Gummi Ben vill ekkert um skopmynd Moggans segja Jakob Bjarnar skrifar 24. júní 2016 12:41 Davíð smyr boltann í samskeytin, við erum komin með nýjan forseta og hinir frambjóðendur eru sem áhorfendur. Guðmundur Benediktsson, sem er í aðalhlutverki í nýjasta verki skopmyndateiknarans Helga Sigurðssonar, vill ekkert tjá sig um umdeilda teikninguna. Ýmsir eiga erfitt með að sjá húmorinn í myndinni. Í téðri teikningu er Gummi Ben í aðalhlutverki. Hann hefur öðlast heimsfrægð fyrir framgöngu sína við míkrófóninn þá er hann hefur lýst leikjum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, og nú bregður svo við að í meðförum skopmyndateiknara Morgunblaðsins er Gummi að lýsa niðurstöðum kosningaúrslita. Og það er enginn annar en ritstjóri Morgunblaðsins, forsetaframbjóðandinn Davíð Oddsson sem óvænt vinnur sigur með því að smyrja boltanum í samskeytin. Hinir forsetaframbjóðendur eru sem áhorfendur og er þar vísað til fraseringar Gumma Ben. Gummi vildi sem minnst um málið segja í samtali við Vísi. „Ekkert. Núll.“ Þegar Gummi er spurður hvort hann styðji einhvern tiltekinn í forsetakjörinu segir hann það sitt að vita. Og Gummi afgreiddi spurninguna um það hvort honum þætti myndin fyndin fremur snaggaralega: „Ég er ekki búinn að sjá hana. Ég heyrði bara af þessu áðan.“ Og, svo mörg voru þau orð. Ýmsir á Facebook birta þessa skopteikningu og furða sig á myndinni. Talað er um lágkúru og átakanlegan skort á fyndni -- það sé fátt eitt tvírætt við teikningar Helga. Þórður Snær Júlíusson, svo eitt dæmi sé nefnt, er einn fjölmargra sem furðar sig á myndinni: „Þetta er eiginlega fyndið, vegna þess hversu sorglegt þetta er.“ Halldór Auðar Svansson borgarfulltrúi leggur orð í belg og segir: „Hvílík firring. Verst er að þetta er ekki einu sinni í áttina að því að vera fyndið.“ Teikningar Helga hafa vakið talsverða hneykslan og hér má sjá þegar skopmyndateiknarinn útskýrir grínið í einni af sínum umdeildu teikningum. Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Sjá meira
Guðmundur Benediktsson, sem er í aðalhlutverki í nýjasta verki skopmyndateiknarans Helga Sigurðssonar, vill ekkert tjá sig um umdeilda teikninguna. Ýmsir eiga erfitt með að sjá húmorinn í myndinni. Í téðri teikningu er Gummi Ben í aðalhlutverki. Hann hefur öðlast heimsfrægð fyrir framgöngu sína við míkrófóninn þá er hann hefur lýst leikjum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, og nú bregður svo við að í meðförum skopmyndateiknara Morgunblaðsins er Gummi að lýsa niðurstöðum kosningaúrslita. Og það er enginn annar en ritstjóri Morgunblaðsins, forsetaframbjóðandinn Davíð Oddsson sem óvænt vinnur sigur með því að smyrja boltanum í samskeytin. Hinir forsetaframbjóðendur eru sem áhorfendur og er þar vísað til fraseringar Gumma Ben. Gummi vildi sem minnst um málið segja í samtali við Vísi. „Ekkert. Núll.“ Þegar Gummi er spurður hvort hann styðji einhvern tiltekinn í forsetakjörinu segir hann það sitt að vita. Og Gummi afgreiddi spurninguna um það hvort honum þætti myndin fyndin fremur snaggaralega: „Ég er ekki búinn að sjá hana. Ég heyrði bara af þessu áðan.“ Og, svo mörg voru þau orð. Ýmsir á Facebook birta þessa skopteikningu og furða sig á myndinni. Talað er um lágkúru og átakanlegan skort á fyndni -- það sé fátt eitt tvírætt við teikningar Helga. Þórður Snær Júlíusson, svo eitt dæmi sé nefnt, er einn fjölmargra sem furðar sig á myndinni: „Þetta er eiginlega fyndið, vegna þess hversu sorglegt þetta er.“ Halldór Auðar Svansson borgarfulltrúi leggur orð í belg og segir: „Hvílík firring. Verst er að þetta er ekki einu sinni í áttina að því að vera fyndið.“ Teikningar Helga hafa vakið talsverða hneykslan og hér má sjá þegar skopmyndateiknarinn útskýrir grínið í einni af sínum umdeildu teikningum.
Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Sjá meira