Frændur Arons Einars: Hann lætur mann óspart heyra það Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. júní 2016 11:30 Frændurnir og vinirnir Jason Orri Geirsson, Ólafur Atli Malmquist, Ívar Bjarki Malmquist, Benedikt T. Malmquist og Fannar Daði Malmquist skarta hér allir derhúfum sem eru vel merktar númeri Arons Einars í íslenska landsliðinu. Vísir/Vilhelm „Það er mjög mikill einkahúmor á milli okkar strákanna. Aron Einar er fyndinn maður og hefur sinn húmor. Hann er mjög skemmtilegur.“ Þannig lýsir Fannar Daði Malmquist frænda sínum, Aroni Einari Gunnarssyni, þegar Fréttablaðið hitti á fjölskyldu landsliðsfyrirliðans í Annecy á dögunum. Aron Einar á gott bakland en alls eru þrettán fjölskyldumeðlimir sem fylgja honum og íslenska liðinu eftir á EM í Frakklandi en miklu fleiri skyldmenni eru til viðbótar heima á Íslandi. Fannar Daði er elstur í strákahópnum í ferðinni. Þetta eru fimm strákar á aldrinum 14-20 ára og eins og gefur að skilja þá er mikið fjör í kringum þá. Ekki síst þegar Aron Einar fær að kíkja í heimsókn til fjölskyldu sinnar þegar hann fær frí frá skyldum sínum með íslenska landsliðinu.Svona er bara ættin „Við vorum saman í borðtennis áðan, í tvo klukkutíma,“ sagði Fannar Daði en Aron Einar var nýfarinn aftur á hótel íslenska liðsins þegar Fréttablaðinu bar að garði. Óhætt er að fullyrða að keppnisskapið hafi verið í góðu lagi þar, líkt og í hvaða keppni sem þeir frændur taka sér fyrir hendur. „Hann er mjög skemmtilegur en lætur mann líka heyra það óspart. Bara rétt eins og afi [Gunnar Malmquist, pabbi Arons Einars]. Þetta er bara í ættinni. Það vita allir að hann er svona og að við erum svona.“ Sjá einnig: Brotnar ljósakrónur og hurðar á sannkölluðu landsliðsheimili á Akureyri Fannar segir að fjölskyldan sé afar samheldin. „Við erum þrettán hér og erum alltaf saman. Þannig er það líka þegar við förum út um jólin. Systkinin [Arons Einars] tala saman á hverjum degi og hér þekkja allir inn á hverja aðra. Ef upp koma einhver vandamál þá eru þau útrædd.“Allur hópurinn er hér saman á einni mynd.Vísir/VilhelmReyni að gera mitt besta Bróðir Arons Einars, Arnór Þór, er atvinnu- og landsliðsmaður í handbolta. Faðir þeirra, Gunnar, var sjálfur þaulreyndur handboltamaður og -þjálfari og kemur því það ekki á óvart að frændurnir eru ýmist fótbolta- eða handboltamenn. „Ég æfi fótbolta og er samningsbundinn Þór,“ segir Fannar. „Ég er á fyrsta ári í meistaraflokki og nú í láni hjá Magna, Grenivík. Þetta er það eina sem maður gerir, að spila fótbolta, og auðvitað vill maður gera eins og Aron Einar og gerast atvinnumaður.“ Sjá einnig: Æfir alla daga í Frakklandi og reiknar með því að sá stutti verði dansari Hann veit þó að það gæti verið erfitt enda fáir sem komast í atvinnumennsku. Það sé þó bæði gott að slæmt að landsliðsfyrirliðinn sé frændi manns. „Hann er frábær fyrirmynd en maður á það kannski til að líta stærra á sjálfan sig bara út af því að hann er frændi manns. Mér finnst það þó ekki óþægilegt. Ég hef mín markmið og reyni að gera mitt besta.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Brotnar ljósakrónur og hurðar á sannkölluðu landsliðsheimili á Akureyri "Ef þeir voru ekki í íþróttahúsinu voru þeir úti á sparkvelli að djöflast,“ segir Gunnar Malmquist faðir landsliðsmannanna Arons Einars og Arnórs Þórs. 20. júní 2016 19:30 Æfir alla daga í Frakklandi og reiknar með því að sá stutti verði dansari „Ég tók allar græjur með mér og er við öllu búinn. Ég æfi sama hvar ég er,“ segir Kristbjörg Jónasdóttir. 20. júní 2016 21:00 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Sjá meira
„Það er mjög mikill einkahúmor á milli okkar strákanna. Aron Einar er fyndinn maður og hefur sinn húmor. Hann er mjög skemmtilegur.“ Þannig lýsir Fannar Daði Malmquist frænda sínum, Aroni Einari Gunnarssyni, þegar Fréttablaðið hitti á fjölskyldu landsliðsfyrirliðans í Annecy á dögunum. Aron Einar á gott bakland en alls eru þrettán fjölskyldumeðlimir sem fylgja honum og íslenska liðinu eftir á EM í Frakklandi en miklu fleiri skyldmenni eru til viðbótar heima á Íslandi. Fannar Daði er elstur í strákahópnum í ferðinni. Þetta eru fimm strákar á aldrinum 14-20 ára og eins og gefur að skilja þá er mikið fjör í kringum þá. Ekki síst þegar Aron Einar fær að kíkja í heimsókn til fjölskyldu sinnar þegar hann fær frí frá skyldum sínum með íslenska landsliðinu.Svona er bara ættin „Við vorum saman í borðtennis áðan, í tvo klukkutíma,“ sagði Fannar Daði en Aron Einar var nýfarinn aftur á hótel íslenska liðsins þegar Fréttablaðinu bar að garði. Óhætt er að fullyrða að keppnisskapið hafi verið í góðu lagi þar, líkt og í hvaða keppni sem þeir frændur taka sér fyrir hendur. „Hann er mjög skemmtilegur en lætur mann líka heyra það óspart. Bara rétt eins og afi [Gunnar Malmquist, pabbi Arons Einars]. Þetta er bara í ættinni. Það vita allir að hann er svona og að við erum svona.“ Sjá einnig: Brotnar ljósakrónur og hurðar á sannkölluðu landsliðsheimili á Akureyri Fannar segir að fjölskyldan sé afar samheldin. „Við erum þrettán hér og erum alltaf saman. Þannig er það líka þegar við förum út um jólin. Systkinin [Arons Einars] tala saman á hverjum degi og hér þekkja allir inn á hverja aðra. Ef upp koma einhver vandamál þá eru þau útrædd.“Allur hópurinn er hér saman á einni mynd.Vísir/VilhelmReyni að gera mitt besta Bróðir Arons Einars, Arnór Þór, er atvinnu- og landsliðsmaður í handbolta. Faðir þeirra, Gunnar, var sjálfur þaulreyndur handboltamaður og -þjálfari og kemur því það ekki á óvart að frændurnir eru ýmist fótbolta- eða handboltamenn. „Ég æfi fótbolta og er samningsbundinn Þór,“ segir Fannar. „Ég er á fyrsta ári í meistaraflokki og nú í láni hjá Magna, Grenivík. Þetta er það eina sem maður gerir, að spila fótbolta, og auðvitað vill maður gera eins og Aron Einar og gerast atvinnumaður.“ Sjá einnig: Æfir alla daga í Frakklandi og reiknar með því að sá stutti verði dansari Hann veit þó að það gæti verið erfitt enda fáir sem komast í atvinnumennsku. Það sé þó bæði gott að slæmt að landsliðsfyrirliðinn sé frændi manns. „Hann er frábær fyrirmynd en maður á það kannski til að líta stærra á sjálfan sig bara út af því að hann er frændi manns. Mér finnst það þó ekki óþægilegt. Ég hef mín markmið og reyni að gera mitt besta.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Brotnar ljósakrónur og hurðar á sannkölluðu landsliðsheimili á Akureyri "Ef þeir voru ekki í íþróttahúsinu voru þeir úti á sparkvelli að djöflast,“ segir Gunnar Malmquist faðir landsliðsmannanna Arons Einars og Arnórs Þórs. 20. júní 2016 19:30 Æfir alla daga í Frakklandi og reiknar með því að sá stutti verði dansari „Ég tók allar græjur með mér og er við öllu búinn. Ég æfi sama hvar ég er,“ segir Kristbjörg Jónasdóttir. 20. júní 2016 21:00 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Sjá meira
Brotnar ljósakrónur og hurðar á sannkölluðu landsliðsheimili á Akureyri "Ef þeir voru ekki í íþróttahúsinu voru þeir úti á sparkvelli að djöflast,“ segir Gunnar Malmquist faðir landsliðsmannanna Arons Einars og Arnórs Þórs. 20. júní 2016 19:30
Æfir alla daga í Frakklandi og reiknar með því að sá stutti verði dansari „Ég tók allar græjur með mér og er við öllu búinn. Ég æfi sama hvar ég er,“ segir Kristbjörg Jónasdóttir. 20. júní 2016 21:00