Á von á sambærilegu verði í H&M á Íslandi Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 8. júlí 2016 09:24 Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Reginn. Vísir/GVA Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins hf., segir að búið hafi verið að vinna að komu fatarisans H&M til Íslands í tvö ár. Reiknað sé með því að verslanirnar tvær, á Hafnartorgi og í Smáralind, verði opnaðar í tveimur skrefum, á næsta ári og þarnæsta. Helgi segist reikna með því að verð á fötum verði sambærileg við verð í verslununum í öðrum löndum. „Samningar við svona sterk og öflug fyrirtæki taka mjög langan tíma og eru flóknir og erfiðir. Við erum búnir að vinna að þessu í rúmlega tvö ár,“ segir Helgi í samtali við Vísi. Hann segir H&M í gríðarlegum vexti og að opna fleiri hundruð verslanir á hverju ári. „Þeir velja sín lönd, sem þeir fara inn í af mikilli kostgæfni, og það þykir svolítið merkilegt hjá þeim að opna í nýju landi,“ segir Helgi. Það hafi verið tilkynnt sérstaklega í morgun að til stæði að opna verslanir í nýju landi. Sömuleiðis standa yfir viðræður Kringlunnar við H&M en ekki hefur verið gengið frá samningum enn sem komið er. Hafnartorg eins og það kemur til með að líta út, séð frá Arnarhóli.PK arkitektar Muni hafa mikil áhrif á verslun „Þeir telja tímabært að koma núna til Íslands en auðvitað koma þeir því við erum að bjóða þeim góðan valkost sem falla algjörlega að þeirra staðsetningu og miðbæinn.“ Lengi hafa verið sögusagnir og orðrómar um komu H&M sem ekki hefur reynst fótur fyrir. Helgi segist ekki vita hvað hafi breyst nú, hann hafi spurt að því en ekki fengið svör. Ein stærsta ástæða vinsælda H&M er vöruverðið, fötin þykja ódýr á meðan þau eru á sama tíma nokkuð flott. Helgi á von á sambærilegu verði hér á landi eins og annars staðar. „Ég spurði þá að því en þeir gátu ekki sagt það nákvæmlega. Þeir eru með þá strategíu, eins og við Íslendingar sem förum í H&M þekkjum, að það er sambærilegt verð alls staðar þannig að við bara vonum það.“ Helgi segist eiga von á því að koma H&M muni hafa gríðarleg áhrif á verslun á báðum stöðum, bæði í Smáralind og Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur. Og raunar alla fataverslun á Íslandi. „Þetta kemur til með að styrkja hana alveg gríðarlega, og auka veltu. Vonandi fer fólk að versla meira hér heima,“ segir Helgi. Sjálfsagt muni miðbæinn og Smáralind sem verslunareiningar styrkjast og Reginn hafi lengi ætlað sér að byggja upp sterkan miðbæ í samstarfi við þá aðila sem fyrir eru í borginni, og borgina. „Þetta er bara fyrsta stóra skrefið í þá átt.“ H&M opnar verslun í Smáralind.Vísir/GVA Fleiri risar á leiðinni Helgi segir að næstu skref snúi að endurskipulagningu Smáralindar. „Nú er komið gríðarlega flott ankeri, sterk ankeri í Smáralind, við Zöru, við Lindex, við Hagkaup og þessa sterku aðila sem þar eru og síðan koma fleiri aðilar í miðbæinn. Þetta var fyrsti aðilinn sem við lönduðum þar og vildum ekki gera samning við aðra fyrr en þetta væri búið. Núna byrjar það á fullu og við gerum Hafnartorgið að frábærum verslunarkjarna.“ Helgi vill ekki fara nánar út í hvaða aðrar verslunir gætu verið á leiðinni. Það muni skýrast fljótt eftir að gengið hefur verið frá samningum við H&M. „Þetta var vendipunkturinn og við erum búin að ýta öllu á undan okkur þangað til þetta kemur.“ Tengdar fréttir H&M kemur í Smáralind og Hafnartorg Leigusamningar undirritaðir í dag. 8. júlí 2016 07:50 Mest lesið „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Sjá meira
Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins hf., segir að búið hafi verið að vinna að komu fatarisans H&M til Íslands í tvö ár. Reiknað sé með því að verslanirnar tvær, á Hafnartorgi og í Smáralind, verði opnaðar í tveimur skrefum, á næsta ári og þarnæsta. Helgi segist reikna með því að verð á fötum verði sambærileg við verð í verslununum í öðrum löndum. „Samningar við svona sterk og öflug fyrirtæki taka mjög langan tíma og eru flóknir og erfiðir. Við erum búnir að vinna að þessu í rúmlega tvö ár,“ segir Helgi í samtali við Vísi. Hann segir H&M í gríðarlegum vexti og að opna fleiri hundruð verslanir á hverju ári. „Þeir velja sín lönd, sem þeir fara inn í af mikilli kostgæfni, og það þykir svolítið merkilegt hjá þeim að opna í nýju landi,“ segir Helgi. Það hafi verið tilkynnt sérstaklega í morgun að til stæði að opna verslanir í nýju landi. Sömuleiðis standa yfir viðræður Kringlunnar við H&M en ekki hefur verið gengið frá samningum enn sem komið er. Hafnartorg eins og það kemur til með að líta út, séð frá Arnarhóli.PK arkitektar Muni hafa mikil áhrif á verslun „Þeir telja tímabært að koma núna til Íslands en auðvitað koma þeir því við erum að bjóða þeim góðan valkost sem falla algjörlega að þeirra staðsetningu og miðbæinn.“ Lengi hafa verið sögusagnir og orðrómar um komu H&M sem ekki hefur reynst fótur fyrir. Helgi segist ekki vita hvað hafi breyst nú, hann hafi spurt að því en ekki fengið svör. Ein stærsta ástæða vinsælda H&M er vöruverðið, fötin þykja ódýr á meðan þau eru á sama tíma nokkuð flott. Helgi á von á sambærilegu verði hér á landi eins og annars staðar. „Ég spurði þá að því en þeir gátu ekki sagt það nákvæmlega. Þeir eru með þá strategíu, eins og við Íslendingar sem förum í H&M þekkjum, að það er sambærilegt verð alls staðar þannig að við bara vonum það.“ Helgi segist eiga von á því að koma H&M muni hafa gríðarleg áhrif á verslun á báðum stöðum, bæði í Smáralind og Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur. Og raunar alla fataverslun á Íslandi. „Þetta kemur til með að styrkja hana alveg gríðarlega, og auka veltu. Vonandi fer fólk að versla meira hér heima,“ segir Helgi. Sjálfsagt muni miðbæinn og Smáralind sem verslunareiningar styrkjast og Reginn hafi lengi ætlað sér að byggja upp sterkan miðbæ í samstarfi við þá aðila sem fyrir eru í borginni, og borgina. „Þetta er bara fyrsta stóra skrefið í þá átt.“ H&M opnar verslun í Smáralind.Vísir/GVA Fleiri risar á leiðinni Helgi segir að næstu skref snúi að endurskipulagningu Smáralindar. „Nú er komið gríðarlega flott ankeri, sterk ankeri í Smáralind, við Zöru, við Lindex, við Hagkaup og þessa sterku aðila sem þar eru og síðan koma fleiri aðilar í miðbæinn. Þetta var fyrsti aðilinn sem við lönduðum þar og vildum ekki gera samning við aðra fyrr en þetta væri búið. Núna byrjar það á fullu og við gerum Hafnartorgið að frábærum verslunarkjarna.“ Helgi vill ekki fara nánar út í hvaða aðrar verslunir gætu verið á leiðinni. Það muni skýrast fljótt eftir að gengið hefur verið frá samningum við H&M. „Þetta var vendipunkturinn og við erum búin að ýta öllu á undan okkur þangað til þetta kemur.“
Tengdar fréttir H&M kemur í Smáralind og Hafnartorg Leigusamningar undirritaðir í dag. 8. júlí 2016 07:50 Mest lesið „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Sjá meira