Fimm lögregluþjónar myrtir af leyniskyttum Samúel Karl Ólason skrifar 8. júlí 2016 07:30 Lögregluþjónar standa vörð nærri svæðinu þar sem skotárásin átti sér stað. Vísir/AFP Uppfært 12:10 Fimm lögregluþjónar voru skotnir til bana í nótt og sjö eru særðir eftir að minnst tvær leyniskyttur hófu skothríð á hóp lögreglumanna í Dallas í Texas. Lögreglan hafði verið kölluð til þar sem fólksfjöldi hafði komið saman til að mótmæla drápunum á tveimur blökkumönnum sem lögreglumenn í Louisiana og Minnesota skutu í gær og í fyrradag. Þar að auki voru tveir almennir borgarar særðir. Ein kona fékk skot í fótinn, en hún var í mótmælagöngunni með þremur sonum sínum.Leyniskytturnar voru minnst tvær og skutu þeir á lögregluþjónana ofan af háum húsum í grennd við mótmælagönguna.Þrír eru í haldi grunaðir um aðild að málinu, en þeir neita að sýna lögreglunni samstarf. Þar af er ein kona sem Mike Rawlings, borgarstjóri Dallas, segir að sé frá Bandaríkjunum og af afrískum uppruna. Lögreglan sat svo um einn skotmann til viðbótar sem birgði sig inni í bílastæðahúsi á svæðinu. Hann hafði hafið skothríð fyrir utan háskóla í borginni og myrti þar minnst einn lögregluþjón. Hann skiptist á skotum við lögreglu um nokkurt skeið en nú sagður vera látinn. Rawlings segir að hann hafi verið felldur af lögregluþjónum. „Við vorum mjög ánægðir með að okkur hafi tekist að fellan þennan eina sökudólg,“ sagði Rawlings á blaðamannafundi í dag. Fleiri lögregluþjónar hafa ekki látið lífið á einum degi í Bandaríkjunum frá árásunum á Tvíburaturnana árið 2001, samkvæmt CNN. Myndband af manninum hefur nú verið birt á samfélagsmiðlum þar sem sjá má hann skiptast á skotum við lögreglu. Hann var vopnaður hálf-sjálfvirkum riffli, sem mun vera af gerðinni AR-15, og klæddur í skothelt vesti.Amateur video footage shows gunman involved in #Dallas shooting https://t.co/FfyEyhATMM https://t.co/RUXXrQEJRC— BBC Breaking News (@BBCBreaking) July 8, 2016 Hann hótaði að myrða fleiri lögreglumenn og fullyrti að hann hefði komið sprengjum fyrir í húsinu og á fleiri stöðum í Dallas. Umfangsmikil leit að sprengjum var framkvæmd í miðbæ Dallas en ekkert fannst. David Brown, lögreglustjóri Dallas, segir að árásarmennirnir hafi skipulagt árásina vel og svo virtist sem að þeir hafi vitað hvaða leið mótmælagangan yrði gengin. Brown sagði einnig að ljóst væri að leyniskytturnar hefðu ætlað sér að myrða og særa eins marga lögregluþjóna og þeir gætu. Tveir þeirra sem eru í haldi lögreglu voru handteknir eftir að lögregluþjónn sá annan þeirra setja tösku í skottið á Mercedez bíl og keyra hratt á brott. Þeir voru stöðvaði á nærliggjandi hraðbraut. Þá er ein kona, sem handtekin var nærri bílastæðahúsinu þar sem umsátrið á sér stað, í haldi lögreglu.Fréttin verður uppfærðÞetta myndband gæti vakið óhug meðal viðkvæmra. MIke Rawlings, borgarstjóri Dallas, segir borgina syrgja. Tweets by DallasPD Black Lives Matter Tengdar fréttir Banaskot lögreglunnar valda usla í samfélaginu Nokkur banaskot sem nutu athylgi í Bandaríkjunum rifjuð upp. 7. júlí 2016 14:45 