Víkingarnir sem sjokkeruðu Ronaldo | Sjáðu umfjöllun Roger Bennett um Ísland Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2016 22:34 Mynd/Samsett Roger Bennett, annar stjórnanda Men in Blazers, hefur nú sett saman þátt um íslenska fótboltalandsliðið fyrir VICE Sports og bætist þar með í hóp þeirra sem hafa fjallað um íslenska fótboltaævintýrið. Flest hitt efnið kom fram í dagsljósið í aðdraganda Evrópumótsins en Roger Bennett setti sitt innslag í loftið daginn áður að Ísland mætir Austurríki í lokaleik riðlakeppninnar þar sem sigur eða jafntefli skilar íslenska liðinu áfram í sextán liða úrslitin. Það er hinsvegar erfitt að finna flottari fyrirsögn á umfjöllun en þá hjá Roger Bennett á VICE Sports: Innslagið heitir: „The Vikings Who Shocked Ronaldo: The Unbelievable Rise of Iceland Soccer" eða „Víkingarnir sem sjokkeruðu Ronaldo: Ótrúleg upprisa íslenska fótboltans." Innslagið byrjar á viðtali við Heimi Hallgrímsson, landsliðsþjálfara. „Við erum ekki með her því við erum of fá til að hafa her. Ef við færum í stríð þá væri auðvelt að vinna okkur. Þetta lið er eiginlega okkar her," sagði Heimir í viðtalinu við Roger Bennett. Roger Bennett kynnir Ísland inn sem litlu þjóðina sem rauk upp FIFA-listann og varð að fámennustu þjóð til að tryggja sig inn á stórmót í knattspyrnu karla. Á meðan má sjá myndbrot frá bæði 1-1 jafnteflinu við Frakkaland 1998 og tapleiknum á móti Færeyjum 2009 auk svipmynda frá hinni ótrúlegu náttúru Íslands. Roger Bennett segist síðan hafa farið til Íslands til að ræða við leikmenn, þjálfara og stuðningsmenn til að finna út hvernig Íslendingar fóru að þessu. Þarna eru viðtöl við Guðmund Benediktsson, Geir Þorsteinsson, Aron Einar Gunnarsson, Lars Lagerbäck, Gylfa Þór Sigurðsson svo einhverjir séu nefndir. Það er hægt sjá þetta stórskemmtilega innslag Rogers Bennett hér fyrir neðan. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Takk kærlega Ísland fyrir Aron Jóhannsson“ Bandaríski sjónvarps- og fjölmiðlamaðurinn Roger Bennett er á Íslandi til að gera heimildamynd um íslenska fótboltaævintýrið. 26. maí 2016 19:23 Líkir íslenska fótboltaævintýrinu við sögur Southampton og Leicester Sjáðu allt viðtalið við breska sjónvarpsmanninn Roger Bennett sem er heillaður af íslenska fótboltaævintýrinu. 27. maí 2016 10:00 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir „Frammistaða sem við getum klárlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Sjá meira
Roger Bennett, annar stjórnanda Men in Blazers, hefur nú sett saman þátt um íslenska fótboltalandsliðið fyrir VICE Sports og bætist þar með í hóp þeirra sem hafa fjallað um íslenska fótboltaævintýrið. Flest hitt efnið kom fram í dagsljósið í aðdraganda Evrópumótsins en Roger Bennett setti sitt innslag í loftið daginn áður að Ísland mætir Austurríki í lokaleik riðlakeppninnar þar sem sigur eða jafntefli skilar íslenska liðinu áfram í sextán liða úrslitin. Það er hinsvegar erfitt að finna flottari fyrirsögn á umfjöllun en þá hjá Roger Bennett á VICE Sports: Innslagið heitir: „The Vikings Who Shocked Ronaldo: The Unbelievable Rise of Iceland Soccer" eða „Víkingarnir sem sjokkeruðu Ronaldo: Ótrúleg upprisa íslenska fótboltans." Innslagið byrjar á viðtali við Heimi Hallgrímsson, landsliðsþjálfara. „Við erum ekki með her því við erum of fá til að hafa her. Ef við færum í stríð þá væri auðvelt að vinna okkur. Þetta lið er eiginlega okkar her," sagði Heimir í viðtalinu við Roger Bennett. Roger Bennett kynnir Ísland inn sem litlu þjóðina sem rauk upp FIFA-listann og varð að fámennustu þjóð til að tryggja sig inn á stórmót í knattspyrnu karla. Á meðan má sjá myndbrot frá bæði 1-1 jafnteflinu við Frakkaland 1998 og tapleiknum á móti Færeyjum 2009 auk svipmynda frá hinni ótrúlegu náttúru Íslands. Roger Bennett segist síðan hafa farið til Íslands til að ræða við leikmenn, þjálfara og stuðningsmenn til að finna út hvernig Íslendingar fóru að þessu. Þarna eru viðtöl við Guðmund Benediktsson, Geir Þorsteinsson, Aron Einar Gunnarsson, Lars Lagerbäck, Gylfa Þór Sigurðsson svo einhverjir séu nefndir. Það er hægt sjá þetta stórskemmtilega innslag Rogers Bennett hér fyrir neðan.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Takk kærlega Ísland fyrir Aron Jóhannsson“ Bandaríski sjónvarps- og fjölmiðlamaðurinn Roger Bennett er á Íslandi til að gera heimildamynd um íslenska fótboltaævintýrið. 26. maí 2016 19:23 Líkir íslenska fótboltaævintýrinu við sögur Southampton og Leicester Sjáðu allt viðtalið við breska sjónvarpsmanninn Roger Bennett sem er heillaður af íslenska fótboltaævintýrinu. 27. maí 2016 10:00 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir „Frammistaða sem við getum klárlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Sjá meira
„Takk kærlega Ísland fyrir Aron Jóhannsson“ Bandaríski sjónvarps- og fjölmiðlamaðurinn Roger Bennett er á Íslandi til að gera heimildamynd um íslenska fótboltaævintýrið. 26. maí 2016 19:23
Líkir íslenska fótboltaævintýrinu við sögur Southampton og Leicester Sjáðu allt viðtalið við breska sjónvarpsmanninn Roger Bennett sem er heillaður af íslenska fótboltaævintýrinu. 27. maí 2016 10:00