Greiningaraðilar mjög svartsýnir: Brexit mun valda kreppu Sæunn Gísladóttir skrifar 27. júní 2016 13:28 Bretland er klofið eftir niðurstöðu Brexit-atkvæðagreiðslunnar. Vísir/Samsett Greiningaraðilar spá ennþá verri áhrifum af Brexit en áður en gengið var að kjörborði. Fabrice Montagne, sérfræðingur hjá Barclays banka, segir meðal annars í skýrslu sinni að atvinnuleysi muni nema 5,9 prósent árið 2017 í Bretlandi. Hann spáir því að verðbólga muni stöðvast um einhvern tíma. Business Insider tók saman það sem greiningaraðilar hafa verið að segja í kjölfar Brexit-kosninganna. Annar greiningaaðili hjá Barclays, Phillippe Gudin, telur að hagvöxtur á evrusvæðinu muni lækka og nema 0,4 prósentum samanborið við 1,8 prósent ef Bretland hefði verið áfram í ESB. Gengi pundsins hefur hrunið gagnvart bandarískum dollara frá því að úrslit Brexit-kosninganna voru ljós.Mynd/XEPundið hefur hrunið frá því að úrslit Brexit-kosninganna voru ljós og lækkað frá því að vera 1,5 dollari í tæplega 1,3. Þetta mun hafa mjög skaðleg áhrif á efnahag Bretlands. Í greiningu Robert Wood og annarra greiningaraðila hjá Bank of America Merrill Lynch segir: „Hagkerfið mun snúa niður hratt. Nú þegar Bretland hefur kosið að yfirgefa Evrópusambandið er það eina sem við vitum fyrir víst að við vitum mjög lítið um hvert breskt efnahagslegt og pólitískt fyrirkomulag stefnir. Við vitum ekki einu sinni hvernig Bretland mun leggja sig landræðilega eftir nokkur ár. Líklega mun þessi óvissa vara lengi og mun leiða til þess að fjárfestar muni fresta áætlunum sínum. Áhrifin af kosningunni eru klárlega neikvæð í ljósi efnahagslegri óvissu. En stærð áhrifanna er ósljós. Það fer eftir stefnu stjórnvalda næstu daga: hvort þær muni draga úr eða auka áhyggjur." Deutsche Bank spáir því að hagvöxtur í Bretlandi muni vera 0,9 prósent árið 2017 sem er 1,2 prósentustigi lægra en ef þeir hefðu verið áfram í Evrópusambandinu. Fleiri greiningaraðilar taka undir það að hagvöxtur muni dragast saman í Bretlandi, sem og á evrusvæðinu á næstu misserum. Brexit Tengdar fréttir Reyna að koma í veg fyrir Brexit Milljónir Breta krefjast annarra kosninga um áframhaldandi viðveru Bretlands í Evrópusambandinu. Æðsti ráðherra Skotlands íhugar að beita neitunarvaldi gegn Brexit. 27. júní 2016 07:00 Pundið áfram í sögulegri lægð Ólga er í breska viðskiptalífinu í kjöflar Brexit-kosninganna. 27. júní 2016 11:05 Þjóðverjar útiloka óformlegar viðræður um Brexit Leiðtogar stærstu aðildarríkja ESB munu funda í Berlín síðar í dag. 27. júní 2016 12:21 Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Greiningaraðilar spá ennþá verri áhrifum af Brexit en áður en gengið var að kjörborði. Fabrice Montagne, sérfræðingur hjá Barclays banka, segir meðal annars í skýrslu sinni að atvinnuleysi muni nema 5,9 prósent árið 2017 í Bretlandi. Hann spáir því að verðbólga muni stöðvast um einhvern tíma. Business Insider tók saman það sem greiningaraðilar hafa verið að segja í kjölfar Brexit-kosninganna. Annar greiningaaðili hjá Barclays, Phillippe Gudin, telur að hagvöxtur á evrusvæðinu muni lækka og nema 0,4 prósentum samanborið við 1,8 prósent ef Bretland hefði verið áfram í ESB. Gengi pundsins hefur hrunið gagnvart bandarískum dollara frá því að úrslit Brexit-kosninganna voru ljós.Mynd/XEPundið hefur hrunið frá því að úrslit Brexit-kosninganna voru ljós og lækkað frá því að vera 1,5 dollari í tæplega 1,3. Þetta mun hafa mjög skaðleg áhrif á efnahag Bretlands. Í greiningu Robert Wood og annarra greiningaraðila hjá Bank of America Merrill Lynch segir: „Hagkerfið mun snúa niður hratt. Nú þegar Bretland hefur kosið að yfirgefa Evrópusambandið er það eina sem við vitum fyrir víst að við vitum mjög lítið um hvert breskt efnahagslegt og pólitískt fyrirkomulag stefnir. Við vitum ekki einu sinni hvernig Bretland mun leggja sig landræðilega eftir nokkur ár. Líklega mun þessi óvissa vara lengi og mun leiða til þess að fjárfestar muni fresta áætlunum sínum. Áhrifin af kosningunni eru klárlega neikvæð í ljósi efnahagslegri óvissu. En stærð áhrifanna er ósljós. Það fer eftir stefnu stjórnvalda næstu daga: hvort þær muni draga úr eða auka áhyggjur." Deutsche Bank spáir því að hagvöxtur í Bretlandi muni vera 0,9 prósent árið 2017 sem er 1,2 prósentustigi lægra en ef þeir hefðu verið áfram í Evrópusambandinu. Fleiri greiningaraðilar taka undir það að hagvöxtur muni dragast saman í Bretlandi, sem og á evrusvæðinu á næstu misserum.
Brexit Tengdar fréttir Reyna að koma í veg fyrir Brexit Milljónir Breta krefjast annarra kosninga um áframhaldandi viðveru Bretlands í Evrópusambandinu. Æðsti ráðherra Skotlands íhugar að beita neitunarvaldi gegn Brexit. 27. júní 2016 07:00 Pundið áfram í sögulegri lægð Ólga er í breska viðskiptalífinu í kjöflar Brexit-kosninganna. 27. júní 2016 11:05 Þjóðverjar útiloka óformlegar viðræður um Brexit Leiðtogar stærstu aðildarríkja ESB munu funda í Berlín síðar í dag. 27. júní 2016 12:21 Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Reyna að koma í veg fyrir Brexit Milljónir Breta krefjast annarra kosninga um áframhaldandi viðveru Bretlands í Evrópusambandinu. Æðsti ráðherra Skotlands íhugar að beita neitunarvaldi gegn Brexit. 27. júní 2016 07:00
Pundið áfram í sögulegri lægð Ólga er í breska viðskiptalífinu í kjöflar Brexit-kosninganna. 27. júní 2016 11:05
Þjóðverjar útiloka óformlegar viðræður um Brexit Leiðtogar stærstu aðildarríkja ESB munu funda í Berlín síðar í dag. 27. júní 2016 12:21