Hemmi Hreiðars með pistil í Mail on Sunday: Passið ykkur England Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2016 10:30 Hermann Hreiðarsson fagnar marki með Portsmouth. Vísir/Getty Hermann Hreiðarsson, núverandi þjálfari Fylkis í Pepsi-deildinni lék á sínum tíma 89 landsleiki fyrir Ísland og 332 leiki í ensku úrvalsdeildinni. Það kemur því ekki mikið á óvart að Mail on Sunday hafi fengið hann til að skrifa pistil fyrir komandi leik Íslands og Englands í sextán liða úrslitum Evrópukeppninnar í fótbolta í Frakklandi. Fyrirsögnin á pistil Hermanns er „Watch out England, your biggest fans are coming for you!" eða „Passið ykkur England, ykkar mestu aðdáendur eru mættir til að slá ykkur út." „Ég, sem stoltur Íslendingur, sem spilaði fyrir þjóð mína í fimmtán ár og naut þeirra forréttenda einnig að spila fótbolta í Englandi í fimmtán ár, get sagt ykkur hreint út að það að mæta Englandi á EM er draumur fyrir okkur," byrjar Hermann pistil sinn. „Mörg okkar fylgjumst náið með enskum liðunum. Við munum fagna því að sjá okkar menn mæla sig á móti leikmönnunum sem við fylgjumst svo vel með í ensku deildinni," skrifar Hermann. Fylkir á að mæta Víkingi í Pepsi-deildinni á þriðjudaginn, daginn eftir leik Íslands og Frakklands, en Hermann segist vera að reyna að fá þeim leik frestað. „Ég ætlaði ekki að fara til Frakklands af því ég er að þjálfa lið í efstu deild á Íslandi en reynið bara að stoppa mig núna. Við eigum reyndar leik á þriðjudaginn, því okkar deild er spiluð á sumrin, en bæði liðin eru á meðan ég skrifa þetta að reyna að fá þeim leik frestað, svo að við getum hitt fyrir 30 þúsund landa okkur og upplifað þennan leik í eigin persónu," skrifar Hermann. Hermann hrósar bæði íslenska landsliðinu og því enska í pistli sínum og segist bera mikla virðingu fyrir enskum fótbolta enda hafi tími hans í Englandi verið ánægjulegur. „Við vitum að England verður mun meira með boltann í Nice. Við munum hinsvegar fá okkar færi og við erum með menn í liðinu, eins og Gylfa Þór Sigurðsson, sem geta gert út um leiki," skrifar Hermann. „Þó að við elskum enska boltann á Íslandi þá eru við fótboltaóð þjóð og okkar lið hefur fangað hjarta allra í okkar samfélagi," skrifar Hermann. „Það yrði annar draumur fyrir okkur að ná í úrslit en það er öruggt að þarna verður frábært andrúmsloft þar sem tveir stuðningsmannahópar munu lifa í sátt og samlyndi og njóta stundarinnar," skrifar Hermann. „Hvort liðið sem vinnur, þá verður það lið mitt lið út keppnina. Ég vil trúa því að það gildi hið sama hjá ykkur," skrifaði Hermann að lokum. Það er hægt að lesa allan pistil hans með því að smella hér. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Fleiri fréttir Aston Villa - Arsenal | Tvö eldheit lið á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Sjá meira
Hermann Hreiðarsson, núverandi þjálfari Fylkis í Pepsi-deildinni lék á sínum tíma 89 landsleiki fyrir Ísland og 332 leiki í ensku úrvalsdeildinni. Það kemur því ekki mikið á óvart að Mail on Sunday hafi fengið hann til að skrifa pistil fyrir komandi leik Íslands og Englands í sextán liða úrslitum Evrópukeppninnar í fótbolta í Frakklandi. Fyrirsögnin á pistil Hermanns er „Watch out England, your biggest fans are coming for you!" eða „Passið ykkur England, ykkar mestu aðdáendur eru mættir til að slá ykkur út." „Ég, sem stoltur Íslendingur, sem spilaði fyrir þjóð mína í fimmtán ár og naut þeirra forréttenda einnig að spila fótbolta í Englandi í fimmtán ár, get sagt ykkur hreint út að það að mæta Englandi á EM er draumur fyrir okkur," byrjar Hermann pistil sinn. „Mörg okkar fylgjumst náið með enskum liðunum. Við munum fagna því að sjá okkar menn mæla sig á móti leikmönnunum sem við fylgjumst svo vel með í ensku deildinni," skrifar Hermann. Fylkir á að mæta Víkingi í Pepsi-deildinni á þriðjudaginn, daginn eftir leik Íslands og Frakklands, en Hermann segist vera að reyna að fá þeim leik frestað. „Ég ætlaði ekki að fara til Frakklands af því ég er að þjálfa lið í efstu deild á Íslandi en reynið bara að stoppa mig núna. Við eigum reyndar leik á þriðjudaginn, því okkar deild er spiluð á sumrin, en bæði liðin eru á meðan ég skrifa þetta að reyna að fá þeim leik frestað, svo að við getum hitt fyrir 30 þúsund landa okkur og upplifað þennan leik í eigin persónu," skrifar Hermann. Hermann hrósar bæði íslenska landsliðinu og því enska í pistli sínum og segist bera mikla virðingu fyrir enskum fótbolta enda hafi tími hans í Englandi verið ánægjulegur. „Við vitum að England verður mun meira með boltann í Nice. Við munum hinsvegar fá okkar færi og við erum með menn í liðinu, eins og Gylfa Þór Sigurðsson, sem geta gert út um leiki," skrifar Hermann. „Þó að við elskum enska boltann á Íslandi þá eru við fótboltaóð þjóð og okkar lið hefur fangað hjarta allra í okkar samfélagi," skrifar Hermann. „Það yrði annar draumur fyrir okkur að ná í úrslit en það er öruggt að þarna verður frábært andrúmsloft þar sem tveir stuðningsmannahópar munu lifa í sátt og samlyndi og njóta stundarinnar," skrifar Hermann. „Hvort liðið sem vinnur, þá verður það lið mitt lið út keppnina. Ég vil trúa því að það gildi hið sama hjá ykkur," skrifaði Hermann að lokum. Það er hægt að lesa allan pistil hans með því að smella hér.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Fleiri fréttir Aston Villa - Arsenal | Tvö eldheit lið á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Sjá meira