Davíð vill meina að þöggun ríki um Guðna: „Ef ég hefði sagt það þá hefðu báðar fréttastöðvarnar mætt heim til mín“ Birgir Olgeirsson skrifar 23. júní 2016 19:51 Frá forsetakappræðum Stöðvar 2 í kvöld. Vísir/Eyþór Forsetaframbjóðendur voru spurðir hvort þeim þætti kosningabaráttan hafa verið drengileg í kappræðum frambjóðenda á Stöð 2 í kvöld. Flestir voru á því að svo hefði verið en Davíð Oddsson sagðist greinilega hafa verið í annarri kosningabaráttu en hinir því farið hefði verið yfir allan feril hans 40 ár aftur í tímann en hins vegar væri tekið á Guðna Th. Jóhannessyni eins og hann væri að koma beint af fæðingardeildinni. Andri Snær Magnason hafði fyrr í þættinum sagt að áhugaleysi ungs fólks á kosningunum mætti mögulega rekja til þess að umræðan í baráttunni hefði að mestu snúist um Icesave og þorskastríðið. Icesave stærsta mál embættisins Davíð sagði að það yrði að vera hægt að ræða þessi mál og sagði Icesave-málið til að mynda það stærsta sem rekið hefur á forsetaembættið þar sem þjóðin tók sína ákvörðun með forsetanum. Hann sagði það vera slæmt að ekki mætti ræða að einn frambjóðandinn, og átti þar við Guðna Th, hefði hvatt þjóðina til að samþykkja Svavars-samninginn svokallaða og að sami frambjóðandi, Guðni Th. hefði talað um kjósendur sem fávísan lýð. „Ef ég hefði sagt það þá hefðu báðar fréttastöðvarnar mætt heim til mín og spurt hvenær ég myndi hætta í framboði,“ sagði Davíð. Hann sagði kjósendur verða að þekkja forsetann sem það ætlar að kjósa og að hann geti ekki hlaupið frá skoðunum sínum í viðkvæmustu málunum. „Höfum báðir talað um fávísan almenning“ Guðni Th. sagði að það væri sama hvað hann myndi segja, hann væri ekki að fara sannfæra Davíð um að það sem hann sagði um Guðna væri rangt. „Við höfum báðir talað um fávísan almenning, hann á Alþingi og ég í erindi,“ sagði Guðni og sagðist hafa verið álitsgjafi í hruninu og höfundur Hrunsins, það er að segja bókarinnar um hrunið. Hann sagði það ekki rétt að sínu mati að segja fjölmiðla standa að þöggun um hans verk því fjallað væri um Guðna á síðu eftir síðu í Morgunblaðinu, hvar Davíð er ritstjóri en í sumarfríi á meðan hann er í framboði. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Leiðarahöfundur Morgunblaðsins lítt hrifinn af söguskoðun Guðna um Icesave Í leiðara Morgunblaðsins í dag sem ber yfirskriftina „Ekki fer öllum vel úr hendi að skrá sögu Icesave“ er grein Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings og forsetaframbjóðanda í Fréttablaðinu þann 23. júní 2012 gerð að umtalsefni. 13. júní 2016 11:21 „Langt seilst að bera það upp á mig að mér þyki Íslendingar fávís lýður“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og forsetaframbjóðandi þvertók fyrir það í sjónvarpsþættinum Eyjunni í gær að hafa nokkurn tímann sagt að fávís almenningur gæti komið sér upp röngum minningum. 30. maí 2016 12:45 Guðni um leiðara Moggans: „Liggur í hlutarins eðli að okkur greinir á“ Guðna Th. Jóhannessyni er líkt við Donald Trump í leiðara Morgunblaðsins. 2. júní 2016 11:39 Guðni Th. við Davíð: "Hefur þú enga sómakennd?“ Forsetaframbjóðendurnir Davíð Oddsson og Guðni Th. Jóhannesson tókust á í Eyjunni í kvöld. 29. maí 2016 19:14 Guðna líkt við Donald Trump í leiðara Morgunblaðsins Guðna Th. Jóhannessyni forsetaframbjóðanda er líkt við Donald Trump í leiðara Morgunblaðsins í dag. Eins og venja er er leiðarinn nafnlaus en Davíð Oddsson sem einnig er í framboði til forseta Íslands er ritstjóri Morgunblaðsins. 2. júní 2016 08:08 Dósent í stjórnmálafræði: Viss um að margir hafi fundið til með Guðna að hafa lent í hakkavélinni Það hefur fátt verið meira rætt síðustu daga en umræður Davíðs Oddssonar og Guðna Th. Jóhannessonar í Eyjunni síðastliðinn sunnudag. 31. maí 2016 10:37 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Fleiri fréttir Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Sjá meira
