Nóg að gera hjá Kevin Durant næstu daga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júní 2016 16:00 Liðsfélagar á næsta tímabili? Steph Curry og Kevin Durant. Vísir/Getty Körfuboltamaðurinn Kevin Durant er einn allra feitasti bitinn á NBA-markaðnum í sumar og framundan eru fundahöld hjá honum og mörgum af flottustu liðum deildarinnar. Kevin Durant er að klára samning hjá Oklahoma City Thunder og mun funda með „sínu" félagi áður en hann flýgur til New York til að heyra tilboð frá öðrum félögum. ESPN segir frá. Kevin Durant er 27 ára gamall og hefur spilað í NBA-deildinni frá árinu 2007. Hann hefur allt tíð spilað með Oklahoma City Thunder en liðið hét þó Seattle SuperSonics þegar það tók hann með öðrum valrétti í nýliðavalinu 2007. Kevin Durant er með 27,4 stig, 7,0 fráköst og 3,7 stoðsendingar að meðaltali í leik á níu tímabilum sínum í NBA-deildinni en hann hefur einu sinni verið kosinn best leikmaður deildarinnar (2014) og fjórum sinnum verið stigakóngur (2010, 2011, 2012 og 2014). Kevin Durant snéri öflugur til leiks á síðasta tímabili eftir meiðslahrjáð tímabil þar á undan. Hann var aftur upp á sitt allra besta með 28,2, 8,2 fráköst og 5,0 stoðsendingar að meðaltali í leik og Oklahoma City Thunder liðið var aðeins einum leik frá því að komast í lokaúrslit NBA-deildarinnar. Kevin Durant mun hitta fulltrúa Golden State Warriors og Los Angeles Clippers á morgun, hann fundar með fulltrúum San Antonio Spurs og Boston Celtics á laugardaginn og síðasti planaði fundurinn er síðan með Miami Heat á sunnudaginn. Fari Durant til Golden State Warriors eða San Antonio Spurs er ljóst að þar væru um leið fæddir meistara kandídatar. Oklahoma City Thunder getur boðið Kevin Durant langbesta samninginn af þessum liðum en hann hefur enn ekki náð að vinna NBA-titilinn og eftir níu ár er hætt við því að hann vilji spila með liði sem getur unnið á næstu árum. Það eru ekki bara fyrrnefnd félög sem dreymir um samning við Durant. Hann er góður vinur Carmelo Anthony og New York Knicks er að reyna að fá fund. Annað félag sem vonast eftir því að gera Durant tilboð er Los Angeles Lakers. Heimildir herma þó að Kevin Durant ætli ekki að ræða við Lakers.Kevin Durant.gengur af velli í lok tímabilsins.Vísir/Getty NBA Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Körfuboltamaðurinn Kevin Durant er einn allra feitasti bitinn á NBA-markaðnum í sumar og framundan eru fundahöld hjá honum og mörgum af flottustu liðum deildarinnar. Kevin Durant er að klára samning hjá Oklahoma City Thunder og mun funda með „sínu" félagi áður en hann flýgur til New York til að heyra tilboð frá öðrum félögum. ESPN segir frá. Kevin Durant er 27 ára gamall og hefur spilað í NBA-deildinni frá árinu 2007. Hann hefur allt tíð spilað með Oklahoma City Thunder en liðið hét þó Seattle SuperSonics þegar það tók hann með öðrum valrétti í nýliðavalinu 2007. Kevin Durant er með 27,4 stig, 7,0 fráköst og 3,7 stoðsendingar að meðaltali í leik á níu tímabilum sínum í NBA-deildinni en hann hefur einu sinni verið kosinn best leikmaður deildarinnar (2014) og fjórum sinnum verið stigakóngur (2010, 2011, 2012 og 2014). Kevin Durant snéri öflugur til leiks á síðasta tímabili eftir meiðslahrjáð tímabil þar á undan. Hann var aftur upp á sitt allra besta með 28,2, 8,2 fráköst og 5,0 stoðsendingar að meðaltali í leik og Oklahoma City Thunder liðið var aðeins einum leik frá því að komast í lokaúrslit NBA-deildarinnar. Kevin Durant mun hitta fulltrúa Golden State Warriors og Los Angeles Clippers á morgun, hann fundar með fulltrúum San Antonio Spurs og Boston Celtics á laugardaginn og síðasti planaði fundurinn er síðan með Miami Heat á sunnudaginn. Fari Durant til Golden State Warriors eða San Antonio Spurs er ljóst að þar væru um leið fæddir meistara kandídatar. Oklahoma City Thunder getur boðið Kevin Durant langbesta samninginn af þessum liðum en hann hefur enn ekki náð að vinna NBA-titilinn og eftir níu ár er hætt við því að hann vilji spila með liði sem getur unnið á næstu árum. Það eru ekki bara fyrrnefnd félög sem dreymir um samning við Durant. Hann er góður vinur Carmelo Anthony og New York Knicks er að reyna að fá fund. Annað félag sem vonast eftir því að gera Durant tilboð er Los Angeles Lakers. Heimildir herma þó að Kevin Durant ætli ekki að ræða við Lakers.Kevin Durant.gengur af velli í lok tímabilsins.Vísir/Getty
NBA Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira