Tivoli salan á undan áætlun Sæunn Gísladóttir skrifar 21. júní 2016 13:28 Tivoli, nýjasta afurðin frá SsangYong, rauf 100 þúsund bílasölumúrinn níu mánuðum fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir. Mynd/Bílabúð Benna SsangYong verksmiðjurnar í Suður-Kóreu slógu upp stórfagnaði á dögunum. Tilefnið var að Tivoli, nýjasta afurðin frá SsangYong, hafði rofið 100 þúsund bílasölumúrinn níu mánuðum fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir. Talsmaður SsangYong segir að með tilkomu Tivoli, í janúar á síðasta ári, hafi salan hjá SsangYong á heimsvísu vaxið um heil 55,9%. Bílabúð Benna, umboðsaðili SsangYong á Íslandi, frumsýndi Tivoli hérlendis í maí. Að sögn Björns Ragnarssonar framkvæmdastjóra bílasviðs, hefur Tivoli líka fallið í góðan jarðveg hjá Íslendingum. „Við erum auk þess að sjá góða söluaukningu í allri jeppalínunni frá SsangYong, Rexton, Korando og Tivoli. Tivoli sportjeppinn er frábær valkostur í fjórhjóladrifsbílum og hann er líka fáanlegur sjálfskiptur. Nýstárlegt útlit Tivoli hefur hrifið fólk, ásamt þægilegu aðgengi, tæknibúnaði og sparlegum eldsneytistölum og svo sakar ekki að við erum að bjóða hann á afar samkeppnishæfu verði.“ segir Björn. Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent
SsangYong verksmiðjurnar í Suður-Kóreu slógu upp stórfagnaði á dögunum. Tilefnið var að Tivoli, nýjasta afurðin frá SsangYong, hafði rofið 100 þúsund bílasölumúrinn níu mánuðum fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir. Talsmaður SsangYong segir að með tilkomu Tivoli, í janúar á síðasta ári, hafi salan hjá SsangYong á heimsvísu vaxið um heil 55,9%. Bílabúð Benna, umboðsaðili SsangYong á Íslandi, frumsýndi Tivoli hérlendis í maí. Að sögn Björns Ragnarssonar framkvæmdastjóra bílasviðs, hefur Tivoli líka fallið í góðan jarðveg hjá Íslendingum. „Við erum auk þess að sjá góða söluaukningu í allri jeppalínunni frá SsangYong, Rexton, Korando og Tivoli. Tivoli sportjeppinn er frábær valkostur í fjórhjóladrifsbílum og hann er líka fáanlegur sjálfskiptur. Nýstárlegt útlit Tivoli hefur hrifið fólk, ásamt þægilegu aðgengi, tæknibúnaði og sparlegum eldsneytistölum og svo sakar ekki að við erum að bjóða hann á afar samkeppnishæfu verði.“ segir Björn.
Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent