Yfir 200 manns verða viðstaddir innsetningarathöfn nýs forseta Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. júní 2016 16:04 Frá innsetningu forseta árið 2012. vísir/vilhelm Mánuður er síðan undirbúningur fyrir innsetningu nýs forseta lýðveldisins hófst í forsætisráðuneytinu en Guðni Th. Jóhannesson nýkjörinn forseti verður settur inn í embætti við hátíðlega athöfn á Alþingi þann 1. ágúst næstkomandi. Innsetningarathöfnin er mjög formföst og hefur verið eins í öllum meginatriðum frá árinu 1944 þegar Sveinn Björnsson var kjörinn forseti við stofnun íslenska lýðveldisins. Athöfnin hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni þar sem biskup þjónar fyrir altari en svo er yfirleitt annar prestur sem les predikun. Síðan færist athöfnin yfir í þingsal Alþingishússins þar sem sjálf innsetningin fer fram. „Það þarf að taka út bekkina í þingsalnum þar sem þingmennirnir sitja. Það er nauðsynlegt vegna skipulags athafnarinnar og fjölda boðsgesta við innsetningarathöfnina“ segir Ágúst Geir Ágústsson skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu. Fastir boðsgestir eru alls um 200 talsins og það er því þétt setið einnig í hliðarsölum þinghússins. „Auk fastra boðsgesta, það er embættismanna, alþingismanna og annarra, á forseti á kost á að bjóða tilteknum fjölda gesta sem hann velur sjálfur. Nánustu fjölskyldu forsetans er auðvitað boðið og svo aðrir gestir sem hann tilnefnir,“ segir Ágúst. Forseti getur sett mark sitt á athöfnina ef hann óskar eftir því varðandi tónlistaratriði sem bæði eru við athöfnina í þinginu og í guðsþjónustunni. Forsætisráðuneytið hefur verkstjórn með undirbúningi athafnarinnar en allt er unnið í nánu samstarfi við skrifstofu Alþingis og skrifstofu embættis forseta Íslands og fleiri aðila, að sögn Ágústs. Undirbúningur er einnig hafinn á Bessastöðum þangað sem nýr forseti mun flytja með fjölskyldu sína. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanir Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti lýðveldisins Íslands. Hann og kona hans hyggjast vinna náið saman á meðan embættistíð hans stendur. Fjögur börn flytja með þeim hjónum á Bessastaði eftir rúman mánuð. 27. júní 2016 07:00 Sagnfræðingurinn Guðni Th. segist vera að upplifa ótrúlega sögu Þegar Vísir náði tali af Guðna Th. Jóhannessyni sagnfræðingi sem verður að öllum líkindum næsti forseti Íslands var hann staddur á kosningavöku með stuðningsmönnum sínum á Grand Hóteli í Reykjavík. 26. júní 2016 01:44 Forsetar og frúr saman í Nice Fara öll á landsleikinn í kvöld. 27. júní 2016 13:24 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Sjá meira
Mánuður er síðan undirbúningur fyrir innsetningu nýs forseta lýðveldisins hófst í forsætisráðuneytinu en Guðni Th. Jóhannesson nýkjörinn forseti verður settur inn í embætti við hátíðlega athöfn á Alþingi þann 1. ágúst næstkomandi. Innsetningarathöfnin er mjög formföst og hefur verið eins í öllum meginatriðum frá árinu 1944 þegar Sveinn Björnsson var kjörinn forseti við stofnun íslenska lýðveldisins. Athöfnin hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni þar sem biskup þjónar fyrir altari en svo er yfirleitt annar prestur sem les predikun. Síðan færist athöfnin yfir í þingsal Alþingishússins þar sem sjálf innsetningin fer fram. „Það þarf að taka út bekkina í þingsalnum þar sem þingmennirnir sitja. Það er nauðsynlegt vegna skipulags athafnarinnar og fjölda boðsgesta við innsetningarathöfnina“ segir Ágúst Geir Ágústsson skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu. Fastir boðsgestir eru alls um 200 talsins og það er því þétt setið einnig í hliðarsölum þinghússins. „Auk fastra boðsgesta, það er embættismanna, alþingismanna og annarra, á forseti á kost á að bjóða tilteknum fjölda gesta sem hann velur sjálfur. Nánustu fjölskyldu forsetans er auðvitað boðið og svo aðrir gestir sem hann tilnefnir,“ segir Ágúst. Forseti getur sett mark sitt á athöfnina ef hann óskar eftir því varðandi tónlistaratriði sem bæði eru við athöfnina í þinginu og í guðsþjónustunni. Forsætisráðuneytið hefur verkstjórn með undirbúningi athafnarinnar en allt er unnið í nánu samstarfi við skrifstofu Alþingis og skrifstofu embættis forseta Íslands og fleiri aðila, að sögn Ágústs. Undirbúningur er einnig hafinn á Bessastöðum þangað sem nýr forseti mun flytja með fjölskyldu sína.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanir Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti lýðveldisins Íslands. Hann og kona hans hyggjast vinna náið saman á meðan embættistíð hans stendur. Fjögur börn flytja með þeim hjónum á Bessastaði eftir rúman mánuð. 27. júní 2016 07:00 Sagnfræðingurinn Guðni Th. segist vera að upplifa ótrúlega sögu Þegar Vísir náði tali af Guðna Th. Jóhannessyni sagnfræðingi sem verður að öllum líkindum næsti forseti Íslands var hann staddur á kosningavöku með stuðningsmönnum sínum á Grand Hóteli í Reykjavík. 26. júní 2016 01:44 Forsetar og frúr saman í Nice Fara öll á landsleikinn í kvöld. 27. júní 2016 13:24 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Sjá meira
Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanir Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti lýðveldisins Íslands. Hann og kona hans hyggjast vinna náið saman á meðan embættistíð hans stendur. Fjögur börn flytja með þeim hjónum á Bessastaði eftir rúman mánuð. 27. júní 2016 07:00
Sagnfræðingurinn Guðni Th. segist vera að upplifa ótrúlega sögu Þegar Vísir náði tali af Guðna Th. Jóhannessyni sagnfræðingi sem verður að öllum líkindum næsti forseti Íslands var hann staddur á kosningavöku með stuðningsmönnum sínum á Grand Hóteli í Reykjavík. 26. júní 2016 01:44