Að semja við sjálfan sig Þröstur Ólafsson skrifar 30. júní 2016 07:00 Þegar fyrrverandi ríkisstjórn sameinaði öll atvinnuvegaráðuneytin í eitt ráðuneyti, var sú hugsun ráðandi að þannig fengist sterkari og markvissari stjórnsýsla sem fær væri um að takast á við flókin og erfið mál. Íslensk stjórnsýsla er veik og þarf í meiri eða minni mæli að reiða sig á vinnu einkaaðila eða hagsmunaaðila við undirbúning og frágang frumvarpa eða annarra opinberra gjörninga. Í seinna tilviki verður niðurstaðan óhjákvæmilega lituð af stefnu og skoðunum hagsmunaaðilanna, sem hvorki þarf að vera í samræmi við almannahagsmuni, ríkishagsmuni hvað þá góða stjórnsýslu. Ekkert ráðuneyti hefur, í tímans rás, verið stjórnsýslulega veikara en landbúnaðarráðuneytið. Snemma virðist sú ákvörðun hafa verið tekin, að ráðuneytið myndi nýta vinnu frá hagsmunasamtökum bænda , enda voru þau, og eru kannski enn, hálf opinber samtök, í stað þess að byggja upp sterkt ráðuneyti sem gæti sjálft metið verkefni og unnið úr málum á eigin forsendum. Með tímanum hætti almenningur að taka eftir því, að það varð fremur regla en undantekning að Stéttarsamband bænda, síðar Bændasamtök Íslands voru í eins konar fastri en þó endurgjaldslítilli verktöku, þegar ráðuneytið þurfti að semja lagafrumvörp eða drög að reglugerðum, sem snertu verksvið þess. Undir þetta féllu einnig búvörusamningarnir. Eitt atvinnuvegaráðuneyti Með sameiningu allra atvinnuvegaráðuneyta í eitt ráðuneyti var gerð tilraun til að búa til sterkari stjórnsýslueiningu þar sem saman væri komin sú sérþekking og sá mannauður sem gæti staðið í og klárað samninga og unnið frumvörp á eigin forsendum í stað þess að vera upp á vinnuframlag hagsmunaaðila komin. Það kom því frekar á óvart að við myndun núverandi ríkisstjórnar skyldi vera farið í gamla farið og opinber stjórnsýslan þannig veikt. Landbúnaðar- og sjávarútvegsmál voru á ný sett undir sérstakan ráðherra og klofin frá málaflokkum annarra atvinnuvega. Þannig var hægt að viðhalda gömlum vinnubrögðum og leyfa bændum að semja við sjálfa sig, í stað þess að semja við öfluga samninganefnd frá ríkinu, því innan nýs ráðuneytis var engin sjálfstæð samningsgeta til staðar. Bændasamtökin voru því í reynd að semja við sig sjálf og landbúnaðarráðherra kvittaði undir til staðfestingar. Hvað skyldi verða sagt ef fjármálaráðherra gæfi BSRB sjálfdæmi um að semja nýja kjarasamninga til margra ára, en hans hlutverk væri eitt að undirrita gjörninginn? Því miður virðist aðgæsla fjármálaráðherra ekki hafa verið sem skyldi, því samningarnir eru gildir sem slíkir, þótt í þetta skipti fylgi önnur frumvörp, sem hangi á sömu spýtunni. Niðurstaðan í samræmi við vinnubrögðin Niðurstaða samninganna er því í samræmi við vinnubrögðin. Þeir eru gerðir án nokkurrar aðkomu almannavaldsins og hagsmunir almennings þ.e. neytenda fyrir borð bornir. Sterkustu hagsmunaaðilar innan samtaka bænda, stórbændur og afurðastöðvar þeirra hafa fengið að spenna samningana fyrir eigin vagna. Búvörusamningar fjalla núorðið ekki síður um markaðsstöðu og afkomu afurðastöðvanna frekar en afkomu almennra bænda. Í sauðfjárrækt er engin viðmiðun tekin af getu innlends markaðar til að kaupa allt þetta kjöt. Til að réttlæta þessa vitleysu er ausið mörg hundruð milljónum í markaðsátök bæði hér heima og erlendis. Forsvarsmenn bænda fabúlera um að kenna þurfi erlendu ferðafólki að meta íslenskt lambakjöt. Á að setja ferðamenn á námskeið í lambakjötsáti? Barnaskapurinn og bullið er greinilega sífrjó auðlind! Það vottar hvergi fyrir framtíðarhugsun um umhverfisvænan landbúnað, sem starfi með þarfir íslenskra neytenda að leiðarljósi, í sátt við náttúruna og sem jafnframt tryggi