Sigurvegarar Guðmundur Andri Thorsson skrifar 27. júní 2016 07:00 Andri Snær var sigurvegari kosninganna. Hann fékk að vísu ekki meirihluta greiddra atkvæða en framboð hans kveikti elda í brjóstum landsmanna sem loga um ókomin ár. Hann fékk meirihluta ógreiddra atkvæða. Yngri dóttir mín sem enn er ekki komin með kosningarétt studdi hann eindregið – og allir vinir hennar og slíkur frambjóðandi er á framtíðarvegi. Hugsjónir hans verða orðnar að almæltum tíðindum innan tíu ára – enda snúast þær um mikilvægustu mál mannkyns, sjálfa framtíð þess á jörðu. Og það voru ekki bara málefnin sem gerðu hann sigursælan heldur umræðuháttur hans líka; nærvera hans á hinu opinbera sviði; hvernig hann nálgast málefni í tali sínu, einbeittur, kiprar augun, lyftir lófum eins og til að grípa hugsun þegar hún kemur á ógnarhraða, kurteis og beittur, fyndinn, andríkur; talar stundum lágt sem neyðir þau sem hlusta til að hugsa.FylgjufylgiðAnnars var það auðvitað Elísabet Kristín Jökulsdóttir sem var sigurvegari kosninganna. Úr ýmsum áttum barst vandlætingarhnuss yfir því hvað hún vildi eiginlega upp á dekk og hagaði sér ekki eins og almennilegt lárviðarskáld og klæddist purpuraskikkju þegar Dansinn hennar við Ufsaklett var lagður fram til Norðurlandaverðlauna … en hún reyndist eiga erindi upp á dekkið: jafnvel brýnt. Hún hafði eitthvað fram að færa. Hún kom úr einhverri átt, talaði um eitthvað og á einhvern hátt sem enginn annar hefði verið fær um. Hún bauð upp á dansspor og dreymin tilsvör en svaraði líka hreint og beint þegar þess þurfti. Hún talaði fyrir allt það fólk í samfélaginu sem glímir við fíknir, áráttur, ókyrrð í lofti í blindhugarflugi, og misalvarleg geðveikindi – það er að segja, eiginlega okkur öll. Hún fékk allt fylgjufylgið – fylgjurnar okkar kusu hana og í þrettándu víddinni er hún þegar tekin til starfa sem hennar hátign Elísabet fyrsta. Hér í hvunndagsvíddunum var það hins vegar Halla Tómasdóttir sem var sigurvegari kosninganna – að sjálfsögðu. Hún hafði margt á móti sér í byrjun. Baugsklappstýran með oflætisfirrur hins markaðsóða viðskiptaþings í mal sínum sem með frasa úr sjálfstyrkingarnámskeiðum á vör býðst til að gerast mannauðsstjóri íslensks þjóðlífs eftir að hafa hvorki meira né minna en stofnað banka – að kjósa hana myndi fullkomna uppgjörið við uppgjörið við hrunið. Svona hugsuðu mörg þegar hún kom fram: málið var ekki að hún væri óþekkt heldur var hún of merkt markaðs-ofstæki Stóru-Bólu í huga margra. En hún setti undir sig hausinn, hélt milljón fundi út um allar þorpagrundir, einn í einu, mann á mann, og útskýrði hugmyndir sínar og sýn á íslenskt samfélag og verkefni þess – kom svo í sjónvarpið og glansaði þar. Rétt eins og Andri Snær, Elísabet og Guðni var hún jákvæð og uppbyggileg, vingjarnleg í garð meðframbjóðenda en eldheit í löngun sinni að duga landi og þjóð. Engir útúrsnúningar, engir stælar, enginn skætingur, enginn píslarvættis-ofleikur – bara gleði. Og um síðir tengdi fólk hana ekki lengur við útrás og bankstera heldur fyrst og fremst við Þjóðfundinn og gildin góðu sem út úr honum komu og hugsjónir um nýja stjórnarskrá, nýjan samfélagssáttmála – og sjálfa kvenorkuna. Og eitthvað sem líktist vongleði. Auðvitað græddi hún á því þegar hinar fráleitu árásir Davíðs og liðsodda hans dundu á Guðna, stóð hvítklædd og brosandi, jákvæð og ósnortin af karlaslagnum, sem einkenndist að vísu af því að Davíð var einn að ólmast í sínum drullupolli að sletta á Guðna. Og það munaði engu að hún næði, á síðustu metrunum, að hrifsa til sín kórónuna sem allir töldu að Guðni ætti vísa.Fyrir hvað stendur hann?En það var sem sé Guðni Th. Jóhannesson sem var að sjálfsögðu sigurvegari kosninganna. Hann var hreinlega sóttur upp í háskóla, mátaður við djobbið af væntanlegum vinnuveitanda – þjóðinni – og sagt að sækja um; málefnalegur, skýrmæltur, svolítið glaðhlakkalegur, vænn – bjart yfir honum. Það er eðlilegt að frambjóðandi hljóti ekki yfir fimmtíu prósent atkvæða þegar nýr forseti er kjörinn úr hópi fólks sem ekki gegnir starfinu. Hið mikla fylgi sem hann hafði framan af var sýndarfylgi; að