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Uppfært 12:10 Fimm lögregluþjónar voru skotnir til bana í nótt og sjö eru særðir eftir að minnst tvær leyniskyttur hófu skothríð á hóp lögreglumanna í Dallas í Texas. Lögreglan hafði verið kölluð til þar sem fólksfjöldi hafði komið saman til að mótmæla drápunum á tveimur blökkumönnum sem lögreglumenn í Louisiana og Minnesota skutu í gær og í fyrradag. Þar að auki voru tveir almennir borgarar særðir. Ein kona fékk skot í fótinn, en hún var í mótmælagöngunni með þremur sonum sínum.Leyniskytturnar voru minnst tvær og skutu þeir á lögregluþjónana ofan af háum húsum í grennd við mótmælagönguna.Þrír eru í haldi grunaðir um aðild að málinu, en þeir neita að sýna lögreglunni samstarf. Þar af er ein kona sem Mike Rawlings, borgarstjóri Dallas, segir að sé frá Bandaríkjunum og af afrískum uppruna. Lögreglan sat svo um einn skotmann til viðbótar sem birgði sig inni í bílastæðahúsi á svæðinu. Hann hafði hafið skothríð fyrir utan háskóla í borginni og myrti þar minnst einn lögregluþjón. Hann skiptist á skotum við lögreglu um nokkurt skeið en nú sagður vera látinn. Rawlings segir að hann hafi verið felldur af lögregluþjónum. „Við vorum mjög ánægðir með að okkur hafi tekist að fellan þennan eina sökudólg,“ sagði Rawlings á blaðamannafundi í dag. Fleiri lögregluþjónar hafa ekki látið lífið á einum degi í Bandaríkjunum frá árásunum á Tvíburaturnana árið 2001, samkvæmt CNN. Myndband af manninum hefur nú verið birt á samfélagsmiðlum þar sem sjá má hann skiptast á skotum við lögreglu. Hann var vopnaður hálf-sjálfvirkum riffli, sem mun vera af gerðinni AR-15, og klæddur í skothelt vesti.Amateur video footage shows gunman involved in #Dallas shooting https://t.co/FfyEyhATMM https://t.co/RUXXrQEJRC— BBC Breaking News (@BBCBreaking) July 8, 2016 Hann hótaði að myrða fleiri lögreglumenn og fullyrti að hann hefði komið sprengjum fyrir í húsinu og á fleiri stöðum í Dallas. Umfangsmikil leit að sprengjum var framkvæmd í miðbæ Dallas en ekkert fannst. David Brown, lögreglustjóri Dallas, segir að árásarmennirnir hafi skipulagt árásina vel og svo virtist sem að þeir hafi vitað hvaða leið mótmælagangan yrði gengin. Brown sagði einnig að ljóst væri að leyniskytturnar hefðu ætlað sér að myrða og særa eins marga lögregluþjóna og þeir gætu. Tveir þeirra sem eru í haldi lögreglu voru handteknir eftir að lögregluþjónn sá annan þeirra setja tösku í skottið á Mercedez bíl og keyra hratt á brott. Þeir voru stöðvaði á nærliggjandi hraðbraut. Þá er ein kona, sem handtekin var nærri bílastæðahúsinu þar sem umsátrið á sér stað, í haldi lögreglu.Fréttin verður uppfærðÞetta myndband gæti vakið óhug meðal viðkvæmra. MIke Rawlings, borgarstjóri Dallas, segir borgina syrgja. Tweets by DallasPD
Black Lives Matter Tengdar fréttir Banaskot lögreglunnar valda usla í samfélaginu Nokkur banaskot sem nutu athylgi í Bandaríkjunum rifjuð upp. 7. júlí 2016 14:45 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Banaskot lögreglunnar valda usla í samfélaginu Nokkur banaskot sem nutu athylgi í Bandaríkjunum rifjuð upp. 7. júlí 2016 14:45