bændum góða lífsafkomu. Þá er athygli almennings og smábænda dreift með því að klifa stöðugt á því að búvörusamningar séu jafnframt aðgerð í dreifbýlismálum. Fortíð í stað framtíðar Raunverulegan árangur þessarar áratuga samtvinnunar má glöggt kenna í dreifðustu sveitum landsins. Þær eru að verða að mannlífsöræfum; yfirgefnar, fátækar og niðurníddar. Þar blasir við dapurlegt árangursleysi afturhaldsstefnu sem neitar að horfast í augu við nútímann. Flestar þjóðir Vesturlanda hafa þurft að hrista af sér strúktúrvanda úr fortíð, sem búið hefur lengi um sig og hefur hindrað þjóðir í að nútímavæðast. Landbúnaðurinn á það eftir. Þrátt fyrir – eða kannski vegna – milljarða moksturs úr ríkissjóði til sauðfjárbúskapar mjakast ekkert áfram, framleiðni vinnu og fjármagns nánast engin og afkoman eftir því. Forystufólk bænda virðist ófært um að eygja nokkra hugsun í átt að breytingum eða til nýsköpunar. Það eina sem þeim dettur í hug eru viðbótarpeningar úr ríkissjóði. Þarna koma einnig í ljós annmarkar þess að láta bændaforystuna semja við sjálfa sig. Það er ófrjótt og útilokar sjónarmið að utan. Það er árangursríkasta leiðin til að hjakka áfram í sama farinu. Það er löngu tímabært að slíta naflastrenginn milli samninga við bændur og afurðastöðva, þó þær séu formlega í eigu bænda. Þær verða eins og önnur iðnaðarframleiðsla að starfa innan reglna markaðskerfisins. Þetta var önnur ástæða þess að búa varð til nýtt ráðuneyti svo hægt væri að viðhalda og auka enn sérreglur fyrir úrvinnslu og markaðssetningu landbúnaðarafurða. Hollir eru heimanfengnir búvörusamningar! Tíu ára gildistími tryggir fullkomlega, þann ásetning sem ræður ferð meðal bændasamtakanna. Nú þyrfti að stofna „BúSave“ til að vernda þjóðina gegn yfirgangi samtaka landbúnaðarins, sem þessi tíu ára búvörusamningur vissulega er. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Þegar fyrrverandi ríkisstjórn sameinaði öll atvinnuvegaráðuneytin í eitt ráðuneyti, var sú hugsun ráðandi að þannig fengist sterkari og markvissari stjórnsýsla sem fær væri um að takast á við flókin og erfið mál. Íslensk stjórnsýsla er veik og þarf í meiri eða minni mæli að reiða sig á vinnu einkaaðila eða hagsmunaaðila við undirbúning og frágang frumvarpa eða annarra opinberra gjörninga. Í seinna tilviki verður niðurstaðan óhjákvæmilega lituð af stefnu og skoðunum hagsmunaaðilanna, sem hvorki þarf að vera í samræmi við almannahagsmuni, ríkishagsmuni hvað þá góða stjórnsýslu. Ekkert ráðuneyti hefur, í tímans rás, verið stjórnsýslulega veikara en landbúnaðarráðuneytið. Snemma virðist sú ákvörðun hafa verið tekin, að ráðuneytið myndi nýta vinnu frá hagsmunasamtökum bænda , enda voru þau, og eru kannski enn, hálf opinber samtök, í stað þess að byggja upp sterkt ráðuneyti sem gæti sjálft metið verkefni og unnið úr málum á eigin forsendum. Með tímanum hætti almenningur að taka eftir því, að það varð fremur regla en undantekning að Stéttarsamband bænda, síðar Bændasamtök Íslands voru í eins konar fastri en þó endurgjaldslítilli verktöku, þegar ráðuneytið þurfti að semja lagafrumvörp eða drög að reglugerðum, sem snertu verksvið þess. Undir þetta féllu einnig búvörusamningarnir. Eitt atvinnuvegaráðuneyti Með sameiningu allra atvinnuvegaráðuneyta í eitt ráðuneyti var gerð tilraun til að búa til sterkari stjórnsýslueiningu þar sem saman væri komin sú sérþekking og sá mannauður sem gæti staðið í og klárað samninga og unnið frumvörp á eigin forsendum í stað þess að vera upp á vinnuframlag hagsmunaaðila komin. Það kom því frekar á óvart að við myndun núverandi ríkisstjórnar skyldi vera farið í gamla farið og opinber stjórnsýslan þannig veikt. Landbúnaðar- og sjávarútvegsmál voru á ný sett undir sérstakan ráðherra og klofin frá málaflokkum annarra atvinnuvega. Þannig var hægt að viðhalda gömlum vinnubrögðum og leyfa bændum að semja við sjálfa sig, í stað þess að semja við öfluga samninganefnd frá ríkinu, því innan nýs ráðuneytis var engin sjálfstæð samningsgeta til staðar. Bændasamtökin voru því í reynd að semja við sig sjálf og landbúnaðarráðherra kvittaði undir til staðfestingar. Hvað skyldi verða sagt ef fjármálaráðherra gæfi BSRB sjálfdæmi um að semja nýja kjarasamninga til margra ára, en hans hlutverk væri eitt að undirrita gjörninginn? Því miður virðist aðgæsla fjármálaráðherra ekki hafa verið sem skyldi, því samningarnir eru gildir sem slíkir, þótt í þetta skipti fylgi önnur frumvörp, sem hangi á sömu spýtunni. Niðurstaðan í samræmi við vinnubrögðin Niðurstaða samninganna er því í samræmi við vinnubrögðin. Þeir eru gerðir án nokkurrar aðkomu almannavaldsins og hagsmunir almennings þ.e. neytenda fyrir borð bornir. Sterkustu hagsmunaaðilar innan samtaka bænda, stórbændur og afurðastöðvar þeirra hafa fengið að spenna samningana fyrir eigin vagna. Búvörusamningar fjalla núorðið ekki síður um markaðsstöðu og afkomu afurðastöðvanna frekar en afkomu almennra bænda. Í sauðfjárrækt er engin viðmiðun tekin af getu innlends markaðar til að kaupa allt þetta kjöt. Til að réttlæta þessa vitleysu er ausið mörg hundruð milljónum í markaðsátök bæði hér heima og erlendis. Forsvarsmenn bænda fabúlera um að kenna þurfi erlendu ferðafólki að meta íslenskt lambakjöt. Á að setja ferðamenn á námskeið í lambakjötsáti? Barnaskapurinn og bullið er greinilega sífrjó auðlind! Það vottar hvergi fyrir framtíðarhugsun um umhverfisvænan landbúnað, sem starfi með þarfir íslenskra neytenda að leiðarljósi, í sátt við náttúruna og sem jafnframt tryggi bændum góða lífsafkomu. Þá er athygli almennings og smábænda dreift með því að klifa stöðugt á því að búvörusamningar séu jafnframt aðgerð í dreifbýlismálum. Fortíð í stað framtíðar Raunverulegan árangur þessarar áratuga samtvinnunar má glöggt kenna í dreifðustu sveitum landsins. Þær eru að verða að mannlífsöræfum; yfirgefnar, fátækar og niðurníddar. Þar blasir við dapurlegt árangursleysi afturhaldsstefnu sem neitar að horfast í augu við nútímann. Flestar þjóðir Vesturlanda hafa þurft að hrista af sér strúktúrvanda úr fortíð, sem búið hefur lengi um sig og hefur hindrað þjóðir í að nútímavæðast. Landbúnaðurinn á það eftir. Þrátt fyrir – eða kannski vegna – milljarða moksturs úr ríkissjóði til sauðfjárbúskapar mjakast ekkert áfram, framleiðni vinnu og fjármagns nánast engin og afkoman eftir því. Forystufólk bænda virðist ófært um að eygja nokkra hugsun í átt að breytingum eða til nýsköpunar. Það eina sem þeim dettur í hug eru viðbótarpeningar úr ríkissjóði. Þarna koma einnig í ljós annmarkar þess að láta bændaforystuna semja við sjálfa sig. Það er ófrjótt og útilokar sjónarmið að utan. Það er árangursríkasta leiðin til að hjakka áfram í sama farinu. Það er löngu tímabært að slíta naflastrenginn milli samninga við bændur og afurðastöðva, þó þær séu formlega í eigu bænda. Þær verða eins og önnur iðnaðarframleiðsla að starfa innan reglna markaðskerfisins. Þetta var önnur ástæða þess að búa varð til nýtt ráðuneyti svo hægt væri að viðhalda og auka enn sérreglur fyrir úrvinnslu og markaðssetningu landbúnaðarafurða. Hollir eru heimanfengnir búvörusamningar! Tíu ára gildistími tryggir fullkomlega, þann ásetning sem ræður ferð meðal bændasamtakanna. Nú þyrfti að stofna „BúSave“ til að vernda þjóðina gegn yfirgangi samtaka landbúnaðarins, sem þessi tíu ára búvörusamningur vissulega er. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar