Peningurinn uppurinn hjá Tólfunni sem snýr heim á morgun Bjarki Ármannsson og Jóhann Óli Eiðsson skrifa 23. júní 2016 12:13 Um fimmtán meðlimir Tólfunnar hafa verið á öllum þremur leikjum Íslands á mótinu til þessa en aðrir komið og tekið einn eða tvo. Af þeim fimmtán eru fimm með sérstaka passa sem leyfa þeim að burðast með trommur og slíkt upp í stúku. Vísir/Vilhelm Tólfan, stuðningsmannasveit íslenska landsliðsins, kemur heim frá Frakklandi á morgun þrátt fyrir að þátttöku íslenska liðsins á Evrópumóti karla í knattspyrnu sé ekki lokið. Ísland tryggði sig áfram í sextán liða úrslit mótsins með fræknum sigri á Austurríkismönnum í gær og mætir Englendingum á mánudag. „Við erum búnir með „budget“-ið þannig að við erum að koma heim á föstudaginn og svo sjáum við til,“ segir Benjamín Hallbjörnsson, formaður Tólfunnar. „Kannski verður þetta einhver klikkun og við förum aftur á sunnudaginn.“ Um fimmtán meðlimir Tólfunnar hafa verið á öllum þremur leikjum Íslands á mótinu til þessa en aðrir komið og tekið einn eða tvo. Af þeim fimmtán eru fimm með sérstaka passa sem leyfa þeim að burðast með trommur og slíkt upp í stúku. Benjamín, sem svarar kallinu Benni bongó á vellinum, segir alla í hópnum langa til þess að vera áfram en fjárhagurinn sé takmarkaður. Þá spili fleira inn – menn þurfi hreinlega að fara að mæta til vinnu eftir dvölina í Frakklandi.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita til að komast til NiceBenjamín og Gunnar Helgason leikari á góðri stund úti í Frakklandi.Mynd/Benjamín HallbjörnssonHann útilokar þó alls ekki að einhverjir taki sig saman og kýli á það að fara út með skömmum fyrirvara. Þó svo það gæti verið erfitt að krækja í miða á 35 þúsund manna völlinn í Nice. „Ef við myndum taka einhverja ævintýramennsku á þetta, þá reddast það bara,“ segir hann vongóður. „Það verða miðar fyrir utan völlinn á uppsprengdu verði. Við erum að spila við Englendinga og þeir kunna manna best að vera með brask.“ Á Benna er það að heyra að England sé það lið sem Tólfumenn hefðu helst viljað mæta á mótinu enda enska deildin sú vinsælasta á Íslandi. Hann á von á því að Ísland nái að standa í ensku stjórnstjörnunum og jafnvel leggja þær að velli. „Þeir eru ekki búnir að eiga of gott mót,“ segir hann. „Alltof margir „púlarar“ í liðinu.“ Íslendingar sem fylgst hafa með leikjum karlalandsliðsins í sjónvarpinu eru ef til vill útkeyrðir eftir alla spennuna og fögnuðinn. Það er því rétt hægt að ímynda sér hvernig liðsmönnum Tólfunnar líður. „Heilsan er upp og ofan,“ viðurkennir Benni, sem er kátur en nánast pínlega hás í símann við blaðamann. „Þeir sem hafa verið hérna allan tímann – það er búið að draga smá af þeim.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Tólfan í trommuveseni en Benni bongó nýtti samböndin erlendis Stærsti hluti Tólfunnar, stuðningsmannasveit íslenska landsliðsins, er nú kominn til Frakklands, en Ísland spilar fyrsta leikinn sinn á EM á þriðjudag. 12. júní 2016 20:45 Slegist um landsliðstreyjurnar Sannkallað treyjuæði ríkir á Íslandi. Gróft metið má ætla að um 30 þúsund manns ætli sér að klæðast íslenska landsliðsbúningnum næstu daga. 10. júní 2016 11:25 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM Sjá meira
