Annar greiningaaðili hjá Barclays, Phillippe Gudin, telur að hagvöxtur á evrusvæðinu muni lækka og nema 0,4 prósentum samanborið við 1,8 prósent ef Bretland hefði verið áfram í ESB.

Í greiningu Robert Wood og annarra greiningaraðila hjá Bank of America Merrill Lynch segir: „Hagkerfið mun snúa niður hratt. Nú þegar Bretland hefur kosið að yfirgefa Evrópusambandið er það eina sem við vitum fyrir víst að við vitum mjög lítið um hvert breskt efnahagslegt og pólitískt fyrirkomulag stefnir. Við vitum ekki einu sinni hvernig Bretland mun leggja sig landræðilega eftir nokkur ár. Líklega mun þessi óvissa vara lengi og mun leiða til þess að fjárfestar muni fresta áætlunum sínum. Áhrifin af kosningunni eru klárlega neikvæð í ljósi efnahagslegri óvissu. En stærð áhrifanna er ósljós. Það fer eftir stefnu stjórnvalda næstu daga: hvort þær muni draga úr eða auka áhyggjur."
Deutsche Bank spáir því að hagvöxtur í Bretlandi muni vera 0,9 prósent árið 2017 sem er 1,2 prósentustigi lægra en ef þeir hefðu verið áfram í Evrópusambandinu. Fleiri greiningaraðilar taka undir það að hagvöxtur muni dragast saman í Bretlandi, sem og á evrusvæðinu á næstu misserum.