Tivoli salan á undan áætlun Sæunn Gísladóttir skrifar 21. júní 2016 13:28 Tivoli, nýjasta afurðin frá SsangYong, rauf 100 þúsund bílasölumúrinn níu mánuðum fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir. Mynd/Bílabúð Benna SsangYong verksmiðjurnar í Suður-Kóreu slógu upp stórfagnaði á dögunum. Tilefnið var að Tivoli, nýjasta afurðin frá SsangYong, hafði rofið 100 þúsund bílasölumúrinn níu mánuðum fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir. Talsmaður SsangYong segir að með tilkomu Tivoli, í janúar á síðasta ári, hafi salan hjá SsangYong á heimsvísu vaxið um heil 55,9%. Bílabúð Benna, umboðsaðili SsangYong á Íslandi, frumsýndi Tivoli hérlendis í maí. Að sögn Björns Ragnarssonar framkvæmdastjóra bílasviðs, hefur Tivoli líka fallið í góðan jarðveg hjá Íslendingum. „Við erum auk þess að sjá góða söluaukningu í allri jeppalínunni frá SsangYong, Rexton, Korando og Tivoli. Tivoli sportjeppinn er frábær valkostur í fjórhjóladrifsbílum og hann er líka fáanlegur sjálfskiptur. Nýstárlegt útlit Tivoli hefur hrifið fólk, ásamt þægilegu aðgengi, tæknibúnaði og sparlegum eldsneytistölum og svo sakar ekki að við erum að bjóða hann á afar samkeppnishæfu verði.“ segir Björn. Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent
SsangYong verksmiðjurnar í Suður-Kóreu slógu upp stórfagnaði á dögunum. Tilefnið var að Tivoli, nýjasta afurðin frá SsangYong, hafði rofið 100 þúsund bílasölumúrinn níu mánuðum fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir. Talsmaður SsangYong segir að með tilkomu Tivoli, í janúar á síðasta ári, hafi salan hjá SsangYong á heimsvísu vaxið um heil 55,9%. Bílabúð Benna, umboðsaðili SsangYong á Íslandi, frumsýndi Tivoli hérlendis í maí. Að sögn Björns Ragnarssonar framkvæmdastjóra bílasviðs, hefur Tivoli líka fallið í góðan jarðveg hjá Íslendingum. „Við erum auk þess að sjá góða söluaukningu í allri jeppalínunni frá SsangYong, Rexton, Korando og Tivoli. Tivoli sportjeppinn er frábær valkostur í fjórhjóladrifsbílum og hann er líka fáanlegur sjálfskiptur. Nýstárlegt útlit Tivoli hefur hrifið fólk, ásamt þægilegu aðgengi, tæknibúnaði og sparlegum eldsneytistölum og svo sakar ekki að við erum að bjóða hann á afar samkeppnishæfu verði.“ segir Björn.
Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent