Áhrif Brexit neikvæð en umfangið enn óljóst Jóhann Óli Eiðsson skrifar 24. júní 2016 11:18 Ingólfur Bender vísir/gva „Þegar stórt er spurt. Það er gífurleg óvissa um áhrifin og enn á allt eftir að koma í ljós,“ segir Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningar hjá Íslandsbanka, í samtali við Vísi aðspurður um hvaða áhrif útganga Breta úr Evrópusambandinu mun hafa. Bretar samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær að segja sig úr Evrópusambandinu. Tæplega 52 prósent kjósenda var hlynntur því að ganga úr sambandinu. „Viðbrögðin á fjármálamarkaði eru þau að pundið hefur lækkað mjög sem og hlutabréf. Lækkun pundins er áhyggjuefni fyrir Ísland og mögulegan hagvöxt í Bretlandi,“ segir Ingólfur. Bretland er stór útflutningsmarkaður fyrir Ísland og að auki eru Bretar næststærsti hópurinn sem heimsækir landið. Sjávarútvegsfyrirtæki landsins selja umtalsvert magn af vörum til Bretlands og ljóst að útgangan gæti verið högg fyrir þau. „Mínar áhyggjur snúa að framtíð ESB og EES. Þær áhyggjur snúa ekki aðeins að hagsmunum þeim sem eru undir fyrir Ísland heldur fyrir þetta svæði almennt og stóru myndina í kringum það. Það er erfitt að spá um umfang áhrifanna.“ Áhrifa útgöngunnar gætir hér heima en hlutabréf í Kauphöllinni hafa tekið dýfu í dag. Til dæmis hafa bréf í Marel og Icelandair lækkað um fjögur prósent. Aðrar tölur eru allar rauðar þó lækkunin sé mismikil. „Það er víst að þetta hefur neikvæð áhrif í för með sér, hve mikil verður að koma í ljós. Það veltur allt á því hvernig framhaldið spilast í öðrum ríkjum og hvernig Bretland sjálft tekur á þessu. Hvaða samningar fylgja útgöngunni og hvar landið endar að útgöngu lokinni,“ segir Ingólfur að lokum. Brexit Tengdar fréttir Skotar þegar byrjaðir að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Þetta segir Nicola Sturgeon, forseti heimastjórnar skosku heimastjórnarinnar. 24. júní 2016 10:52 Seðlabanki Íslands: Áhrif Brexit á Ísland líklega neikvæð en ekki veruleg Seðlabankinn segir í minnisblaði sínu að áhrifin á Ísland lýsi sér sennilega helst í samdrætti í útflutningi sjávarafurða og aðsókn ferðamanna. 24. júní 2016 09:55 Hvað tekur nú við eftir ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið? Bretland er klofið eftir niðurstöðu Brexit-atkvæðagreiðslunnar. 24. júní 2016 10:15 Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Viðskipti innlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Viðskipti innlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Viðskipti innlent Halda jólin frítt með inneign í appinu Samstarf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
„Þegar stórt er spurt. Það er gífurleg óvissa um áhrifin og enn á allt eftir að koma í ljós,“ segir Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningar hjá Íslandsbanka, í samtali við Vísi aðspurður um hvaða áhrif útganga Breta úr Evrópusambandinu mun hafa. Bretar samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær að segja sig úr Evrópusambandinu. Tæplega 52 prósent kjósenda var hlynntur því að ganga úr sambandinu. „Viðbrögðin á fjármálamarkaði eru þau að pundið hefur lækkað mjög sem og hlutabréf. Lækkun pundins er áhyggjuefni fyrir Ísland og mögulegan hagvöxt í Bretlandi,“ segir Ingólfur. Bretland er stór útflutningsmarkaður fyrir Ísland og að auki eru Bretar næststærsti hópurinn sem heimsækir landið. Sjávarútvegsfyrirtæki landsins selja umtalsvert magn af vörum til Bretlands og ljóst að útgangan gæti verið högg fyrir þau. „Mínar áhyggjur snúa að framtíð ESB og EES. Þær áhyggjur snúa ekki aðeins að hagsmunum þeim sem eru undir fyrir Ísland heldur fyrir þetta svæði almennt og stóru myndina í kringum það. Það er erfitt að spá um umfang áhrifanna.“ Áhrifa útgöngunnar gætir hér heima en hlutabréf í Kauphöllinni hafa tekið dýfu í dag. Til dæmis hafa bréf í Marel og Icelandair lækkað um fjögur prósent. Aðrar tölur eru allar rauðar þó lækkunin sé mismikil. „Það er víst að þetta hefur neikvæð áhrif í för með sér, hve mikil verður að koma í ljós. Það veltur allt á því hvernig framhaldið spilast í öðrum ríkjum og hvernig Bretland sjálft tekur á þessu. Hvaða samningar fylgja útgöngunni og hvar landið endar að útgöngu lokinni,“ segir Ingólfur að lokum.
Brexit Tengdar fréttir Skotar þegar byrjaðir að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Þetta segir Nicola Sturgeon, forseti heimastjórnar skosku heimastjórnarinnar. 24. júní 2016 10:52 Seðlabanki Íslands: Áhrif Brexit á Ísland líklega neikvæð en ekki veruleg Seðlabankinn segir í minnisblaði sínu að áhrifin á Ísland lýsi sér sennilega helst í samdrætti í útflutningi sjávarafurða og aðsókn ferðamanna. 24. júní 2016 09:55 Hvað tekur nú við eftir ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið? Bretland er klofið eftir niðurstöðu Brexit-atkvæðagreiðslunnar. 24. júní 2016 10:15 Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Viðskipti innlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Viðskipti innlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Viðskipti innlent Halda jólin frítt með inneign í appinu Samstarf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Skotar þegar byrjaðir að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Þetta segir Nicola Sturgeon, forseti heimastjórnar skosku heimastjórnarinnar. 24. júní 2016 10:52
Seðlabanki Íslands: Áhrif Brexit á Ísland líklega neikvæð en ekki veruleg Seðlabankinn segir í minnisblaði sínu að áhrifin á Ísland lýsi sér sennilega helst í samdrætti í útflutningi sjávarafurða og aðsókn ferðamanna. 24. júní 2016 09:55
Hvað tekur nú við eftir ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið? Bretland er klofið eftir niðurstöðu Brexit-atkvæðagreiðslunnar. 24. júní 2016 10:15