Nóg að gera hjá Kevin Durant næstu daga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júní 2016 16:00 Liðsfélagar á næsta tímabili? Steph Curry og Kevin Durant. Vísir/Getty Körfuboltamaðurinn Kevin Durant er einn allra feitasti bitinn á NBA-markaðnum í sumar og framundan eru fundahöld hjá honum og mörgum af flottustu liðum deildarinnar. Kevin Durant er að klára samning hjá Oklahoma City Thunder og mun funda með „sínu" félagi áður en hann flýgur til New York til að heyra tilboð frá öðrum félögum. ESPN segir frá. Kevin Durant er 27 ára gamall og hefur spilað í NBA-deildinni frá árinu 2007. Hann hefur allt tíð spilað með Oklahoma City Thunder en liðið hét þó Seattle SuperSonics þegar það tók hann með öðrum valrétti í nýliðavalinu 2007. Kevin Durant er með 27,4 stig, 7,0 fráköst og 3,7 stoðsendingar að meðaltali í leik á níu tímabilum sínum í NBA-deildinni en hann hefur einu sinni verið kosinn best leikmaður deildarinnar (2014) og fjórum sinnum verið stigakóngur (2010, 2011, 2012 og 2014). Kevin Durant snéri öflugur til leiks á síðasta tímabili eftir meiðslahrjáð tímabil þar á undan. Hann var aftur upp á sitt allra besta með 28,2, 8,2 fráköst og 5,0 stoðsendingar að meðaltali í leik og Oklahoma City Thunder liðið var aðeins einum leik frá því að komast í lokaúrslit NBA-deildarinnar. Kevin Durant mun hitta fulltrúa Golden State Warriors og Los Angeles Clippers á morgun, hann fundar með fulltrúum San Antonio Spurs og Boston Celtics á laugardaginn og síðasti planaði fundurinn er síðan með Miami Heat á sunnudaginn. Fari Durant til Golden State Warriors eða San Antonio Spurs er ljóst að þar væru um leið fæddir meistara kandídatar. Oklahoma City Thunder getur boðið Kevin Durant langbesta samninginn af þessum liðum en hann hefur enn ekki náð að vinna NBA-titilinn og eftir níu ár er hætt við því að hann vilji spila með liði sem getur unnið á næstu árum. Það eru ekki bara fyrrnefnd félög sem dreymir um samning við Durant. Hann er góður vinur Carmelo Anthony og New York Knicks er að reyna að fá fund. Annað félag sem vonast eftir því að gera Durant tilboð er Los Angeles Lakers. Heimildir herma þó að Kevin Durant ætli ekki að ræða við Lakers.Kevin Durant.gengur af velli í lok tímabilsins.Vísir/Getty NBA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira
Körfuboltamaðurinn Kevin Durant er einn allra feitasti bitinn á NBA-markaðnum í sumar og framundan eru fundahöld hjá honum og mörgum af flottustu liðum deildarinnar. Kevin Durant er að klára samning hjá Oklahoma City Thunder og mun funda með „sínu" félagi áður en hann flýgur til New York til að heyra tilboð frá öðrum félögum. ESPN segir frá. Kevin Durant er 27 ára gamall og hefur spilað í NBA-deildinni frá árinu 2007. Hann hefur allt tíð spilað með Oklahoma City Thunder en liðið hét þó Seattle SuperSonics þegar það tók hann með öðrum valrétti í nýliðavalinu 2007. Kevin Durant er með 27,4 stig, 7,0 fráköst og 3,7 stoðsendingar að meðaltali í leik á níu tímabilum sínum í NBA-deildinni en hann hefur einu sinni verið kosinn best leikmaður deildarinnar (2014) og fjórum sinnum verið stigakóngur (2010, 2011, 2012 og 2014). Kevin Durant snéri öflugur til leiks á síðasta tímabili eftir meiðslahrjáð tímabil þar á undan. Hann var aftur upp á sitt allra besta með 28,2, 8,2 fráköst og 5,0 stoðsendingar að meðaltali í leik og Oklahoma City Thunder liðið var aðeins einum leik frá því að komast í lokaúrslit NBA-deildarinnar. Kevin Durant mun hitta fulltrúa Golden State Warriors og Los Angeles Clippers á morgun, hann fundar með fulltrúum San Antonio Spurs og Boston Celtics á laugardaginn og síðasti planaði fundurinn er síðan með Miami Heat á sunnudaginn. Fari Durant til Golden State Warriors eða San Antonio Spurs er ljóst að þar væru um leið fæddir meistara kandídatar. Oklahoma City Thunder getur boðið Kevin Durant langbesta samninginn af þessum liðum en hann hefur enn ekki náð að vinna NBA-titilinn og eftir níu ár er hætt við því að hann vilji spila með liði sem getur unnið á næstu árum. Það eru ekki bara fyrrnefnd félög sem dreymir um samning við Durant. Hann er góður vinur Carmelo Anthony og New York Knicks er að reyna að fá fund. Annað félag sem vonast eftir því að gera Durant tilboð er Los Angeles Lakers. Heimildir herma þó að Kevin Durant ætli ekki að ræða við Lakers.Kevin Durant.gengur af velli í lok tímabilsins.Vísir/Getty
NBA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira