Jón Daði: Gylfi er ekki með neinar lúxusafsakanir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2016 12:00 Jón Daði Böðvarsson með íslenska fánann og í bak við hann er meðal annars Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Getty Jón Daði Böðvarsson var í viðtali á Youtube-síðu Knattspyrnusambands Íslands en hann hefur átt flott Evrópumót og skoraði fyrra mark Íslands í 2-1 sigri á Austurríki í lokaumferð riðlakeppninnar. „Þetta var æðislegur sigur og æðislegur dagur fyrir alla íslensku þjóðina í heild sinni. Þetta var erfiður leikur en við náðum að sigla þessu heim í lokin. Í lokin varð síðan allt vitlaust og þvílík hamingja," sagði Jón Daði Böðvarsson í samtali við Jóhann Ólaf Sigurðsson. Jón Daði Böðvarsson kom íslenska liðinu í 1-0 í leiknum en hvernig man hann eftir markinu sínu „Það kom langt innkast frá Aroni og Kári gerði mjög vel og flikkaði honum á mig. Þegar ég sá að boltinn var á leiðinni til mín þá einbeitti ég mér að því að ná góðri fyrstu snertingu. Það heppnaðist og þá var afgreiðslan auðveldari," sagði Jón Daði. Jón Daði lagðist á bæn þegar langt var liðið á leikinn og hann kominn á varamannabekkinn. „Þessar tuttugu mínútur eftir að ég kom útaf voru örugglega erfiðustu mínútur lífs míns. Þetta var mjög taugastrekkjandi og erfitt að horfa upp á þetta. Austurríkismenn voru mikla meira með boltann og mjög skeinuhættir. Maður fór að biðja á bekknum og vona hið besta. Sem betur fer fór sigurinn í okkar átt," sagði Jón Daði. „Þetta er eitt af stærstu afrekum íslenskrar íþróttasögu að ég held. Þetta er í fyrsta sinn í sögu landsliðsins sem við erum á stórmóti og það er ótrúlegur árangur að komast upp úr riðlinum á okkar fyrsta stórmóti. Það er eitthvað sem við munum muna eftir alla ævi. Þetta verður lengi í sögubókunum," sagði Jón Daði. „Íslenska stuðningsfólkið hefur skipt okkur mjög miklu máli og þetta er algjörlega okkar tólfti maður. Það er öðruvísi þegar þú ert að spila fyrir land og þjóð að hafa þennan stuðning. Maður fær gæsahúð fyrir hvern einasta leik. Svo syngja þau lagið: „Ég er kominn heim.“ Þá fær maður ennþá meiri gæsahúð. Þau gefa manni aukinn kraft og adrenalín. Það gerir mann að betri leikmanni," sagði Jón Daði. „Þessi velgengni byggist upp mest upp á góðri liðsheild. Það er enginn einstaklingur í liðinu. Einn af bestu leikmönnunum liðsins Gylfi Þór Sigurðsson, er einn af þeim sem vinnur hvað mest fyrir liðið og er ekki með neinar lúxusafsakanir. Þannig er hugarfarið í liðinu. Það eru allir að vinna fyrir hvern annan og við höfum komið svo svakalega langt á því," sagði Jón Daði. Það er hægt að hlusta á allt viðtalið hér fyrir neðan. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Sjá meira
Jón Daði Böðvarsson var í viðtali á Youtube-síðu Knattspyrnusambands Íslands en hann hefur átt flott Evrópumót og skoraði fyrra mark Íslands í 2-1 sigri á Austurríki í lokaumferð riðlakeppninnar. „Þetta var æðislegur sigur og æðislegur dagur fyrir alla íslensku þjóðina í heild sinni. Þetta var erfiður leikur en við náðum að sigla þessu heim í lokin. Í lokin varð síðan allt vitlaust og þvílík hamingja," sagði Jón Daði Böðvarsson í samtali við Jóhann Ólaf Sigurðsson. Jón Daði Böðvarsson kom íslenska liðinu í 1-0 í leiknum en hvernig man hann eftir markinu sínu „Það kom langt innkast frá Aroni og Kári gerði mjög vel og flikkaði honum á mig. Þegar ég sá að boltinn var á leiðinni til mín þá einbeitti ég mér að því að ná góðri fyrstu snertingu. Það heppnaðist og þá var afgreiðslan auðveldari," sagði Jón Daði. Jón Daði lagðist á bæn þegar langt var liðið á leikinn og hann kominn á varamannabekkinn. „Þessar tuttugu mínútur eftir að ég kom útaf voru örugglega erfiðustu mínútur lífs míns. Þetta var mjög taugastrekkjandi og erfitt að horfa upp á þetta. Austurríkismenn voru mikla meira með boltann og mjög skeinuhættir. Maður fór að biðja á bekknum og vona hið besta. Sem betur fer fór sigurinn í okkar átt," sagði Jón Daði. „Þetta er eitt af stærstu afrekum íslenskrar íþróttasögu að ég held. Þetta er í fyrsta sinn í sögu landsliðsins sem við erum á stórmóti og það er ótrúlegur árangur að komast upp úr riðlinum á okkar fyrsta stórmóti. Það er eitthvað sem við munum muna eftir alla ævi. Þetta verður lengi í sögubókunum," sagði Jón Daði. „Íslenska stuðningsfólkið hefur skipt okkur mjög miklu máli og þetta er algjörlega okkar tólfti maður. Það er öðruvísi þegar þú ert að spila fyrir land og þjóð að hafa þennan stuðning. Maður fær gæsahúð fyrir hvern einasta leik. Svo syngja þau lagið: „Ég er kominn heim.“ Þá fær maður ennþá meiri gæsahúð. Þau gefa manni aukinn kraft og adrenalín. Það gerir mann að betri leikmanni," sagði Jón Daði. „Þessi velgengni byggist upp mest upp á góðri liðsheild. Það er enginn einstaklingur í liðinu. Einn af bestu leikmönnunum liðsins Gylfi Þór Sigurðsson, er einn af þeim sem vinnur hvað mest fyrir liðið og er ekki með neinar lúxusafsakanir. Þannig er hugarfarið í liðinu. Það eru allir að vinna fyrir hvern annan og við höfum komið svo svakalega langt á því," sagði Jón Daði. Það er hægt að hlusta á allt viðtalið hér fyrir neðan.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Sjá meira