Jón Daði: Gylfi er ekki með neinar lúxusafsakanir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2016 12:00 Jón Daði Böðvarsson með íslenska fánann og í bak við hann er meðal annars Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Getty Jón Daði Böðvarsson var í viðtali á Youtube-síðu Knattspyrnusambands Íslands en hann hefur átt flott Evrópumót og skoraði fyrra mark Íslands í 2-1 sigri á Austurríki í lokaumferð riðlakeppninnar. „Þetta var æðislegur sigur og æðislegur dagur fyrir alla íslensku þjóðina í heild sinni. Þetta var erfiður leikur en við náðum að sigla þessu heim í lokin. Í lokin varð síðan allt vitlaust og þvílík hamingja," sagði Jón Daði Böðvarsson í samtali við Jóhann Ólaf Sigurðsson. Jón Daði Böðvarsson kom íslenska liðinu í 1-0 í leiknum en hvernig man hann eftir markinu sínu „Það kom langt innkast frá Aroni og Kári gerði mjög vel og flikkaði honum á mig. Þegar ég sá að boltinn var á leiðinni til mín þá einbeitti ég mér að því að ná góðri fyrstu snertingu. Það heppnaðist og þá var afgreiðslan auðveldari," sagði Jón Daði. Jón Daði lagðist á bæn þegar langt var liðið á leikinn og hann kominn á varamannabekkinn. „Þessar tuttugu mínútur eftir að ég kom útaf voru örugglega erfiðustu mínútur lífs míns. Þetta var mjög taugastrekkjandi og erfitt að horfa upp á þetta. Austurríkismenn voru mikla meira með boltann og mjög skeinuhættir. Maður fór að biðja á bekknum og vona hið besta. Sem betur fer fór sigurinn í okkar átt," sagði Jón Daði. „Þetta er eitt af stærstu afrekum íslenskrar íþróttasögu að ég held. Þetta er í fyrsta sinn í sögu landsliðsins sem við erum á stórmóti og það er ótrúlegur árangur að komast upp úr riðlinum á okkar fyrsta stórmóti. Það er eitthvað sem við munum muna eftir alla ævi. Þetta verður lengi í sögubókunum," sagði Jón Daði. „Íslenska stuðningsfólkið hefur skipt okkur mjög miklu máli og þetta er algjörlega okkar tólfti maður. Það er öðruvísi þegar þú ert að spila fyrir land og þjóð að hafa þennan stuðning. Maður fær gæsahúð fyrir hvern einasta leik. Svo syngja þau lagið: „Ég er kominn heim.“ Þá fær maður ennþá meiri gæsahúð. Þau gefa manni aukinn kraft og adrenalín. Það gerir mann að betri leikmanni," sagði Jón Daði. „Þessi velgengni byggist upp mest upp á góðri liðsheild. Það er enginn einstaklingur í liðinu. Einn af bestu leikmönnunum liðsins Gylfi Þór Sigurðsson, er einn af þeim sem vinnur hvað mest fyrir liðið og er ekki með neinar lúxusafsakanir. Þannig er hugarfarið í liðinu. Það eru allir að vinna fyrir hvern annan og við höfum komið svo svakalega langt á því," sagði Jón Daði. Það er hægt að hlusta á allt viðtalið hér fyrir neðan. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Jón Daði Böðvarsson var í viðtali á Youtube-síðu Knattspyrnusambands Íslands en hann hefur átt flott Evrópumót og skoraði fyrra mark Íslands í 2-1 sigri á Austurríki í lokaumferð riðlakeppninnar. „Þetta var æðislegur sigur og æðislegur dagur fyrir alla íslensku þjóðina í heild sinni. Þetta var erfiður leikur en við náðum að sigla þessu heim í lokin. Í lokin varð síðan allt vitlaust og þvílík hamingja," sagði Jón Daði Böðvarsson í samtali við Jóhann Ólaf Sigurðsson. Jón Daði Böðvarsson kom íslenska liðinu í 1-0 í leiknum en hvernig man hann eftir markinu sínu „Það kom langt innkast frá Aroni og Kári gerði mjög vel og flikkaði honum á mig. Þegar ég sá að boltinn var á leiðinni til mín þá einbeitti ég mér að því að ná góðri fyrstu snertingu. Það heppnaðist og þá var afgreiðslan auðveldari," sagði Jón Daði. Jón Daði lagðist á bæn þegar langt var liðið á leikinn og hann kominn á varamannabekkinn. „Þessar tuttugu mínútur eftir að ég kom útaf voru örugglega erfiðustu mínútur lífs míns. Þetta var mjög taugastrekkjandi og erfitt að horfa upp á þetta. Austurríkismenn voru mikla meira með boltann og mjög skeinuhættir. Maður fór að biðja á bekknum og vona hið besta. Sem betur fer fór sigurinn í okkar átt," sagði Jón Daði. „Þetta er eitt af stærstu afrekum íslenskrar íþróttasögu að ég held. Þetta er í fyrsta sinn í sögu landsliðsins sem við erum á stórmóti og það er ótrúlegur árangur að komast upp úr riðlinum á okkar fyrsta stórmóti. Það er eitthvað sem við munum muna eftir alla ævi. Þetta verður lengi í sögubókunum," sagði Jón Daði. „Íslenska stuðningsfólkið hefur skipt okkur mjög miklu máli og þetta er algjörlega okkar tólfti maður. Það er öðruvísi þegar þú ert að spila fyrir land og þjóð að hafa þennan stuðning. Maður fær gæsahúð fyrir hvern einasta leik. Svo syngja þau lagið: „Ég er kominn heim.“ Þá fær maður ennþá meiri gæsahúð. Þau gefa manni aukinn kraft og adrenalín. Það gerir mann að betri leikmanni," sagði Jón Daði. „Þessi velgengni byggist upp mest upp á góðri liðsheild. Það er enginn einstaklingur í liðinu. Einn af bestu leikmönnunum liðsins Gylfi Þór Sigurðsson, er einn af þeim sem vinnur hvað mest fyrir liðið og er ekki með neinar lúxusafsakanir. Þannig er hugarfarið í liðinu. Það eru allir að vinna fyrir hvern annan og við höfum komið svo svakalega langt á því," sagði Jón Daði. Það er hægt að hlusta á allt viðtalið hér fyrir neðan.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Sjá meira