Ástþór: „Ég var alveg rólegur í Speglinum í gær“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. júní 2016 15:50 Ástþór Magnússon segist hafa áhyggjur af óheiðarlegum forsetaframboðum Vísir/Hanna „Það er reynt að gaspra um það að ég sé ekki rólegur. Ég er alveg rólegur hérna hjá ykkur og ég var alveg rólegur í Speglinum í gær,“ sagði Ástþór Magnússon, forsetaframbjóðandi í viðtali við Harmageddon á X-inu í dag spurður um forsetakappræður sem fram fóru í Speglinum á Rás 1 í gær.Hótuðu þáttastjórnendur Spegilsins að henda Ástþóri úr hljóðveri ef hann ætlaði sér að taka yfir stjórn þáttarins en Ástþór yfirheyrði þar Guðna Th. Jóhannesson um tengingar starfsmanna framboðs hans við Sjálfstæðisflokkinn. Sagði Ástþór að framboð Guðna væri gert út af „klíkunni á bak við Sjálfstæðisflokkinn“ og að Guðni væri fulltrúi valdaklíkunnar og peningavaldsins.Sjá einnig: Átök í Efstaleiti: Hótuðu að henda Ástþóri úr kappræðum frambjóðenda„Ég hef áhyggjur af því ef það eru framboð í gangi sem eru ekki alveg heiðarleg og eru ekki alveg öll þau þar sem þau sýnast,“ sagði Ástþór í Harmageddon í dag og hóf að ræða framboð Guðna. „Ég tel að það sé mjög athyglisvert að þeir sem standa að baki framboðinu hjá honum, að mínu mati, eru tveir lögmenn sem hafa verið að vinna með aflandspeninga og eignir úr föllnu bönkunum.“ Ástþór var spurður af Mána Péturssyni, öðrum þáttastjórnanda Harmageddon hvort að Ástþór væri að kalla á athygli með því að reyna að ata drullu á annað fólk.Sjá einnig: Guðni Th.: „Ef ég væri í samsæri þá myndi ég nú reyna að fela þetta“„Ég er ekkert að ata drullu á annað fólk. Það er reynt að gaspra um það að ég sé ekki rólegur. Ég er alveg rólegur hérna hjá ykkur. Ég var alveg rólegur í Speglinum í gær. Ég var alveg rólegur hérna áðan og ruddist ekkert á hann Guðna á meðan hann var inni í stúdíóinu,“ svaraði Ástþór en Guðni hafði skömmu áður verið í viðtali í sama þætti.„Ég er alveg rólegur hérna en friður verður ekki unninn með því að vera rólegur og þægur. Það eru hlutir sem þarf að tala um og vekja athygli á,“ sagði Ástþór.Hlusta má á allt viðtalið hér fyrir neðan. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Átök í Efstaleiti: Hótuðu að henda Ástþóri úr kappræðum frambjóðenda Til harðra orðaskipta kom á milli þáttastjórnenda og Ástþórs Magnússonar sem krafði Guðna Th. Jóhannesson svara. Guðni sagði Ástþór geta startað styrjöld einn í herbergi. 20. júní 2016 21:35 Guðni Th.: „Ef ég væri í samsæri þá myndi ég nú reyna að fela þetta“ Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi gefur lítið fyrir ásakanir Ástþórs Magnússonar um að Guðni sé „fulltrúi valdaklíkunnar.“ 21. júní 2016 14:37 16 þúsund hafa greitt atkvæði utan kjörfundar Nær 16.500 manns af öllu landinu höfðu um miðjan dag í gær kosið utan kjörfundar samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. 21. júní 2016 07:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Sjá meira
