Jón Daði hefur verið fastamaður í byrjunarliði íslenska liðsins þrátt fyrir að skora ekki í leikjunum.
Hann var ekki búinn að skora í 19 landsleikjum í röð fyrir leikinn í dag en þetta mark var biðarinnar virði.
Ef einhver var búinn að vinna fyrir því að skora fyrir íslenska landsliðið þá var þessi frábæri fótboltamaður frá Selfossi.
Íslenska liðinu nægir jafntefli til þess að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum en með sigri á liðið möguleika á því að vinna F-riðilinn.
Það er hægt að sjá mark Jóns Daða hér fyrir neðan hann fékk boltann frá Kára Árnasyni eftir langt innkast frá fyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni.
JÓN DAÐI! JÓN DAÐI! JÓN DAÐI! 1-0! #EMÍsland#ISL#AUShttps://t.co/Zrzekjptj1
— Síminn (@siminn) June 22, 2016




