Ummæli hans og hegðun á meðan mótinu stendur hafa heldur ekki gefið upp fagra mynd af þessum frábæra fótboltamanni sem alltaf verið duglegur að gefa færi á sér í gegnum tíðina.
Nú síðast hefur myndband af honum kasta hljóðnema sjónvarpsmanns út í vatn farið eins og eldur í sinu um frétta- og netmiðla heimsins.
Sjónvarpsstöðin sem um ræðir er samt ekki bara einhver sjónvarpsstöð heldur stöð sem hefur lagt mikið upp úr því að hrella Cristiano Ronaldo í gegnum tíðina.
Sjónvarpsstöðin er kölluð CMTV en heitir fullu nafni Correio da Manhã TV. Þetta er sjónvarpsstöð slúðursblaðs sem er alltaf að reyna að grafa upp fréttir af Cristiano Ronaldo og virðist þá ekki skipta máli hvort að þær fréttir séu sannar eða ekki.
Á hverjum degi setja þeir í loftið frétt um Cristiano Ronaldo og fjölskyldu hans, soninn hans, peningana hans eða eitthvað annað.
Hann hefur áður neitað að svara spurningum blaðamanns CMTV á blaðammafundi með landsliðinu og það fer ekkert á milli mála að hann er mjög ósáttur með vinnubrögð starfsmanna Correio da Manhã.
Cristiano Ronaldo er vissulega undir mikilli pressu eftir slaka frammistöðu sína á mótinu en sá pirringur var þó ekki aðalástæðan fyrir því að hann kastaði hljóðnemanum út í vatn.
Það er hægt að sjá myndbandið hér fyrir neðan en þegar menn vita af því hvaðan þessi sjónvarpsmaður kemur þá kannski skilur fólk Cristiano Ronaldo aðeins betur.
Það breytir þó ekki því að svona á þessi stóra fyrirmynd ekki að haga sér þó að einhver hrellistöð sé að angra hann.
...meanwhile in France, Cristiano was asked what he thought of Messi's record-breaking free kick.#EURO2016 #CA2016 pic.twitter.com/tluIQxTQil
— Chef (@champ_ian) June 22, 2016