Nóg að gera hjá Kevin Durant næstu daga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júní 2016 16:00 Liðsfélagar á næsta tímabili? Steph Curry og Kevin Durant. Vísir/Getty Körfuboltamaðurinn Kevin Durant er einn allra feitasti bitinn á NBA-markaðnum í sumar og framundan eru fundahöld hjá honum og mörgum af flottustu liðum deildarinnar. Kevin Durant er að klára samning hjá Oklahoma City Thunder og mun funda með „sínu" félagi áður en hann flýgur til New York til að heyra tilboð frá öðrum félögum. ESPN segir frá. Kevin Durant er 27 ára gamall og hefur spilað í NBA-deildinni frá árinu 2007. Hann hefur allt tíð spilað með Oklahoma City Thunder en liðið hét þó Seattle SuperSonics þegar það tók hann með öðrum valrétti í nýliðavalinu 2007. Kevin Durant er með 27,4 stig, 7,0 fráköst og 3,7 stoðsendingar að meðaltali í leik á níu tímabilum sínum í NBA-deildinni en hann hefur einu sinni verið kosinn best leikmaður deildarinnar (2014) og fjórum sinnum verið stigakóngur (2010, 2011, 2012 og 2014). Kevin Durant snéri öflugur til leiks á síðasta tímabili eftir meiðslahrjáð tímabil þar á undan. Hann var aftur upp á sitt allra besta með 28,2, 8,2 fráköst og 5,0 stoðsendingar að meðaltali í leik og Oklahoma City Thunder liðið var aðeins einum leik frá því að komast í lokaúrslit NBA-deildarinnar. Kevin Durant mun hitta fulltrúa Golden State Warriors og Los Angeles Clippers á morgun, hann fundar með fulltrúum San Antonio Spurs og Boston Celtics á laugardaginn og síðasti planaði fundurinn er síðan með Miami Heat á sunnudaginn. Fari Durant til Golden State Warriors eða San Antonio Spurs er ljóst að þar væru um leið fæddir meistara kandídatar. Oklahoma City Thunder getur boðið Kevin Durant langbesta samninginn af þessum liðum en hann hefur enn ekki náð að vinna NBA-titilinn og eftir níu ár er hætt við því að hann vilji spila með liði sem getur unnið á næstu árum. Það eru ekki bara fyrrnefnd félög sem dreymir um samning við Durant. Hann er góður vinur Carmelo Anthony og New York Knicks er að reyna að fá fund. Annað félag sem vonast eftir því að gera Durant tilboð er Los Angeles Lakers. Heimildir herma þó að Kevin Durant ætli ekki að ræða við Lakers.Kevin Durant.gengur af velli í lok tímabilsins.Vísir/Getty NBA Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Sjá meira
Körfuboltamaðurinn Kevin Durant er einn allra feitasti bitinn á NBA-markaðnum í sumar og framundan eru fundahöld hjá honum og mörgum af flottustu liðum deildarinnar. Kevin Durant er að klára samning hjá Oklahoma City Thunder og mun funda með „sínu" félagi áður en hann flýgur til New York til að heyra tilboð frá öðrum félögum. ESPN segir frá. Kevin Durant er 27 ára gamall og hefur spilað í NBA-deildinni frá árinu 2007. Hann hefur allt tíð spilað með Oklahoma City Thunder en liðið hét þó Seattle SuperSonics þegar það tók hann með öðrum valrétti í nýliðavalinu 2007. Kevin Durant er með 27,4 stig, 7,0 fráköst og 3,7 stoðsendingar að meðaltali í leik á níu tímabilum sínum í NBA-deildinni en hann hefur einu sinni verið kosinn best leikmaður deildarinnar (2014) og fjórum sinnum verið stigakóngur (2010, 2011, 2012 og 2014). Kevin Durant snéri öflugur til leiks á síðasta tímabili eftir meiðslahrjáð tímabil þar á undan. Hann var aftur upp á sitt allra besta með 28,2, 8,2 fráköst og 5,0 stoðsendingar að meðaltali í leik og Oklahoma City Thunder liðið var aðeins einum leik frá því að komast í lokaúrslit NBA-deildarinnar. Kevin Durant mun hitta fulltrúa Golden State Warriors og Los Angeles Clippers á morgun, hann fundar með fulltrúum San Antonio Spurs og Boston Celtics á laugardaginn og síðasti planaði fundurinn er síðan með Miami Heat á sunnudaginn. Fari Durant til Golden State Warriors eða San Antonio Spurs er ljóst að þar væru um leið fæddir meistara kandídatar. Oklahoma City Thunder getur boðið Kevin Durant langbesta samninginn af þessum liðum en hann hefur enn ekki náð að vinna NBA-titilinn og eftir níu ár er hætt við því að hann vilji spila með liði sem getur unnið á næstu árum. Það eru ekki bara fyrrnefnd félög sem dreymir um samning við Durant. Hann er góður vinur Carmelo Anthony og New York Knicks er að reyna að fá fund. Annað félag sem vonast eftir því að gera Durant tilboð er Los Angeles Lakers. Heimildir herma þó að Kevin Durant ætli ekki að ræða við Lakers.Kevin Durant.gengur af velli í lok tímabilsins.Vísir/Getty
NBA Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Sjá meira