Hemmi Hreiðars með pistil í Mail on Sunday: Passið ykkur England Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2016 10:30 Hermann Hreiðarsson fagnar marki með Portsmouth. Vísir/Getty Hermann Hreiðarsson, núverandi þjálfari Fylkis í Pepsi-deildinni lék á sínum tíma 89 landsleiki fyrir Ísland og 332 leiki í ensku úrvalsdeildinni. Það kemur því ekki mikið á óvart að Mail on Sunday hafi fengið hann til að skrifa pistil fyrir komandi leik Íslands og Englands í sextán liða úrslitum Evrópukeppninnar í fótbolta í Frakklandi. Fyrirsögnin á pistil Hermanns er „Watch out England, your biggest fans are coming for you!" eða „Passið ykkur England, ykkar mestu aðdáendur eru mættir til að slá ykkur út." „Ég, sem stoltur Íslendingur, sem spilaði fyrir þjóð mína í fimmtán ár og naut þeirra forréttenda einnig að spila fótbolta í Englandi í fimmtán ár, get sagt ykkur hreint út að það að mæta Englandi á EM er draumur fyrir okkur," byrjar Hermann pistil sinn. „Mörg okkar fylgjumst náið með enskum liðunum. Við munum fagna því að sjá okkar menn mæla sig á móti leikmönnunum sem við fylgjumst svo vel með í ensku deildinni," skrifar Hermann. Fylkir á að mæta Víkingi í Pepsi-deildinni á þriðjudaginn, daginn eftir leik Íslands og Frakklands, en Hermann segist vera að reyna að fá þeim leik frestað. „Ég ætlaði ekki að fara til Frakklands af því ég er að þjálfa lið í efstu deild á Íslandi en reynið bara að stoppa mig núna. Við eigum reyndar leik á þriðjudaginn, því okkar deild er spiluð á sumrin, en bæði liðin eru á meðan ég skrifa þetta að reyna að fá þeim leik frestað, svo að við getum hitt fyrir 30 þúsund landa okkur og upplifað þennan leik í eigin persónu," skrifar Hermann. Hermann hrósar bæði íslenska landsliðinu og því enska í pistli sínum og segist bera mikla virðingu fyrir enskum fótbolta enda hafi tími hans í Englandi verið ánægjulegur. „Við vitum að England verður mun meira með boltann í Nice. Við munum hinsvegar fá okkar færi og við erum með menn í liðinu, eins og Gylfa Þór Sigurðsson, sem geta gert út um leiki," skrifar Hermann. „Þó að við elskum enska boltann á Íslandi þá eru við fótboltaóð þjóð og okkar lið hefur fangað hjarta allra í okkar samfélagi," skrifar Hermann. „Það yrði annar draumur fyrir okkur að ná í úrslit en það er öruggt að þarna verður frábært andrúmsloft þar sem tveir stuðningsmannahópar munu lifa í sátt og samlyndi og njóta stundarinnar," skrifar Hermann. „Hvort liðið sem vinnur, þá verður það lið mitt lið út keppnina. Ég vil trúa því að það gildi hið sama hjá ykkur," skrifaði Hermann að lokum. Það er hægt að lesa allan pistil hans með því að smella hér. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Dagskráin: Evrópukvöld á Anfield og fjögur fara áfram í Meistaradeildinni Sport Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Fleiri fréttir Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Fauk í leikmenn vegna fána Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Júlíus verður ekki bikarmeistari annað árið í röð Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Hákon hjálpaði liði sínu að setja met í frönsku deildinni Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Sjá meira
Hermann Hreiðarsson, núverandi þjálfari Fylkis í Pepsi-deildinni lék á sínum tíma 89 landsleiki fyrir Ísland og 332 leiki í ensku úrvalsdeildinni. Það kemur því ekki mikið á óvart að Mail on Sunday hafi fengið hann til að skrifa pistil fyrir komandi leik Íslands og Englands í sextán liða úrslitum Evrópukeppninnar í fótbolta í Frakklandi. Fyrirsögnin á pistil Hermanns er „Watch out England, your biggest fans are coming for you!" eða „Passið ykkur England, ykkar mestu aðdáendur eru mættir til að slá ykkur út." „Ég, sem stoltur Íslendingur, sem spilaði fyrir þjóð mína í fimmtán ár og naut þeirra forréttenda einnig að spila fótbolta í Englandi í fimmtán ár, get sagt ykkur hreint út að það að mæta Englandi á EM er draumur fyrir okkur," byrjar Hermann pistil sinn. „Mörg okkar fylgjumst náið með enskum liðunum. Við munum fagna því að sjá okkar menn mæla sig á móti leikmönnunum sem við fylgjumst svo vel með í ensku deildinni," skrifar Hermann. Fylkir á að mæta Víkingi í Pepsi-deildinni á þriðjudaginn, daginn eftir leik Íslands og Frakklands, en Hermann segist vera að reyna að fá þeim leik frestað. „Ég ætlaði ekki að fara til Frakklands af því ég er að þjálfa lið í efstu deild á Íslandi en reynið bara að stoppa mig núna. Við eigum reyndar leik á þriðjudaginn, því okkar deild er spiluð á sumrin, en bæði liðin eru á meðan ég skrifa þetta að reyna að fá þeim leik frestað, svo að við getum hitt fyrir 30 þúsund landa okkur og upplifað þennan leik í eigin persónu," skrifar Hermann. Hermann hrósar bæði íslenska landsliðinu og því enska í pistli sínum og segist bera mikla virðingu fyrir enskum fótbolta enda hafi tími hans í Englandi verið ánægjulegur. „Við vitum að England verður mun meira með boltann í Nice. Við munum hinsvegar fá okkar færi og við erum með menn í liðinu, eins og Gylfa Þór Sigurðsson, sem geta gert út um leiki," skrifar Hermann. „Þó að við elskum enska boltann á Íslandi þá eru við fótboltaóð þjóð og okkar lið hefur fangað hjarta allra í okkar samfélagi," skrifar Hermann. „Það yrði annar draumur fyrir okkur að ná í úrslit en það er öruggt að þarna verður frábært andrúmsloft þar sem tveir stuðningsmannahópar munu lifa í sátt og samlyndi og njóta stundarinnar," skrifar Hermann. „Hvort liðið sem vinnur, þá verður það lið mitt lið út keppnina. Ég vil trúa því að það gildi hið sama hjá ykkur," skrifaði Hermann að lokum. Það er hægt að lesa allan pistil hans með því að smella hér.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Dagskráin: Evrópukvöld á Anfield og fjögur fara áfram í Meistaradeildinni Sport Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Fleiri fréttir Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Fauk í leikmenn vegna fána Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Júlíus verður ekki bikarmeistari annað árið í röð Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Hákon hjálpaði liði sínu að setja met í frönsku deildinni Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Sjá meira