Hafa unnið sér inn traust þjóðarinnar Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. júní 2016 06:00 Gylfi Þór Sigurðsson, Kolbeinn Sigþórsson og Birkir Bjarnason fagna marki Gylfa á móti Ungverjalandi. Vísir/EPA Strákarnir okkar munu vita það fyrir stórleikinn gegn Austurríki á Stade de France í lokaumferð riðlakeppni EM 2016 hvort þeir þurfi sigur eða eitt stig til að komast í 16 liða úrslitin. Leikaðferð liðsins gæti farið eftir því hvað það þarf til að komast áfram en strákarnir ætla sér í útsláttarkeppnina. Ari Freyr Skúlason og Ragnar Sigurðsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska liðsins í Annecy í gær ásamt þjálfaranum Heimi Hallgrímssyni. Það hefur verið furðu létt yfir hópnum eftir svekkelsið í Marseille þar sem Ungverjar stálu stigi af okkar mönnum á síðustu mínútum leiksins.Heimir Hallgrímsson.Vísir/EPASólin skín líka á okkur „Allt í allt er þetta góður dagur í þessum fallega bæ, Annecy. Sólin skín og líka á okkur. Við erum frekar glaðir. Það var svekkjandi að fá á sig mark á síðustu mínútunum gegn Ungverjalandi en staða okkar er þannig að við erum með tvö stig og með örlögin í eigin höndum. Við erum mjög ánægðir þessa stundina. Ef einhver hefði boðið okkur þessa stöðu fyrir mótið hefðum við tekið henni. Við förum samt inn í leikinn gegn Austurríki til að vinna hann,“ sagði Heimir skælbrosandi á blaðamannafundinum í gær. Leikmenn íslenska liðsins hafa varla brugðist þjóðinni í alvöru leik síðan liðið tapaði gegn Króatíu í frægum umspilsleik í Zagreb í nóvember 2013. Þeir felldu hvern risann á fætur öðrum á leið sinni á EM og hófu frumraun sína á stórmóti með því að gera jafntefli við Portúgal, fjórða besta lið álfunnar. Vissulega voru úrslitin gegn Ungverjalandi svekkjandi og spilamennskan ekki góð en liðið er enn ósigrað og með örlögin í eigin höndum.Ari Freyr Skúlason í Ungverjalandi.Vísir/EPAVitlaus spurning Strákarnir hafa unnið sér inn það traust hjá íslensku þjóðinni að henni er eiginlega skylt að trúa og treysta því að Íslandi nái þeim úrslitum sem þarf gegn Austurríki þar til annað kemur í ljós. Og það finnst strákunum líka. Þeir höfðu mjög svo takmarkaðan húmor fyrir spurningu þess efnis hvort þeir væru búnir að jafna sig á jafnteflinu gegn Ungverjalandi. „Já, og við höfum tvo daga í viðbót til að gera það. Það sást hvað við gerðum eftir tapið gegn Króatíu Þá fórum við í undankeppni EM og kláruðum hana,“ sagði Ragnar Sigurðsson, en Ari Freyr Skúlason setti upp víkingasvip og svaraði eiginlega reiður: „Þetta finnst mér vitlaus spurning, þú þekkir okkur og hvernig við erum. Það voru allir svekktir eftir leikinn gegn Ungverjalandi en það er nýr dagur á morgun. Við erum það góðir vinir að við getum talað hreint út ef eitthvað er að,“ sagði Ari Freyr Skúlason. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Leik lokið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert Orri semur við Víkinga Í beinni: Osasuna - Real Sociedad | Skorar Orri aftur? Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Lewandowski tryggði Barcelona sigur Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira
Strákarnir okkar munu vita það fyrir stórleikinn gegn Austurríki á Stade de France í lokaumferð riðlakeppni EM 2016 hvort þeir þurfi sigur eða eitt stig til að komast í 16 liða úrslitin. Leikaðferð liðsins gæti farið eftir því hvað það þarf til að komast áfram en strákarnir ætla sér í útsláttarkeppnina. Ari Freyr Skúlason og Ragnar Sigurðsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska liðsins í Annecy í gær ásamt þjálfaranum Heimi Hallgrímssyni. Það hefur verið furðu létt yfir hópnum eftir svekkelsið í Marseille þar sem Ungverjar stálu stigi af okkar mönnum á síðustu mínútum leiksins.Heimir Hallgrímsson.Vísir/EPASólin skín líka á okkur „Allt í allt er þetta góður dagur í þessum fallega bæ, Annecy. Sólin skín og líka á okkur. Við erum frekar glaðir. Það var svekkjandi að fá á sig mark á síðustu mínútunum gegn Ungverjalandi en staða okkar er þannig að við erum með tvö stig og með örlögin í eigin höndum. Við erum mjög ánægðir þessa stundina. Ef einhver hefði boðið okkur þessa stöðu fyrir mótið hefðum við tekið henni. Við förum samt inn í leikinn gegn Austurríki til að vinna hann,“ sagði Heimir skælbrosandi á blaðamannafundinum í gær. Leikmenn íslenska liðsins hafa varla brugðist þjóðinni í alvöru leik síðan liðið tapaði gegn Króatíu í frægum umspilsleik í Zagreb í nóvember 2013. Þeir felldu hvern risann á fætur öðrum á leið sinni á EM og hófu frumraun sína á stórmóti með því að gera jafntefli við Portúgal, fjórða besta lið álfunnar. Vissulega voru úrslitin gegn Ungverjalandi svekkjandi og spilamennskan ekki góð en liðið er enn ósigrað og með örlögin í eigin höndum.Ari Freyr Skúlason í Ungverjalandi.Vísir/EPAVitlaus spurning Strákarnir hafa unnið sér inn það traust hjá íslensku þjóðinni að henni er eiginlega skylt að trúa og treysta því að Íslandi nái þeim úrslitum sem þarf gegn Austurríki þar til annað kemur í ljós. Og það finnst strákunum líka. Þeir höfðu mjög svo takmarkaðan húmor fyrir spurningu þess efnis hvort þeir væru búnir að jafna sig á jafnteflinu gegn Ungverjalandi. „Já, og við höfum tvo daga í viðbót til að gera það. Það sást hvað við gerðum eftir tapið gegn Króatíu Þá fórum við í undankeppni EM og kláruðum hana,“ sagði Ragnar Sigurðsson, en Ari Freyr Skúlason setti upp víkingasvip og svaraði eiginlega reiður: „Þetta finnst mér vitlaus spurning, þú þekkir okkur og hvernig við erum. Það voru allir svekktir eftir leikinn gegn Ungverjalandi en það er nýr dagur á morgun. Við erum það góðir vinir að við getum talað hreint út ef eitthvað er að,“ sagði Ari Freyr Skúlason.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Leik lokið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert Orri semur við Víkinga Í beinni: Osasuna - Real Sociedad | Skorar Orri aftur? Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Lewandowski tryggði Barcelona sigur Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira