Tveggja tíma meðaltöf hjá Wowair í dag Una Sighvatsdóttir skrifar 21. júní 2016 20:00 Miklar tafir hafa orðið á áætlunarflugi WowAir undanfarna tvo sólarhringa. Vísir Tafir urðu á 16 af 17 brottförum Wowair frá Keflavík í gær og það sem af er þessum degi hefur sömuleiðis orðið áframhaldandi töf á öllum flugleiðum.Svona voru tafirnar í dag á brottförum Wow Air frá Keflavík.Lengst þurftu farþegar á leið til Los Angeles að bíða, eða í heilar 14 klukkustundir, en að jafnaði hafa tafir verið um 120 mínútur eða tvær klukkustundir. Lítið svigrúm ef eitthvað bregður út af Bæði forstjóri og upplýsingafulltrúi Wowair eru stödd í Frakkland, ásamt tæpum tíu prósentum íslensku þjóðarinnar, en þær upplýsingar fengust þó frá flugfélaginu að ástæður tafanna séu keðjuverkun vegna margra samhangandi þátta. Þar á meðal er ófyrirséð viðhald á flugbraut Gatwick flugvallar og skemmdir sem urðu á væng einnar vélar félagsins. Við það bætist mikið álag á Keflavíkurflugvelli og öðrum alþjóðaflugvöllum nú á háannatíma ferðaþjónustunnar, sem þýðir að lítið rými er til að bregðast við röskunum á flugleiðum.Farþegar sem töfðust um 14 klukkustundir eftir flugi til Los Angeles ráku augan í þennan miða við innskráningarborðið, en hann mun þó ekki hafa verið skilin eftir af starfsfólki Wowair.Gerðardómur tekur við kjaradeilunni Kjaradeilur flugumferðarstjóra hjálpa heldur ekki til, en að sögn Isavia tókst ekki að fullmanna vaktir á háannatíma í gær vegna forfalla. Röskun vegna þess varð þó minniháttar. Síðasti samningafundur hjá ríkissáttasemjara var árangurslaus og hefur næsti fundur ekki verið boðaður fyrr en á föstudag, en þá verður deilan þegar komin inn á borð gerðardóms samkvæmt lögum Alþingis gegn verkfallsaðgerðum flugumferðarstjóra. Talsmenn beggja samninganefnda segja hinsvegar að þótt gerðardómur verði komin í málið verði áfram reynt að finna lausn með samningaviðræðum. Það virðist því margt geta brugðið út af í flugbransanum og ráðlegt að þeir sem eiga bókað flug í fríið fylgist vandlega með brottfarartímum. Fréttir af flugi Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sjá meira
Tafir urðu á 16 af 17 brottförum Wowair frá Keflavík í gær og það sem af er þessum degi hefur sömuleiðis orðið áframhaldandi töf á öllum flugleiðum.Svona voru tafirnar í dag á brottförum Wow Air frá Keflavík.Lengst þurftu farþegar á leið til Los Angeles að bíða, eða í heilar 14 klukkustundir, en að jafnaði hafa tafir verið um 120 mínútur eða tvær klukkustundir. Lítið svigrúm ef eitthvað bregður út af Bæði forstjóri og upplýsingafulltrúi Wowair eru stödd í Frakkland, ásamt tæpum tíu prósentum íslensku þjóðarinnar, en þær upplýsingar fengust þó frá flugfélaginu að ástæður tafanna séu keðjuverkun vegna margra samhangandi þátta. Þar á meðal er ófyrirséð viðhald á flugbraut Gatwick flugvallar og skemmdir sem urðu á væng einnar vélar félagsins. Við það bætist mikið álag á Keflavíkurflugvelli og öðrum alþjóðaflugvöllum nú á háannatíma ferðaþjónustunnar, sem þýðir að lítið rými er til að bregðast við röskunum á flugleiðum.Farþegar sem töfðust um 14 klukkustundir eftir flugi til Los Angeles ráku augan í þennan miða við innskráningarborðið, en hann mun þó ekki hafa verið skilin eftir af starfsfólki Wowair.Gerðardómur tekur við kjaradeilunni Kjaradeilur flugumferðarstjóra hjálpa heldur ekki til, en að sögn Isavia tókst ekki að fullmanna vaktir á háannatíma í gær vegna forfalla. Röskun vegna þess varð þó minniháttar. Síðasti samningafundur hjá ríkissáttasemjara var árangurslaus og hefur næsti fundur ekki verið boðaður fyrr en á föstudag, en þá verður deilan þegar komin inn á borð gerðardóms samkvæmt lögum Alþingis gegn verkfallsaðgerðum flugumferðarstjóra. Talsmenn beggja samninganefnda segja hinsvegar að þótt gerðardómur verði komin í málið verði áfram reynt að finna lausn með samningaviðræðum. Það virðist því margt geta brugðið út af í flugbransanum og ráðlegt að þeir sem eiga bókað flug í fríið fylgist vandlega með brottfarartímum.
Fréttir af flugi Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sjá meira