Víkingarnir sem sjokkeruðu Ronaldo | Sjáðu umfjöllun Roger Bennett um Ísland Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2016 22:34 Mynd/Samsett Roger Bennett, annar stjórnanda Men in Blazers, hefur nú sett saman þátt um íslenska fótboltalandsliðið fyrir VICE Sports og bætist þar með í hóp þeirra sem hafa fjallað um íslenska fótboltaævintýrið. Flest hitt efnið kom fram í dagsljósið í aðdraganda Evrópumótsins en Roger Bennett setti sitt innslag í loftið daginn áður að Ísland mætir Austurríki í lokaleik riðlakeppninnar þar sem sigur eða jafntefli skilar íslenska liðinu áfram í sextán liða úrslitin. Það er hinsvegar erfitt að finna flottari fyrirsögn á umfjöllun en þá hjá Roger Bennett á VICE Sports: Innslagið heitir: „The Vikings Who Shocked Ronaldo: The Unbelievable Rise of Iceland Soccer" eða „Víkingarnir sem sjokkeruðu Ronaldo: Ótrúleg upprisa íslenska fótboltans." Innslagið byrjar á viðtali við Heimi Hallgrímsson, landsliðsþjálfara. „Við erum ekki með her því við erum of fá til að hafa her. Ef við færum í stríð þá væri auðvelt að vinna okkur. Þetta lið er eiginlega okkar her," sagði Heimir í viðtalinu við Roger Bennett. Roger Bennett kynnir Ísland inn sem litlu þjóðina sem rauk upp FIFA-listann og varð að fámennustu þjóð til að tryggja sig inn á stórmót í knattspyrnu karla. Á meðan má sjá myndbrot frá bæði 1-1 jafnteflinu við Frakkaland 1998 og tapleiknum á móti Færeyjum 2009 auk svipmynda frá hinni ótrúlegu náttúru Íslands. Roger Bennett segist síðan hafa farið til Íslands til að ræða við leikmenn, þjálfara og stuðningsmenn til að finna út hvernig Íslendingar fóru að þessu. Þarna eru viðtöl við Guðmund Benediktsson, Geir Þorsteinsson, Aron Einar Gunnarsson, Lars Lagerbäck, Gylfa Þór Sigurðsson svo einhverjir séu nefndir. Það er hægt sjá þetta stórskemmtilega innslag Rogers Bennett hér fyrir neðan. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Takk kærlega Ísland fyrir Aron Jóhannsson“ Bandaríski sjónvarps- og fjölmiðlamaðurinn Roger Bennett er á Íslandi til að gera heimildamynd um íslenska fótboltaævintýrið. 26. maí 2016 19:23 Líkir íslenska fótboltaævintýrinu við sögur Southampton og Leicester Sjáðu allt viðtalið við breska sjónvarpsmanninn Roger Bennett sem er heillaður af íslenska fótboltaævintýrinu. 27. maí 2016 10:00 Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Fleiri fréttir Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Sjá meira
Roger Bennett, annar stjórnanda Men in Blazers, hefur nú sett saman þátt um íslenska fótboltalandsliðið fyrir VICE Sports og bætist þar með í hóp þeirra sem hafa fjallað um íslenska fótboltaævintýrið. Flest hitt efnið kom fram í dagsljósið í aðdraganda Evrópumótsins en Roger Bennett setti sitt innslag í loftið daginn áður að Ísland mætir Austurríki í lokaleik riðlakeppninnar þar sem sigur eða jafntefli skilar íslenska liðinu áfram í sextán liða úrslitin. Það er hinsvegar erfitt að finna flottari fyrirsögn á umfjöllun en þá hjá Roger Bennett á VICE Sports: Innslagið heitir: „The Vikings Who Shocked Ronaldo: The Unbelievable Rise of Iceland Soccer" eða „Víkingarnir sem sjokkeruðu Ronaldo: Ótrúleg upprisa íslenska fótboltans." Innslagið byrjar á viðtali við Heimi Hallgrímsson, landsliðsþjálfara. „Við erum ekki með her því við erum of fá til að hafa her. Ef við færum í stríð þá væri auðvelt að vinna okkur. Þetta lið er eiginlega okkar her," sagði Heimir í viðtalinu við Roger Bennett. Roger Bennett kynnir Ísland inn sem litlu þjóðina sem rauk upp FIFA-listann og varð að fámennustu þjóð til að tryggja sig inn á stórmót í knattspyrnu karla. Á meðan má sjá myndbrot frá bæði 1-1 jafnteflinu við Frakkaland 1998 og tapleiknum á móti Færeyjum 2009 auk svipmynda frá hinni ótrúlegu náttúru Íslands. Roger Bennett segist síðan hafa farið til Íslands til að ræða við leikmenn, þjálfara og stuðningsmenn til að finna út hvernig Íslendingar fóru að þessu. Þarna eru viðtöl við Guðmund Benediktsson, Geir Þorsteinsson, Aron Einar Gunnarsson, Lars Lagerbäck, Gylfa Þór Sigurðsson svo einhverjir séu nefndir. Það er hægt sjá þetta stórskemmtilega innslag Rogers Bennett hér fyrir neðan.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Takk kærlega Ísland fyrir Aron Jóhannsson“ Bandaríski sjónvarps- og fjölmiðlamaðurinn Roger Bennett er á Íslandi til að gera heimildamynd um íslenska fótboltaævintýrið. 26. maí 2016 19:23 Líkir íslenska fótboltaævintýrinu við sögur Southampton og Leicester Sjáðu allt viðtalið við breska sjónvarpsmanninn Roger Bennett sem er heillaður af íslenska fótboltaævintýrinu. 27. maí 2016 10:00 Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Fleiri fréttir Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Sjá meira
„Takk kærlega Ísland fyrir Aron Jóhannsson“ Bandaríski sjónvarps- og fjölmiðlamaðurinn Roger Bennett er á Íslandi til að gera heimildamynd um íslenska fótboltaævintýrið. 26. maí 2016 19:23
Líkir íslenska fótboltaævintýrinu við sögur Southampton og Leicester Sjáðu allt viðtalið við breska sjónvarpsmanninn Roger Bennett sem er heillaður af íslenska fótboltaævintýrinu. 27. maí 2016 10:00