„Það er reynt að gaspra um það að ég sé ekki rólegur. Ég er alveg rólegur hérna hjá ykkur og ég var alveg rólegur í Speglinum í gær,“ sagði Ástþór Magnússon, forsetaframbjóðandi í viðtali við Harmageddon á X-inu í dag spurður um forsetakappræður sem fram fóru í Speglinum á Rás 1 í gær.Hótuðu þáttastjórnendur Spegilsins að henda Ástþóri úr hljóðveri ef hann ætlaði sér að taka yfir stjórn þáttarins en Ástþór yfirheyrði þar Guðna Th. Jóhannesson um tengingar starfsmanna framboðs hans við Sjálfstæðisflokkinn. Sagði Ástþór að framboð Guðna væri gert út af „klíkunni á bak við Sjálfstæðisflokkinn“ og að Guðni væri fulltrúi valdaklíkunnar og peningavaldsins.Sjá einnig: Átök í Efstaleiti: Hótuðu að henda Ástþóri úr kappræðum frambjóðenda„Ég hef áhyggjur af því ef það eru framboð í gangi sem eru ekki alveg heiðarleg og eru ekki alveg öll þau þar sem þau sýnast,“ sagði Ástþór í Harmageddon í dag og hóf að ræða framboð Guðna. „Ég tel að það sé mjög athyglisvert að þeir sem standa að baki framboðinu hjá honum, að mínu mati, eru tveir lögmenn sem hafa verið að vinna með aflandspeninga og eignir úr föllnu bönkunum.“ Ástþór var spurður af Mána Péturssyni, öðrum þáttastjórnanda Harmageddon hvort að Ástþór væri að kalla á athygli með því að reyna að ata drullu á annað fólk.Sjá einnig: Guðni Th.: „Ef ég væri í samsæri þá myndi ég nú reyna að fela þetta“„Ég er ekkert að ata drullu á annað fólk. Það er reynt að gaspra um það að ég sé ekki rólegur. Ég er alveg rólegur hérna hjá ykkur. Ég var alveg rólegur í Speglinum í gær. Ég var alveg rólegur hérna áðan og ruddist ekkert á hann Guðna á meðan hann var inni í stúdíóinu,“ svaraði Ástþór en Guðni hafði skömmu áður verið í viðtali í sama þætti.„Ég er alveg rólegur hérna en friður verður ekki unninn með því að vera rólegur og þægur. Það eru hlutir sem þarf að tala um og vekja athygli á,“ sagði Ástþór.Hlusta má á allt viðtalið hér fyrir neðan.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Átök í Efstaleiti: Hótuðu að henda Ástþóri úr kappræðum frambjóðenda Til harðra orðaskipta kom á milli þáttastjórnenda og Ástþórs Magnússonar sem krafði Guðna Th. Jóhannesson svara. Guðni sagði Ástþór geta startað styrjöld einn í herbergi. 20. júní 2016 21:35 Guðni Th.: „Ef ég væri í samsæri þá myndi ég nú reyna að fela þetta“ Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi gefur lítið fyrir ásakanir Ástþórs Magnússonar um að Guðni sé „fulltrúi valdaklíkunnar.“ 21. júní 2016 14:37 16 þúsund hafa greitt atkvæði utan kjörfundar Nær 16.500 manns af öllu landinu höfðu um miðjan dag í gær kosið utan kjörfundar samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. 21. júní 2016 07:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Sjá meira
Átök í Efstaleiti: Hótuðu að henda Ástþóri úr kappræðum frambjóðenda Til harðra orðaskipta kom á milli þáttastjórnenda og Ástþórs Magnússonar sem krafði Guðna Th. Jóhannesson svara. Guðni sagði Ástþór geta startað styrjöld einn í herbergi. 20. júní 2016 21:35
Guðni Th.: „Ef ég væri í samsæri þá myndi ég nú reyna að fela þetta“ Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi gefur lítið fyrir ásakanir Ástþórs Magnússonar um að Guðni sé „fulltrúi valdaklíkunnar.“ 21. júní 2016 14:37
16 þúsund hafa greitt atkvæði utan kjörfundar Nær 16.500 manns af öllu landinu höfðu um miðjan dag í gær kosið utan kjörfundar samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. 21. júní 2016 07:00