Ég er ekki til sölu Ástþór Magnússon skrifar 24. júní 2016 18:43 Íslendingar geta tekið forystu, ekki aðeins í fótbolta, einnig sem ný og fersk rödd til friðar í heiminum. Allt sem þarf er bjartsýni, áræðni og þrautseigur forseti með sterka sannfæringu og framtíðarsýn. Þú kastar atkvæði þínu á glæ með því að láta valdaklíkur og peningavald teyma þig eins og sauð til að kjósa þeirra fulltrúa á Bessastaði. Þeir frambjóðendur sem mælst hafa efstir í kokkuðum könnunum fjölmiðla eiga það allir sameiginlegt að vera framleiddar glansmyndir sem tengjast slíku baklandi. Væri ekki skynsamlegra fyrir þína hagsmuni og þjóðarinnar að fá óháðan forseta fólksins á Bessastaði? Ég er í framboði á eigin forsendum og er ekki handbendi neinna flokka eða fylkinga og að baki mér standa engin slík öfl. Ég er ekki til sölu. Þjóðin getur treyst því að enginn verður staðfastari en ég sem virkur öryggisventill þjóðarinnar á Bessastöðum. Ég býð mig fram til að standa dyggan vörð um fullveldi og sjálfstæði íslensku þjóðarinnar gegn hernaðarlegri og fjármálalegri íhlutun. Ég er óhræddur við að þjóðin fjalli um sín stærstu mál í þjóðaratkvæðagreiðslum. Ísland á að gerast friðarríki. Forseti Íslands getur laðað hingað starfsemi tengda friðarmálum, lýðræðisþróun og náttúruvernd. Rísi stofnanir á vegum Sameinuðu þjóðanna á Íslandi mun byggjast upp nýr atvinnuvegur sem getur skilað fleiri hundruð milljörðum í þjóðarbúið og veitt þúsundum manns blómleg störf í framtíðinni. Með slíkri tekjuaukningu sem land friðarins getum við veitt ókeypis heilbrigðisþjónustu, bætt kjör eldri borgara og öryrkja og hjálpað ungu fólki að koma undir sig fótunum. Þetta er raunverulegt tækifæri fyrir íslensku þjóðina eins og fram hefur komið í málflutningi erlendra fræðimanna og nóbelsverðlaunahafa sem hafa tekið undir þessa hugmyndafræði um Ísland sem friðarríki. Aðeins eru tveir kostir í boði á kjörseðlinum. Ég eða hinir átta. Settu X við Ástþór fyrir forseta fólksins sem mun skila þjóðinni auknum tekjum og velsæld og sem mun standa eins og klettur með fólkinu í landinu bæði hvað varðar innanríkis- sem og utanríkismál. Hinir átta frambjóðendurnir horfa að mestu innávið og munu því litlu skila í ríkiskassann. Margir þeirra tengjast valdaklíkum og fjármálaöflum. Ég skora á þig að hugsa sjálfstætt og virkja atkvæði þitt til að styðja við bakið á þeirri hugmyndafræði að Ísland gerist friðarríki. Þannig lætur þú gott af þér leiða og stuðlar að tekjuaukningu í landinu. Láttu ekki teyma þig í þann bás að kasta atkvæðinu þínu á glæ og fá árlegan skattreikning fyrir veisluhöld forseta. Allt hefst með einni rödd, einni aðgerð, einu atkvæði. Láttu þitt atkvæði skipta máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Ástþór Magnússon Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar geta tekið forystu, ekki aðeins í fótbolta, einnig sem ný og fersk rödd til friðar í heiminum. Allt sem þarf er bjartsýni, áræðni og þrautseigur forseti með sterka sannfæringu og framtíðarsýn. Þú kastar atkvæði þínu á glæ með því að láta valdaklíkur og peningavald teyma þig eins og sauð til að kjósa þeirra fulltrúa á Bessastaði. Þeir frambjóðendur sem mælst hafa efstir í kokkuðum könnunum fjölmiðla eiga það allir sameiginlegt að vera framleiddar glansmyndir sem tengjast slíku baklandi. Væri ekki skynsamlegra fyrir þína hagsmuni og þjóðarinnar að fá óháðan forseta fólksins á Bessastaði? Ég er í framboði á eigin forsendum og er ekki handbendi neinna flokka eða fylkinga og að baki mér standa engin slík öfl. Ég er ekki til sölu. Þjóðin getur treyst því að enginn verður staðfastari en ég sem virkur öryggisventill þjóðarinnar á Bessastöðum. Ég býð mig fram til að standa dyggan vörð um fullveldi og sjálfstæði íslensku þjóðarinnar gegn hernaðarlegri og fjármálalegri íhlutun. Ég er óhræddur við að þjóðin fjalli um sín stærstu mál í þjóðaratkvæðagreiðslum. Ísland á að gerast friðarríki. Forseti Íslands getur laðað hingað starfsemi tengda friðarmálum, lýðræðisþróun og náttúruvernd. Rísi stofnanir á vegum Sameinuðu þjóðanna á Íslandi mun byggjast upp nýr atvinnuvegur sem getur skilað fleiri hundruð milljörðum í þjóðarbúið og veitt þúsundum manns blómleg störf í framtíðinni. Með slíkri tekjuaukningu sem land friðarins getum við veitt ókeypis heilbrigðisþjónustu, bætt kjör eldri borgara og öryrkja og hjálpað ungu fólki að koma undir sig fótunum. Þetta er raunverulegt tækifæri fyrir íslensku þjóðina eins og fram hefur komið í málflutningi erlendra fræðimanna og nóbelsverðlaunahafa sem hafa tekið undir þessa hugmyndafræði um Ísland sem friðarríki. Aðeins eru tveir kostir í boði á kjörseðlinum. Ég eða hinir átta. Settu X við Ástþór fyrir forseta fólksins sem mun skila þjóðinni auknum tekjum og velsæld og sem mun standa eins og klettur með fólkinu í landinu bæði hvað varðar innanríkis- sem og utanríkismál. Hinir átta frambjóðendurnir horfa að mestu innávið og munu því litlu skila í ríkiskassann. Margir þeirra tengjast valdaklíkum og fjármálaöflum. Ég skora á þig að hugsa sjálfstætt og virkja atkvæði þitt til að styðja við bakið á þeirri hugmyndafræði að Ísland gerist friðarríki. Þannig lætur þú gott af þér leiða og stuðlar að tekjuaukningu í landinu. Láttu ekki teyma þig í þann bás að kasta atkvæðinu þínu á glæ og fá árlegan skattreikning fyrir veisluhöld forseta. Allt hefst með einni rödd, einni aðgerð, einu atkvæði. Láttu þitt atkvæði skipta máli.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar