatíma í lífi sínu heldur að svara kalli kirkjunnar. Ég tel þetta enn fráleitara en það leit út við fyrstu sýn,“ segir Helgi Magnús. Séra Kristín telur þetta ekki breyta eðli máls Vísir bar þessi orð undir Séra Kristínu Þórunni Tómasdóttur en hún segist ekki hafa verið í sambandi við mennina heldur hafi það Séra Toshiki Toma. „Hann sagði að þeir hefðu viljað leita til kirkjunnar og ég hef gengið út frá því. Þannig að ég get ekki staðfest eða hrakið þetta.“ Vísir reyndi að ná í Séra Toshiki Toma en hann tók ekki símann við það tækifæri. Séra Kristínu finnst þetta ekki breyta eðli málsins, þá í tengslum við þann þátt málsins að um hafi verið að ræða PR-stönt. „Nei, ég get ekki sagt það. PR-stönt eða ekki PR-stönt, það eiga sér ótal brottvísanir stað og flestar fá enga athygli. Svo hefur það sýnt sig í þeim málum þar sem athygli almennings hefur verið fönguð, það hefur haft heilmikið að segja. Þannig að það var náttúrlega, þvert á að reyna að fela þá eða stinga lögguna af var þetta galopið til að fólk gæti fylgst með.“ Vill þrauka áfram í þjóðkirkjunni Helgi Magnús vararíkissaksóknari segist hafa fengið afar jákvæð viðbrögð við orðum sínum um þetta atvik. „En einhverjir halda áfram að ræða málið á þeim nótum að það eigi ekki að virða ákvarðanir útlendingastofnunar af því að þeir viti betur og þær séu rangar, lögin ólög. Sömu efast um lagaheimildir og virðast telja að þeir eigi bara að virða þær ákvarðanir og þau lög sem þeim líkar. Þá vaða uppi fullyrðingar þessara sömu sem telja sig geta fullyrt að ekki sé forsvaranlegt að senda menn til baka til Íraks og svo framvegis, allt án sýnilegra raka. Yfir það heila held ég að þjóðkirkjan okkar, þessir prestar og biskup séu búin að koma sér í vandræði með þessu.“ Vísir greindi frá því að Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum sé búinn að segja sig úr þjóðkirkjunni og spurði Helga Magnús hvort hann hafi hugleitt það sjálfur? „Já, ég hef íhugað að segja mig úr þjóðkirkjunni en ég vil þrauka. Komi upp svona atvik aftur mun ég ekki hika og ég ætlast til þess að biskup sjái til þess að þetta komi ekki fyrir aftur eða eitthvað svipað.“
Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Ólafur Helgi lögreglustjóri hefur sagt sig úr þjóðkirkjunni Kirkjan í úlfakreppu vegna atviksins í Laugarneskirkju. 7. júlí 2016 11:17 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Ólafur Helgi lögreglustjóri hefur sagt sig úr þjóðkirkjunni Kirkjan í úlfakreppu vegna atviksins í Laugarneskirkju. 7. júlí 2016 11:17