miklu leyti frá fólki sem hugðist aðallega kjósa ekki Davíð heldur þann sem líklegastur væri til að skáka honum. Þegar fólk fór svo að slaka á og sjá að það hafði ekki ástæðu til að óttast Davíð (frekar en kannski nokkru sinni – veldi hans var ekki síst smíðað úr ótta við hann) fór fólk eðlilega að skima eftir öðrum kostum sem fremur töluðu í anda hugsjóna og gilda sem það aðhylltist. Því að þó að Guðni standi kannski ekki á eindreginn hátt fyrir tilteknar hugsjónir og gildi – fyrir utan lýðræði og frelsi í víðum skilningi – þá er ekki þar með sagt að hann standi ekki fyrir neitt. Fólk sem kaus hann var að kjósa tiltekna mannkosti, sem hann hefur sýnilega til að bera og þarflaust er að gera lítið úr: skynsemi, góðvild, samviskusemi, eitthvað sem kalla má þegnskap; í öðru lagi var fólk að kjósa þekkingu hans á starfinu; hann hefur einfaldlega stúderað starfið og velt því fyrir sér á alla kanta; og þó að hann sé reynslulítill í refsskap og útúrsnúningalist íslenskra kappræðusiða, eins og stundum sýndi sig, þá er það líka honum til framdráttar að stunda ekki þess háttar þrætubók. Hann stundar annars konar samræðulist, sem bendir vonandi til betri siða í komandi kosningum. Og að sjálfsögðu er Davíð Oddsson líka sigurvegari þessara kosninga – sá Davíð sem birtist okkur á kosninganótt, hlýr og skemmtilegur, og virkaði eins og maður sem hægt er að eiga orðastað við, og á vonandi eftir að láta meira að sér kveða. Við höfum ekki séð þá persónu áratugum saman en vonandi er hann kominn til að vera. Tímabært er að Davíð hætti að ljá eyra við röddum þeirra sem ala á ofsóknarórum (RÚV-meinlokurnar) og telja honum trú um að eitthvert konungsríki bíði hans ef hann sé bara nógu ófyrirleitinn. Allir voru sigurvegarar – að sjálfsögðu – og þau sem minnsta fylgið fengu ljómuðu beinlínis af hamingju á kosninganótt. Þannig á það að vera – þjóðin öll var sigurvegari þessara kosninga. Og sigrar svo leikinn í kvöld … Að sjálfsögðu.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 27. júní Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Andri Snær var sigurvegari kosninganna. Hann fékk að vísu ekki meirihluta greiddra atkvæða en framboð hans kveikti elda í brjóstum landsmanna sem loga um ókomin ár. Hann fékk meirihluta ógreiddra atkvæða. Yngri dóttir mín sem enn er ekki komin með kosningarétt studdi hann eindregið – og allir vinir hennar og slíkur frambjóðandi er á framtíðarvegi. Hugsjónir hans verða orðnar að almæltum tíðindum innan tíu ára – enda snúast þær um mikilvægustu mál mannkyns, sjálfa framtíð þess á jörðu. Og það voru ekki bara málefnin sem gerðu hann sigursælan heldur umræðuháttur hans líka; nærvera hans á hinu opinbera sviði; hvernig hann nálgast málefni í tali sínu, einbeittur, kiprar augun, lyftir lófum eins og til að grípa hugsun þegar hún kemur á ógnarhraða, kurteis og beittur, fyndinn, andríkur; talar stundum lágt sem neyðir þau sem hlusta til að hugsa.FylgjufylgiðAnnars var það auðvitað Elísabet Kristín Jökulsdóttir sem var sigurvegari kosninganna. Úr ýmsum áttum barst vandlætingarhnuss yfir því hvað hún vildi eiginlega upp á dekk og hagaði sér ekki eins og almennilegt lárviðarskáld og klæddist purpuraskikkju þegar Dansinn hennar við Ufsaklett var lagður fram til Norðurlandaverðlauna … en hún reyndist eiga erindi upp á dekkið: jafnvel brýnt. Hún hafði eitthvað fram að færa. Hún kom úr einhverri átt, talaði um eitthvað og á einhvern hátt sem enginn annar hefði verið fær um. Hún bauð upp á dansspor og dreymin tilsvör en svaraði líka hreint og beint þegar þess þurfti. Hún talaði fyrir allt það fólk í samfélaginu sem glímir við fíknir, áráttur, ókyrrð í lofti í blindhugarflugi, og misalvarleg geðveikindi – það er að segja, eiginlega okkur öll. Hún fékk allt fylgjufylgið – fylgjurnar okkar kusu hana og í þrettándu víddinni er hún þegar tekin til starfa sem hennar hátign Elísabet fyrsta. Hér í hvunndagsvíddunum var það hins vegar Halla Tómasdóttir sem var sigurvegari kosninganna – að sjálfsögðu. Hún hafði margt á móti sér í byrjun. Baugsklappstýran með oflætisfirrur hins markaðsóða