Árni Harðarson skattakóngur ársins 2015 Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. júní 2016 09:36 Hann greiddi alls 265.319.825 króna í opinber gjöld á liðnu ári. Vísir/Vilhelm Árni Harðarson stjórnarmaður hjá Alvogen og staðgengill forstjóra er skattakóngur ársins 2015. Hann greiddi alls 265.319.825 króna í opinber gjöld á liðnu ári að því er fram kemur í álagningarskrá ríkisskattstjóra. Árni er viðskiptafélagi Róberts Wessman forstjóra og stofnanda Alvogen. Næsthæstu gjöldin greiddi Christopher M Perrin stjórnarformaður ALMC eignarumsýslufélags sem áður var Straumur Burðarás. Perrin greiddi alls 200.033.697 krónur í opinber gjöld. Í þriðja sæti yfir hæstu greiðendurna er Jakob Már Ásmundsson einnig hjá ALMC. Jakob greiddi alls 193.218.736 í opinber gjöld.Óttar Pálsson lögmaðurNæstur á eftir Jakobi kemur Þórir Garðarson. Hann átti, og á ennþá reyndar hlut í ferðaþjónustufyrirtækin Iceland Excursions, en árið 2015 seldi hann hlut í fyrirtækinu. Það skýrir veru hans á listanum yfir skattakónga nú en Þórir greiddi alls 163.175.914 krónur í opinber gjöld árið 2015. Sigurdór Sigurðsson kemur næstur og greiddi hann 160.403.826 krónur í opinber en hann, líkt og Þórir, seldi einnig hlut í Iceland Excursions í fyrra. Í sjötta sæti á listanum yfir skattakónga er Óttar Pálsson lögmaður hjá Logos og stjórnarmaður í ALMC. Hann greiddi 142.730.845 krónur í opinber gjöld á liðnu ári.Inga Lind Karlsdóttirvísir/antonKári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar var í þriðja sæti yfir hæstu gjaldendurna í fyrra en er nú í 15. sæti yfir þá sem greiða hæstu opinberu gjöldin. Hann greiðir á árinu 2015 alls 84.516.529 krónur en árið 2014 greiddi hann 277.499.661 krónur. Aðeins fjórar konur komast á listann yfir þá tuttugu einstaklinga sem greiða mest í opinber gjöld, þær Þórlaug Guðmundsdóttir, Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, fyrrverandi forstjóri Actavis, Þuríður Ottesen og Inga Lind Karlsdóttir, fjölmiðlakona. Seinasta sæti listans skipar svo Grímur Sæmundsen forstjóri Bláa lónsins en listann í heild má sjá hér að neðan. 1. Árni Harðarson – Reykjavík - 265.319.825 kr. 2. Christopher M Perrin -Reykjavík - 200.033.697 kr. 3. Jakob Már Ásmundsson – Hafnarfirði - 193.218.736 kr. 4. Þórir Garðarsson – Mosfellsbæ - 163.175.914 kr. 5. Sigurdór Sigurðsson – Reykjavík - 160.403.826 kr. 6. Óttar Pálsson – Garðabæ - 142.730.845 kr. 7. Valur Ragnarsson – Reykjavík - 133.059.910 kr. 8. Sigurður Reynir Harðarson – Reykjavík - 131.512.950 kr. 9. Kristján V Vilhelmsson – Akureyri - 129.060.207 kr. 10. Andrew Sylvain Bernhardt - Reykjavík - 112.810.485 kr. 11. Jakob Óskar Sigurðsson – Garðabæ - 101.488.387 kr. 12. Þórlaug Guðmundsdóttir - Grindavíkurbæ - 100.992.418 kr. 13. Þorvaldur Ingvarsson - Reykjavík - 93.116.177 kr. 14. Egill Jónsson – Hafnarfirði - 86.244.009 kr. 15. Kári Stefánsson - Reykjavík - 84.516.529 kr. 16. Guðbjörg Edda Eggertsdóttir - Hafnarfirði - 83.537.457 kr. 17. Þuríður Ottesen – Reykjavík - 81.246.007 kr. 18. Benedikt Sveinsson - Garðabæ - 80.440.300 kr. 19. Ingibjörg Lind Karlsdóttir – Garðabæ - 80.290.404 kr. 20. Grímur Karl Sæmundsen - Reykjavík - 80.089.692 kr. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Árni Harðarson stjórnarmaður hjá Alvogen og staðgengill forstjóra er skattakóngur ársins 2015. Hann greiddi alls 265.319.825 króna í opinber gjöld á liðnu ári að því er fram kemur í álagningarskrá ríkisskattstjóra. Árni er viðskiptafélagi Róberts Wessman forstjóra og stofnanda Alvogen. Næsthæstu gjöldin greiddi Christopher M Perrin stjórnarformaður ALMC eignarumsýslufélags sem áður var Straumur Burðarás. Perrin greiddi alls 200.033.697 krónur í opinber gjöld. Í þriðja sæti yfir hæstu greiðendurna er Jakob Már Ásmundsson einnig hjá ALMC. Jakob greiddi alls 193.218.736 í opinber gjöld.Óttar Pálsson lögmaðurNæstur á eftir Jakobi kemur Þórir Garðarson. Hann átti, og á ennþá reyndar hlut í ferðaþjónustufyrirtækin Iceland Excursions, en árið 2015 seldi hann hlut í fyrirtækinu. Það skýrir veru hans á listanum yfir skattakónga nú en Þórir greiddi alls 163.175.914 krónur í opinber gjöld árið 2015. Sigurdór Sigurðsson kemur næstur og greiddi hann 160.403.826 krónur í opinber en hann, líkt og Þórir, seldi einnig hlut í Iceland Excursions í fyrra. Í sjötta sæti á listanum yfir skattakónga er Óttar Pálsson lögmaður hjá Logos og stjórnarmaður í ALMC. Hann greiddi 142.730.845 krónur í opinber gjöld á liðnu ári.Inga Lind Karlsdóttirvísir/antonKári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar var í þriðja sæti yfir hæstu gjaldendurna í fyrra en er nú í 15. sæti yfir þá sem greiða hæstu opinberu gjöldin. Hann greiðir á árinu 2015 alls 84.516.529 krónur en árið 2014 greiddi hann 277.499.661 krónur. Aðeins fjórar konur komast á listann yfir þá tuttugu einstaklinga sem greiða mest í opinber gjöld, þær Þórlaug Guðmundsdóttir, Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, fyrrverandi forstjóri Actavis, Þuríður Ottesen og Inga Lind Karlsdóttir, fjölmiðlakona. Seinasta sæti listans skipar svo Grímur Sæmundsen forstjóri Bláa lónsins en listann í heild má sjá hér að neðan. 1. Árni Harðarson – Reykjavík - 265.319.825 kr. 2. Christopher M Perrin -Reykjavík - 200.033.697 kr. 3. Jakob Már Ásmundsson – Hafnarfirði - 193.218.736 kr. 4. Þórir Garðarsson – Mosfellsbæ - 163.175.914 kr. 5. Sigurdór Sigurðsson – Reykjavík - 160.403.826 kr. 6. Óttar Pálsson – Garðabæ - 142.730.845 kr. 7. Valur Ragnarsson – Reykjavík - 133.059.910 kr. 8. Sigurður Reynir Harðarson – Reykjavík - 131.512.950 kr. 9. Kristján V Vilhelmsson – Akureyri - 129.060.207 kr. 10. Andrew Sylvain Bernhardt - Reykjavík - 112.810.485 kr. 11. Jakob Óskar Sigurðsson – Garðabæ - 101.488.387 kr. 12. Þórlaug Guðmundsdóttir - Grindavíkurbæ - 100.992.418 kr. 13. Þorvaldur Ingvarsson - Reykjavík - 93.116.177 kr. 14. Egill Jónsson – Hafnarfirði - 86.244.009 kr. 15. Kári Stefánsson - Reykjavík - 84.516.529 kr. 16. Guðbjörg Edda Eggertsdóttir - Hafnarfirði - 83.537.457 kr. 17. Þuríður Ottesen – Reykjavík - 81.246.007 kr. 18. Benedikt Sveinsson - Garðabæ - 80.440.300 kr. 19. Ingibjörg Lind Karlsdóttir – Garðabæ - 80.290.404 kr. 20. Grímur Karl Sæmundsen - Reykjavík - 80.089.692 kr.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira