Arnór Þór: Ég var smeykur um Aron Einar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. júní 2016 12:30 Arnór Þór með systrum sínum í Annecy í Frakklandi, Ásu Maren og Huldu Maríu. Vísir/Vilhelm Arnór Þór Gunnarsson, landsliðsmaður í handbolta og bróðir landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar, er mættur til Frakklands til að fylgja bróður sínum og íslenska karlalandsliðinu í fótbolta eftir á EM í Frakklandi. Hann missti af fyrsta leiknum í Frakklandi þar sem að handboltalandsliðið var að spila við Portúgal í undankeppni HM 2017 á sama tíma. En hann sá leikinn gegn Ungverjalandi og verður á Stade de France í París í dag. „Ég er auðvitað afar ánægður fyrir hans hönd og er stoltur af honum. Hann hefur gefið allt sem hann á í þetta,“ sagði Arnór Þór við Vísi í Annecy á dögunum. Sjá einnig: Frændur Arons Einars: Hann lætur mann óspart heyra það Hann segist vel gera sér grein fyrir því hvernig Aroni Einari líður, sérstaklega á leikdegi. Þá geti stundum verið erfitt að láta tímann líða. „Það kemur upp mikill spenningur og fiðringur þegar maður vaknar á leikdegi. Hann og allir í liðinu vilja gera sitt besta, fyrir fjölskyldur sína, stuðningsmenn og alla á Íslandi. Þá fara taugarnar stundum af stað,“ sagði hann. „En svo byrjar leikurinn. Þá er allt þetta farið og maður einbeitir sér algjörlega að leiknum.“Bræðurnir Aron Einar og Arnór Þór.VísirVill alltaf spila Aron Einar hefur verið tæpur vegna nárameiðsla á mótinu og það stóð tæpt að hann myndi ná fyrsta leik Íslands, gegn Portúgal í síðustu viku. „Jú, ég var smeykur. Hann sendi fjölskyldunni skilaboð um að hann væri illt í náranum en ætlaði að reyna að ná leiknum. En hann harkar þetta af sér. Hann hefur gert það hingað til,“ segir Arnór Þór. „Ég hef ekki áhyggjur af því að hann sé að þjösna sér út. Hann myndi örugglega líka gera þetta með sínu félagsliði enda vill hann alltaf spila. Hann vildi alltaf spila þegar hann var yngri og var í bæði handbolta og fótbolta, sama þótt að honum hafi verið illt.“ Sjá einnig: Æfir alla daga í Frakklandi og reiknar með því að sá stutti verði dansari Arnór Þór hefur ekki áhyggjur ef að Aron Einar myndi ekki getað spilað vegna meiðsla, til dæmis gegn Austurríki í dag. „Við eigum fullt af góðum leikmönnum sem hafa verið fyrir utan lið. Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því. Ef einhver getur ekki spilað þá koma frábærir leikmenn inn í staðinn.“Szilagyi í leik með austurríska landsliðinu.vísir/gettyHungaria, Hungaria Viktor Szilagyi, samherji Arnórs Þórs hjá Bergischer í Þýskalandi, er besti handboltamaður sem Austurríki hefur átt en hann er reyndar fæddur í Ungverjalandi. Þeir voru í góðu sambandi eftir leikinn í Marseille. „Hann sendi mér skilaboð. Hungaria, Hungaria. Ég var svo svekktur að ég gat ekki svarað honum strax. En við ræddum svo betur saman daginn eftir leik og fórum yfir þetta,“ segir hann brosandi.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Brotnar ljósakrónur og hurðar á sannkölluðu landsliðsheimili á Akureyri "Ef þeir voru ekki í íþróttahúsinu voru þeir úti á sparkvelli að djöflast,“ segir Gunnar Malmquist faðir landsliðsmannanna Arons Einars og Arnórs Þórs. 20. júní 2016 19:30 Frændur Arons Einars: Hann lætur mann óspart heyra það Aron Einar Gunnarsson er með sterkt bakland á EM í Frakklandi en fjölskyldan fylgir honum eftir þar. 21. júní 2016 11:30 Æfir alla daga í Frakklandi og reiknar með því að sá stutti verði dansari „Ég tók allar græjur með mér og er við öllu búinn. Ég æfi sama hvar ég er,“ segir Kristbjörg Jónasdóttir. 20. júní 2016 21:00 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Í beinni: Newcastle United - Manchester City | Undanúrslitaeinvígið hefst Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Sjá meira
Arnór Þór Gunnarsson, landsliðsmaður í handbolta og bróðir landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar, er mættur til Frakklands til að fylgja bróður sínum og íslenska karlalandsliðinu í fótbolta eftir á EM í Frakklandi. Hann missti af fyrsta leiknum í Frakklandi þar sem að handboltalandsliðið var að spila við Portúgal í undankeppni HM 2017 á sama tíma. En hann sá leikinn gegn Ungverjalandi og verður á Stade de France í París í dag. „Ég er auðvitað afar ánægður fyrir hans hönd og er stoltur af honum. Hann hefur gefið allt sem hann á í þetta,“ sagði Arnór Þór við Vísi í Annecy á dögunum. Sjá einnig: Frændur Arons Einars: Hann lætur mann óspart heyra það Hann segist vel gera sér grein fyrir því hvernig Aroni Einari líður, sérstaklega á leikdegi. Þá geti stundum verið erfitt að láta tímann líða. „Það kemur upp mikill spenningur og fiðringur þegar maður vaknar á leikdegi. Hann og allir í liðinu vilja gera sitt besta, fyrir fjölskyldur sína, stuðningsmenn og alla á Íslandi. Þá fara taugarnar stundum af stað,“ sagði hann. „En svo byrjar leikurinn. Þá er allt þetta farið og maður einbeitir sér algjörlega að leiknum.“Bræðurnir Aron Einar og Arnór Þór.VísirVill alltaf spila Aron Einar hefur verið tæpur vegna nárameiðsla á mótinu og það stóð tæpt að hann myndi ná fyrsta leik Íslands, gegn Portúgal í síðustu viku. „Jú, ég var smeykur. Hann sendi fjölskyldunni skilaboð um að hann væri illt í náranum en ætlaði að reyna að ná leiknum. En hann harkar þetta af sér. Hann hefur gert það hingað til,“ segir Arnór Þór. „Ég hef ekki áhyggjur af því að hann sé að þjösna sér út. Hann myndi örugglega líka gera þetta með sínu félagsliði enda vill hann alltaf spila. Hann vildi alltaf spila þegar hann var yngri og var í bæði handbolta og fótbolta, sama þótt að honum hafi verið illt.“ Sjá einnig: Æfir alla daga í Frakklandi og reiknar með því að sá stutti verði dansari Arnór Þór hefur ekki áhyggjur ef að Aron Einar myndi ekki getað spilað vegna meiðsla, til dæmis gegn Austurríki í dag. „Við eigum fullt af góðum leikmönnum sem hafa verið fyrir utan lið. Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því. Ef einhver getur ekki spilað þá koma frábærir leikmenn inn í staðinn.“Szilagyi í leik með austurríska landsliðinu.vísir/gettyHungaria, Hungaria Viktor Szilagyi, samherji Arnórs Þórs hjá Bergischer í Þýskalandi, er besti handboltamaður sem Austurríki hefur átt en hann er reyndar fæddur í Ungverjalandi. Þeir voru í góðu sambandi eftir leikinn í Marseille. „Hann sendi mér skilaboð. Hungaria, Hungaria. Ég var svo svekktur að ég gat ekki svarað honum strax. En við ræddum svo betur saman daginn eftir leik og fórum yfir þetta,“ segir hann brosandi.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Brotnar ljósakrónur og hurðar á sannkölluðu landsliðsheimili á Akureyri "Ef þeir voru ekki í íþróttahúsinu voru þeir úti á sparkvelli að djöflast,“ segir Gunnar Malmquist faðir landsliðsmannanna Arons Einars og Arnórs Þórs. 20. júní 2016 19:30 Frændur Arons Einars: Hann lætur mann óspart heyra það Aron Einar Gunnarsson er með sterkt bakland á EM í Frakklandi en fjölskyldan fylgir honum eftir þar. 21. júní 2016 11:30 Æfir alla daga í Frakklandi og reiknar með því að sá stutti verði dansari „Ég tók allar græjur með mér og er við öllu búinn. Ég æfi sama hvar ég er,“ segir Kristbjörg Jónasdóttir. 20. júní 2016 21:00 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Í beinni: Newcastle United - Manchester City | Undanúrslitaeinvígið hefst Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Sjá meira
Brotnar ljósakrónur og hurðar á sannkölluðu landsliðsheimili á Akureyri "Ef þeir voru ekki í íþróttahúsinu voru þeir úti á sparkvelli að djöflast,“ segir Gunnar Malmquist faðir landsliðsmannanna Arons Einars og Arnórs Þórs. 20. júní 2016 19:30
Frændur Arons Einars: Hann lætur mann óspart heyra það Aron Einar Gunnarsson er með sterkt bakland á EM í Frakklandi en fjölskyldan fylgir honum eftir þar. 21. júní 2016 11:30
Æfir alla daga í Frakklandi og reiknar með því að sá stutti verði dansari „Ég tók allar græjur með mér og er við öllu búinn. Ég æfi sama hvar ég er,“ segir Kristbjörg Jónasdóttir. 20. júní 2016 21:00