Fyrsti stórleikur sumarsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. júlí 2016 06:00 Breiðablik vann báða leikina gegn Stjörnunni í fyrra 1-0. vísir/ernir Lið Stjörnunnar var spurningarmerki fyrir mót enda hafa sterkir leikmenn eins og Sandra Sigurðardóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir horfið á braut. Þrátt fyrir það hefur Ólafi Þór Guðbjörnssyni, þjálfara Stjörnunnar, tekist að púsla saman sterku liði og byrjun Garðbæinga á tímabilinu verið nánast fullkomin. Liðið hefur unnið fimm af sex leikjum sínum og gert eitt jafntefli, skorað 17 mörk og aðeins fengið eitt á sig. „Ég var nú spurð að því fyrir tímabilið hvort það væri raunhæft að berjast um titla miðað við nöfnin sem við misstum,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið í gær. „Eðlilega voru margir sem veltu því fyrir sér hvar við stæðum. En ég sagði það líka að ef við gæfum þessum ungu stelpum tækifæri myndu þær standa sig og ég held að Berglind Hrund [Jónasdóttir] sé gott dæmi um það,“ sagði Ásgerður. Umrædd Berglind, sem er aðeins tvítug, tók stöðu Söndru í Stjörnumarkinu og hefur heldur betur staðið fyrir sínu og haldið hreinu í fimm af sex deildarleikjum Stjörnunnar í sumar. Varnarleikur Garðbæinga hefur sömuleiðis verið sterkur og Ásgerður segir að hann muni eflaust fleyta liðinu langt í sumar. „Við spilum frekar þéttan varnarleik og það er gömul klisja sem segir að sókn vinni leiki en vörn vinni mót. Það er samt góð klisja,“ sagði Ásgerður. Hún segir að Stjörnukonur myndu una vel við eitt stig úr leiknum í kvöld. „Við yrðum þokkalega sáttar ef við færum með jafntefli úr Kópavoginum. Þetta er gríðarlega erfiður útivöllur.“ Fanndís Friðriksdóttir, besti leikmaður Pepsí-deildarinnar í fyrra, segir að Breiðablik megi alls ekki tapa leiknum gegn Stjörnunni í kvöld. „Við viljum ekki missa Stjörnuna fimm stig fram úr okkur, það er alveg klárt,“ sagði Fanndís. En myndu Blikar sætta sig við jafntefli í kvöld? „Já, já, það eiga fleiri lið eftir að misstíga sig. En eins og staðan er núna er Stjarnan efst því þær eru með besta liðið.“ Blikar gerðu jafntefli í tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum í Pepsí-deildinni en hafa nú unnið þrjá leiki í röð, nú síðast 0-4 útisigur á ÍBV. Fanndís er þokkalega sátt með uppskeruna hingað til. „Auðvitað hefðum við viljað sleppa þessum tveimur jafnteflum sem við höfum gert. En það þýðir ekkert að pæla í því og við þurfum bara að einbeita okkur að næsta leik,“ sagði Fanndís sem er búin að skora þrjú mörk í Pepsí-deildinni. Talsverðar breytingar hafa orðið á liði Breiðabliks frá því í fyrra og svo hafa meiðsli sett strik í reikning Íslandsmeistaranna. „Það hafa orðið nokkrar breytingar og við höfum ekki fengið mikið í staðinn. Við vorum reyndar að fá nýsjálenskan leikmann en hún má ekki spila strax,“ sagði Fanndís, en Blikar missa síðan nokkra leikmenn út í skóla í Bandaríkjunum seinna í sumar. „Við erum ekki með breiðasta leikmannahópinn og þetta verður smá púsluspil. Við viljum auðvitað vera á toppnum en mótið er orðið svo jafnt að það geta allir stolið stigum af öllum,“ sagði Fanndís að endingu. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Lið Stjörnunnar var spurningarmerki fyrir mót enda hafa sterkir leikmenn eins og Sandra Sigurðardóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir horfið á braut. Þrátt fyrir það hefur Ólafi Þór Guðbjörnssyni, þjálfara Stjörnunnar, tekist að púsla saman sterku liði og byrjun Garðbæinga á tímabilinu verið nánast fullkomin. Liðið hefur unnið fimm af sex leikjum sínum og gert eitt jafntefli, skorað 17 mörk og aðeins fengið eitt á sig. „Ég var nú spurð að því fyrir tímabilið hvort það væri raunhæft að berjast um titla miðað við nöfnin sem við misstum,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið í gær. „Eðlilega voru margir sem veltu því fyrir sér hvar við stæðum. En ég sagði það líka að ef við gæfum þessum ungu stelpum tækifæri myndu þær standa sig og ég held að Berglind Hrund [Jónasdóttir] sé gott dæmi um það,“ sagði Ásgerður. Umrædd Berglind, sem er aðeins tvítug, tók stöðu Söndru í Stjörnumarkinu og hefur heldur betur staðið fyrir sínu og haldið hreinu í fimm af sex deildarleikjum Stjörnunnar í sumar. Varnarleikur Garðbæinga hefur sömuleiðis verið sterkur og Ásgerður segir að hann muni eflaust fleyta liðinu langt í sumar. „Við spilum frekar þéttan varnarleik og það er gömul klisja sem segir að sókn vinni leiki en vörn vinni mót. Það er samt góð klisja,“ sagði Ásgerður. Hún segir að Stjörnukonur myndu una vel við eitt stig úr leiknum í kvöld. „Við yrðum þokkalega sáttar ef við færum með jafntefli úr Kópavoginum. Þetta er gríðarlega erfiður útivöllur.“ Fanndís Friðriksdóttir, besti leikmaður Pepsí-deildarinnar í fyrra, segir að Breiðablik megi alls ekki tapa leiknum gegn Stjörnunni í kvöld. „Við viljum ekki missa Stjörnuna fimm stig fram úr okkur, það er alveg klárt,“ sagði Fanndís. En myndu Blikar sætta sig við jafntefli í kvöld? „Já, já, það eiga fleiri lið eftir að misstíga sig. En eins og staðan er núna er Stjarnan efst því þær eru með besta liðið.“ Blikar gerðu jafntefli í tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum í Pepsí-deildinni en hafa nú unnið þrjá leiki í röð, nú síðast 0-4 útisigur á ÍBV. Fanndís er þokkalega sátt með uppskeruna hingað til. „Auðvitað hefðum við viljað sleppa þessum tveimur jafnteflum sem við höfum gert. En það þýðir ekkert að pæla í því og við þurfum bara að einbeita okkur að næsta leik,“ sagði Fanndís sem er búin að skora þrjú mörk í Pepsí-deildinni. Talsverðar breytingar hafa orðið á liði Breiðabliks frá því í fyrra og svo hafa meiðsli sett strik í reikning Íslandsmeistaranna. „Það hafa orðið nokkrar breytingar og við höfum ekki fengið mikið í staðinn. Við vorum reyndar að fá nýsjálenskan leikmann en hún má ekki spila strax,“ sagði Fanndís, en Blikar missa síðan nokkra leikmenn út í skóla í Bandaríkjunum seinna í sumar. „Við erum ekki með breiðasta leikmannahópinn og þetta verður smá púsluspil. Við viljum auðvitað vera á toppnum en mótið er orðið svo jafnt að það geta allir stolið stigum af öllum,“ sagði Fanndís að endingu.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann