Björn Þorláksson íhugar sérframboð Jakob Bjarnar skrifar 30. júní 2016 15:53 Björn Þorláksson er ekki af baki dottinn þegar frami á hinum pólitíska vettvangi er annars vegar, þó Píratar hafi hafnað honum. Blaðamaðurinn Björn Þorláksson er ekki búinn að gefa frá sér allar hugmyndir um möguleika á því að geta látið til sín taka á hinum pólitíska vettvangi ef marka má nýlegan pistil sem hann birti á Facebooksíðu sinni. Hann veltir nú fyrir sér möguleikunum á sérframboði.Eins og fram kom í gær þá varð Björn mjög ósáttur við niðurstöðu í prófkjöri Pírata í Norð Austur-kjördæmi en þar hafnaði hann í sjöunda sæti. Björn hafði sóst eftir því að leiða lista en varð ekki að ósk sinni og vandaði í kjölfarið Pírötum ekki kveðjurnar. Hann lýsti því jafnframt yfir að hann hefði engan áhuga á að þiggja þetta sjöunda sæti. Nú varpar Björn fram spurningu til vina sinna á Facebook, svohljóðandi: „Spurningin er: Eigum við að taka okkur saman og stofna nýtt afl? A.m.k. í þessu kjördæmi? Í þessu kjördæmi vantar e.t.v. nýtt afl með góðum fulltrúum, aukið viðnám gegn spillingu? Hér eru nokkrir punktar, drög að afar óformlegum áherslum getum við kallað það án þess að taka okkur of alvarlega!“ Björn fylgir eftir þessum spurningum með því sem hæglega mætti notast við sem stefnuskrá nýs stjórnmálaafls þar sem hann leggur áherslu á að berjast gegn spillingu hvar sem hana er að finna. Hann vill jöfnuð, hann vill berjast fyrir jafnrétti á öllum sviðum og skírskotar til femínista sem hann segir hina einu sönnu varðhunda almennings. Þá er sem Björn leiti í hugmyndabrunn Jóns Gnarrs og Besta flokksins því hann vill flytja inn mörgæsir og fóstra þær á andapollinum á Akureyri. Hér fyrir neðan getur að líta Facebookpistill Björns en þar má betur kynna sér þessi drög að manifestó. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Hundfúll hafnar Björn Þorláksson 7. sætinu Björn Þorláksson telur sig grátt leikinn í prófkjöri Pírata. 28. júní 2016 14:07 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira
Blaðamaðurinn Björn Þorláksson er ekki búinn að gefa frá sér allar hugmyndir um möguleika á því að geta látið til sín taka á hinum pólitíska vettvangi ef marka má nýlegan pistil sem hann birti á Facebooksíðu sinni. Hann veltir nú fyrir sér möguleikunum á sérframboði.Eins og fram kom í gær þá varð Björn mjög ósáttur við niðurstöðu í prófkjöri Pírata í Norð Austur-kjördæmi en þar hafnaði hann í sjöunda sæti. Björn hafði sóst eftir því að leiða lista en varð ekki að ósk sinni og vandaði í kjölfarið Pírötum ekki kveðjurnar. Hann lýsti því jafnframt yfir að hann hefði engan áhuga á að þiggja þetta sjöunda sæti. Nú varpar Björn fram spurningu til vina sinna á Facebook, svohljóðandi: „Spurningin er: Eigum við að taka okkur saman og stofna nýtt afl? A.m.k. í þessu kjördæmi? Í þessu kjördæmi vantar e.t.v. nýtt afl með góðum fulltrúum, aukið viðnám gegn spillingu? Hér eru nokkrir punktar, drög að afar óformlegum áherslum getum við kallað það án þess að taka okkur of alvarlega!“ Björn fylgir eftir þessum spurningum með því sem hæglega mætti notast við sem stefnuskrá nýs stjórnmálaafls þar sem hann leggur áherslu á að berjast gegn spillingu hvar sem hana er að finna. Hann vill jöfnuð, hann vill berjast fyrir jafnrétti á öllum sviðum og skírskotar til femínista sem hann segir hina einu sönnu varðhunda almennings. Þá er sem Björn leiti í hugmyndabrunn Jóns Gnarrs og Besta flokksins því hann vill flytja inn mörgæsir og fóstra þær á andapollinum á Akureyri. Hér fyrir neðan getur að líta Facebookpistill Björns en þar má betur kynna sér þessi drög að manifestó.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Hundfúll hafnar Björn Þorláksson 7. sætinu Björn Þorláksson telur sig grátt leikinn í prófkjöri Pírata. 28. júní 2016 14:07 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira
Hundfúll hafnar Björn Þorláksson 7. sætinu Björn Þorláksson telur sig grátt leikinn í prófkjöri Pírata. 28. júní 2016 14:07