Tólfan, stuðningsmannasveit íslenska landsliðsins, kemur heim frá Frakklandi á morgun þrátt fyrir að þátttöku íslenska liðsins á Evrópumóti karla í knattspyrnu sé ekki lokið. Ísland tryggði sig áfram í sextán liða úrslit mótsins með fræknum sigri á Austurríkismönnum í gær og mætir Englendingum á mánudag. „Við erum búnir með „budget“-ið þannig að við erum að koma heim á föstudaginn og svo sjáum við til,“ segir Benjamín Hallbjörnsson, formaður Tólfunnar. „Kannski verður þetta einhver klikkun og við förum aftur á sunnudaginn.“ Um fimmtán meðlimir Tólfunnar hafa verið á öllum þremur leikjum Íslands á mótinu til þessa en aðrir komið og tekið einn eða tvo. Af þeim fimmtán eru fimm með sérstaka passa sem leyfa þeim að burðast með trommur og slíkt upp í stúku. Benjamín, sem svarar kallinu Benni bongó á vellinum, segir alla í hópnum langa til þess að vera áfram en fjárhagurinn sé takmarkaður. Þá spili fleira inn – menn þurfi hreinlega að fara að mæta til vinnu eftir dvölina í Frakklandi.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita til að komast til NiceBenjamín og Gunnar Helgason leikari á góðri stund úti í Frakklandi.Mynd/Benjamín HallbjörnssonHann útilokar þó alls ekki að einhverjir taki sig saman og kýli á það að fara út með skömmum fyrirvara. Þó svo það gæti verið erfitt að krækja í miða á 35 þúsund manna völlinn í Nice. „Ef við myndum taka einhverja ævintýramennsku á þetta, þá reddast það bara,“ segir hann vongóður. „Það verða miðar fyrir utan völlinn á uppsprengdu verði. Við erum að spila við Englendinga og þeir kunna manna best að vera með brask.“ Á Benna er það að heyra að England sé það lið sem Tólfumenn hefðu helst viljað mæta á mótinu enda enska deildin sú vinsælasta á Íslandi. Hann á von á því að Ísland nái að standa í ensku stjórnstjörnunum og jafnvel leggja þær að velli. „Þeir eru ekki búnir að eiga of gott mót,“ segir hann. „Alltof margir „púlarar“ í liðinu.“ Íslendingar sem fylgst hafa með leikjum karlalandsliðsins í sjónvarpinu eru ef til vill útkeyrðir eftir alla spennuna og fögnuðinn. Það er því rétt hægt að ímynda sér hvernig liðsmönnum Tólfunnar líður. „Heilsan er upp og ofan,“ viðurkennir Benni, sem er kátur en nánast pínlega hás í símann við blaðamann. „Þeir sem hafa verið hérna allan tímann – það er búið að draga smá af þeim.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Tólfan í trommuveseni en Benni bongó nýtti samböndin erlendis Stærsti hluti Tólfunnar, stuðningsmannasveit íslenska landsliðsins, er nú kominn til Frakklands, en Ísland spilar fyrsta leikinn sinn á EM á þriðjudag. 12. júní 2016 20:45 Slegist um landsliðstreyjurnar Sannkallað treyjuæði ríkir á Íslandi. Gróft metið má ætla að um 30 þúsund manns ætli sér að klæðast íslenska landsliðsbúningnum næstu daga. 10. júní 2016 11:25 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM Sjá meira
Tólfan í trommuveseni en Benni bongó nýtti samböndin erlendis Stærsti hluti Tólfunnar, stuðningsmannasveit íslenska landsliðsins, er nú kominn til Frakklands, en Ísland spilar fyrsta leikinn sinn á EM á þriðjudag. 12. júní 2016 20:45
Slegist um landsliðstreyjurnar Sannkallað treyjuæði ríkir á Íslandi. Gróft metið má ætla að um 30 þúsund manns ætli sér að klæðast íslenska landsliðsbúningnum næstu daga. 10. júní 2016 11:25