Bara eitt prósent sjónvarpsáhorfenda sá ekki leik Íslands og Ungverjalands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. júní 2016 17:35 Ari Freyr Skúlason í baráttunni um boltann í leik Íslands og Ungverjalands. Vísir/EPA Íslenska þjóðin fylgdist mjög vel með þegar strákarnir í fótboltalandsliðinu spiluðu sinn annan leik á Evrópumótinu á laugardaginn. Samkvæmt tölum frá Símanum voru það ekki margir sem horfðu ekkert á leikinn. 98,9% sjónvarpsáhorfenda sáu íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu missa leik sinn gegn Ungverjum í jafntefli á síðustu mínútunum á EM2016. Það þýðir að aðeins rúmlega eitt prósent sá ekkert af þessum dramatíska leik. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Símanum. Helmingur allra landsmanna á aldrinum 12-80 ára horfði á leikinn frá upphafi til enda eða 123 þúsund manns. 24 þúsund til viðbótar voru með annað augað á leiknum og samtals sáu hann því 147 þúsund á aldrinum 12-80 ára. „Afar athyglisvert er að einungis eitt prósent landsmanna kaus annað sjónvarp en EM,“ segir Kári Jónsson sérfræðingur Símans í fjölmiðlamælingum um fyrstu tölur frá Gallup. Ekki aðeins voru átta til níu þúsund Íslendingar á leiknum ytra, heldur voru 123 þúsund límd við sjónvarpið og svo voru tugir þúsunda til viðbótar með annað augað á leiknum á laugardag. Það var einnig troðfullt á EM-torgum og svo horfðu líka margir á leikinn í gegnum snjallforrit að sjónvarpsþjónustu Símans. Sveinbjörn Bjarki Jónsson, deildarstjóri sjónvarpskerfa Símans, segir að rétt eins og í fyrsta Íslandsleiknum hafi áhorf verið um tvöfalt meira í appinu en vanalega. „Það kom okkur hins vegar á óvart að sjá að fleiri horfðu á leik Portúgals og Austurríkis í gegnum appið síðar um kvöldið en þann íslenska, sérstaklega þegar leið á leikinn“ segir hann. Síminn kynnti frítt snjallforrit að sjónvarpsþjónustu sinni fyrir mótið, þar sem hægt er að horfa á opnu dagskrá mótsins. Landsmenn gátu, eins og í fyrsta leik Íslands á mótinu, valið að horfa á útsendingu Símans á RÚV, SíminnSport eða Sjónvarp Símans. Þannig verður það einnig á miðvikudag þegar skýrist hvort Ísland kemst í sextán liða úrslit mótsins. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Fleiri fréttir Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Sjá meira
Íslenska þjóðin fylgdist mjög vel með þegar strákarnir í fótboltalandsliðinu spiluðu sinn annan leik á Evrópumótinu á laugardaginn. Samkvæmt tölum frá Símanum voru það ekki margir sem horfðu ekkert á leikinn. 98,9% sjónvarpsáhorfenda sáu íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu missa leik sinn gegn Ungverjum í jafntefli á síðustu mínútunum á EM2016. Það þýðir að aðeins rúmlega eitt prósent sá ekkert af þessum dramatíska leik. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Símanum. Helmingur allra landsmanna á aldrinum 12-80 ára horfði á leikinn frá upphafi til enda eða 123 þúsund manns. 24 þúsund til viðbótar voru með annað augað á leiknum og samtals sáu hann því 147 þúsund á aldrinum 12-80 ára. „Afar athyglisvert er að einungis eitt prósent landsmanna kaus annað sjónvarp en EM,“ segir Kári Jónsson sérfræðingur Símans í fjölmiðlamælingum um fyrstu tölur frá Gallup. Ekki aðeins voru átta til níu þúsund Íslendingar á leiknum ytra, heldur voru 123 þúsund límd við sjónvarpið og svo voru tugir þúsunda til viðbótar með annað augað á leiknum á laugardag. Það var einnig troðfullt á EM-torgum og svo horfðu líka margir á leikinn í gegnum snjallforrit að sjónvarpsþjónustu Símans. Sveinbjörn Bjarki Jónsson, deildarstjóri sjónvarpskerfa Símans, segir að rétt eins og í fyrsta Íslandsleiknum hafi áhorf verið um tvöfalt meira í appinu en vanalega. „Það kom okkur hins vegar á óvart að sjá að fleiri horfðu á leik Portúgals og Austurríkis í gegnum appið síðar um kvöldið en þann íslenska, sérstaklega þegar leið á leikinn“ segir hann. Síminn kynnti frítt snjallforrit að sjónvarpsþjónustu sinni fyrir mótið, þar sem hægt er að horfa á opnu dagskrá mótsins. Landsmenn gátu, eins og í fyrsta leik Íslands á mótinu, valið að horfa á útsendingu Símans á RÚV, SíminnSport eða Sjónvarp Símans. Þannig verður það einnig á miðvikudag þegar skýrist hvort Ísland kemst í sextán liða úrslit mótsins.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Fleiri fréttir Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Sjá meira