Forsetaframbjóðendur voru spurðir hvort þeim þætti kosningabaráttan hafa verið drengileg í kappræðum frambjóðenda á Stöð 2 í kvöld. Flestir voru á því að svo hefði verið en Davíð Oddsson sagðist greinilega hafa verið í annarri kosningabaráttu en hinir því farið hefði verið yfir allan feril hans 40 ár aftur í tímann en hins vegar væri tekið á Guðna Th. Jóhannessyni eins og hann væri að koma beint af fæðingardeildinni. Andri Snær Magnason hafði fyrr í þættinum sagt að áhugaleysi ungs fólks á kosningunum mætti mögulega rekja til þess að umræðan í baráttunni hefði að mestu snúist um Icesave og þorskastríðið. Icesave stærsta mál embættisins Davíð sagði að það yrði að vera hægt að ræða þessi mál og sagði Icesave-málið til að mynda það stærsta sem rekið hefur á forsetaembættið þar sem þjóðin tók sína ákvörðun með forsetanum. Hann sagði það vera slæmt að ekki mætti ræða að einn frambjóðandinn, og átti þar við Guðna Th, hefði hvatt þjóðina til að samþykkja Svavars-samninginn svokallaða og að sami frambjóðandi, Guðni Th. hefði talað um kjósendur sem fávísan lýð. „Ef ég hefði sagt það þá hefðu báðar fréttastöðvarnar mætt heim til mín og spurt hvenær ég myndi hætta í framboði,“ sagði Davíð. Hann sagði kjósendur verða að þekkja forsetann sem það ætlar að kjósa og að hann geti ekki hlaupið frá skoðunum sínum í viðkvæmustu málunum. „Höfum báðir talað um fávísan almenning“ Guðni Th. sagði að það væri sama hvað hann myndi segja, hann væri ekki að fara sannfæra Davíð um að það sem hann sagði um Guðna væri rangt. „Við höfum báðir talað um fávísan almenning, hann á Alþingi og ég í erindi,“ sagði Guðni og sagðist hafa verið álitsgjafi í hruninu og höfundur Hrunsins, það er að segja bókarinnar um hrunið. Hann sagði það ekki rétt að sínu mati að segja fjölmiðla standa að þöggun um hans verk því fjallað væri um Guðna á síðu eftir síðu í Morgunblaðinu, hvar Davíð er ritstjóri en í sumarfríi á meðan hann er í framboði.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Leiðarahöfundur Morgunblaðsins lítt hrifinn af söguskoðun Guðna um Icesave Í leiðara Morgunblaðsins í dag sem ber yfirskriftina „Ekki fer öllum vel úr hendi að skrá sögu Icesave“ er grein Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings og forsetaframbjóðanda í Fréttablaðinu þann 23. júní 2012 gerð að umtalsefni. 13. júní 2016 11:21 „Langt seilst að bera það upp á mig að mér þyki Íslendingar fávís lýður“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og forsetaframbjóðandi þvertók fyrir það í sjónvarpsþættinum Eyjunni í gær að hafa nokkurn tímann sagt að fávís almenningur gæti komið sér upp röngum minningum. 30. maí 2016 12:45 Guðni um leiðara Moggans: „Liggur í hlutarins eðli að okkur greinir á“ Guðna Th. Jóhannessyni er líkt við Donald Trump í leiðara Morgunblaðsins. 2. júní 2016 11:39 Guðni Th. við Davíð: "Hefur þú enga sómakennd?“ Forsetaframbjóðendurnir Davíð Oddsson og Guðni Th. Jóhannesson tókust á í Eyjunni í kvöld. 29. maí 2016 19:14 Guðna líkt við Donald Trump í leiðara Morgunblaðsins Guðna Th. Jóhannessyni forsetaframbjóðanda er líkt við Donald Trump í leiðara Morgunblaðsins í dag. Eins og venja er er leiðarinn nafnlaus en Davíð Oddsson sem einnig er í framboði til forseta Íslands er ritstjóri Morgunblaðsins. 2. júní 2016 08:08 Dósent í stjórnmálafræði: Viss um að margir hafi fundið til með Guðna að hafa lent í hakkavélinni Það hefur fátt verið meira rætt síðustu daga en umræður Davíðs Oddssonar og Guðna Th. Jóhannessonar í Eyjunni síðastliðinn sunnudag. 31. maí 2016 10:37 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Fleiri fréttir Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Sjá meira
Leiðarahöfundur Morgunblaðsins lítt hrifinn af söguskoðun Guðna um Icesave Í leiðara Morgunblaðsins í dag sem ber yfirskriftina „Ekki fer öllum vel úr hendi að skrá sögu Icesave“ er grein Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings og forsetaframbjóðanda í Fréttablaðinu þann 23. júní 2012 gerð að umtalsefni. 13. júní 2016 11:21
„Langt seilst að bera það upp á mig að mér þyki Íslendingar fávís lýður“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og forsetaframbjóðandi þvertók fyrir það í sjónvarpsþættinum Eyjunni í gær að hafa nokkurn tímann sagt að fávís almenningur gæti komið sér upp röngum minningum. 30. maí 2016 12:45
Guðni um leiðara Moggans: „Liggur í hlutarins eðli að okkur greinir á“ Guðna Th. Jóhannessyni er líkt við Donald Trump í leiðara Morgunblaðsins. 2. júní 2016 11:39
Guðni Th. við Davíð: "Hefur þú enga sómakennd?“ Forsetaframbjóðendurnir Davíð Oddsson og Guðni Th. Jóhannesson tókust á í Eyjunni í kvöld. 29. maí 2016 19:14
Guðna líkt við Donald Trump í leiðara Morgunblaðsins Guðna Th. Jóhannessyni forsetaframbjóðanda er líkt við Donald Trump í leiðara Morgunblaðsins í dag. Eins og venja er er leiðarinn nafnlaus en Davíð Oddsson sem einnig er í framboði til forseta Íslands er ritstjóri Morgunblaðsins. 2. júní 2016 08:08
Dósent í stjórnmálafræði: Viss um að margir hafi fundið til með Guðna að hafa lent í hakkavélinni Það hefur fátt verið meira rætt síðustu daga en umræður Davíðs Oddssonar og Guðna Th. Jóhannessonar í Eyjunni síðastliðinn sunnudag. 31. maí 2016 10:37