viðskiptaþings í mal sínum sem með frasa úr sjálfstyrkingarnámskeiðum á vör býðst til að gerast mannauðsstjóri íslensks þjóðlífs eftir að hafa hvorki meira né minna en stofnað banka – að kjósa hana myndi fullkomna uppgjörið við uppgjörið við hrunið. Svona hugsuðu mörg þegar hún kom fram: málið var ekki að hún væri óþekkt heldur var hún of merkt markaðs-ofstæki Stóru-Bólu í huga margra. En hún setti undir sig hausinn, hélt milljón fundi út um allar þorpagrundir, einn í einu, mann á mann, og útskýrði hugmyndir sínar og sýn á íslenskt samfélag og verkefni þess – kom svo í sjónvarpið og glansaði þar. Rétt eins og Andri Snær, Elísabet og Guðni var hún jákvæð og uppbyggileg, vingjarnleg í garð meðframbjóðenda en eldheit í löngun sinni að duga landi og þjóð. Engir útúrsnúningar, engir stælar, enginn skætingur, enginn píslarvættis-ofleikur – bara gleði. Og um síðir tengdi fólk hana ekki lengur við útrás og bankstera heldur fyrst og fremst við Þjóðfundinn og gildin góðu sem út úr honum komu og hugsjónir um nýja stjórnarskrá, nýjan samfélagssáttmála – og sjálfa kvenorkuna. Og eitthvað sem líktist vongleði. Auðvitað græddi hún á því þegar hinar fráleitu árásir Davíðs og liðsodda hans dundu á Guðna, stóð hvítklædd og brosandi, jákvæð og ósnortin af karlaslagnum, sem einkenndist að vísu af því að Davíð var einn að ólmast í sínum drullupolli að sletta á Guðna. Og það munaði engu að hún næði, á síðustu metrunum, að hrifsa til sín kórónuna sem allir töldu að Guðni ætti vísa.Fyrir hvað stendur hann?En það var sem sé Guðni Th. Jóhannesson sem var að sjálfsögðu sigurvegari kosninganna. Hann var hreinlega sóttur upp í háskóla, mátaður við djobbið af væntanlegum vinnuveitanda – þjóðinni – og sagt að sækja um; málefnalegur, skýrmæltur, svolítið glaðhlakkalegur, vænn – bjart yfir honum. Það er eðlilegt að frambjóðandi hljóti ekki yfir fimmtíu prósent atkvæða þegar nýr forseti er kjörinn úr hópi fólks sem ekki gegnir starfinu. Hið mikla fylgi sem hann hafði framan af var sýndarfylgi; að miklu leyti frá fólki sem hugðist aðallega kjósa ekki Davíð heldur þann sem líklegastur væri til að skáka honum. Þegar fólk fór svo að slaka á og sjá að það hafði ekki ástæðu til að óttast Davíð (frekar en kannski nokkru sinni – veldi hans var ekki síst smíðað úr ótta við hann) fór fólk eðlilega að skima eftir öðrum kostum sem fremur töluðu í anda hugsjóna og gilda sem það aðhylltist. Því að þó að Guðni standi kannski ekki á eindreginn hátt fyrir tilteknar hugsjónir og gildi – fyrir utan lýðræði og frelsi í víðum skilningi – þá er ekki þar með sagt að hann standi ekki fyrir neitt. Fólk sem kaus hann var að kjósa tiltekna mannkosti, sem hann hefur sýnilega til að bera og þarflaust er að gera lítið úr: skynsemi, góðvild, samviskusemi, eitthvað sem kalla má þegnskap; í öðru lagi var fólk að kjósa þekkingu hans á starfinu; hann hefur einfaldlega stúderað starfið og velt því fyrir sér á alla kanta; og þó að hann sé reynslulítill í refsskap og útúrsnúningalist íslenskra kappræðusiða, eins og stundum sýndi sig, þá er það líka honum til framdráttar að stunda ekki þess háttar þrætubók. Hann stundar annars konar samræðulist, sem bendir vonandi til betri siða í komandi kosningum. Og að sjálfsögðu er Davíð Oddsson líka sigurvegari þessara kosninga – sá Davíð sem birtist okkur á kosninganótt, hlýr og skemmtilegur, og virkaði eins og maður sem hægt er að eiga orðastað við, og á vonandi eftir að láta meira að sér kveða. Við höfum ekki séð þá persónu áratugum saman en vonandi er hann kominn til að vera. Tímabært er að Davíð hætti að ljá eyra við röddum þeirra sem ala á ofsóknarórum (RÚV-meinlokurnar) og telja honum trú um að eitthvert konungsríki bíði hans ef hann sé bara nógu ófyrirleitinn. Allir voru sigurvegarar – að sjálfsögðu – og þau sem minnsta fylgið fengu ljómuðu beinlínis af hamingju á kosninganótt. Þannig á það að vera – þjóðin öll var sigurvegari þessara kosninga. Og sigrar svo leikinn í kvöld … Að sjálfsögðu.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 27. júní
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun